Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2017 21:02 Sektin nam um 30 þúsund krónum, að sögn Bala. Hún var greidd nær samdægurs. vísir/daníel Bala Kamallakharan, sem búsettur hefur verið hér á landi í ellefu ár, fær ekki íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasektar sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. Hann gæti þurft að bíða í ár með að sækja um að nýju. Bala var upplýstur um þessa ákvörðun í dag. Hann er indverskur að uppruna og hefur látið mikið til sín taka í íslensku atvinnulífi en hann er meðal annars fjárfestir og upphafsmaður Startup Iceland. Þá hefur hann haldið fjölmarga fyrirlestra hérlendis um frumkvöðla- og sprotafyrirtæki, svo fátt eitt sé nefnt.Fyrsta og eina sektin Bala segist á Facebook-síðu sinni hafa fengið sektina þegar hann ók á milli Selfoss og Reykjavíkur í febrúar síðastliðnum, og að um hafi verið að ræða hans fyrstu og einu hraðasekt á Íslandi. Hann segist í samtali við Vísi furða sig á þessari ákvörðun og ætlar að áfrýja henni. „Aðalatriðið, að mínu mati, í þessu máli er hvernig staðið var að þessari ákvörðun. Það tók sex mánuði að upplýsa mig um hvers vegna umsókn minni var hafnað,“ segir Bala. Útlendingastofnun vísaði á heimasíðu sína þegar fréttastofa leitaði svara, en staðfesti að hraðasekt geti haft áhrif á framvindu mála, en samkvæmt heimasíðunni þarf hún að vera meira en fimmtíu þúsund króna há. Umsækjendur sem hafi fengið sekt að fjárhæð 50-100 þúsund krónum geti ekki sótt um að nýju fyrr en að ári liðnu. Aðspurður segist Bala ekki hafa fengið frekari útskýringar frá Útlendingastofnun. Bala tekur fram að eðlilegt sé að fylgja reglum. Hins vegar þurfi að vanda vel til verka og skoða hvert mál fyrir sig. „Ég sótti um ríkisborgararétt í desember. Ég fékk sektina í febrúar. Ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst ef málsmeðferðin hefði ekki dregist svona á langinn – hefði ég verið sviptur ríkisborgararéttinum? Þetta og margt annað þarf að skoða og þessari ákvörðun ætla ég að áfrýja.“Stöðugar áminningar Bala segir jafnframt að alltaf sé erfitt að setjast að í öðrum löndum, en að vinnubrögð sem þessi geri innflytjendum enn erfiðar fyrir. „Sem innflytjandi er ég stöðugt minntur á hversu erfitt það er að vera samþykktur inn í samfélagið. Það sem veldur enn meiri vonbrigðum er að sjá hvað innflytjendur mæta misjöfnum stöðlum. Ég vissi að minn mælikvarði yrði ekki sá sami og annarra og það varð mjög augljóst í dag. Til allra þeirra innflytjenda og flóttamanna þarna úti: Þetta er erfiður heimur.. en höldum ró okkar og reynum að láta þetta ekki hafa áhrif á okkur,“ skrifar Bala á Facebook, en færslu hans má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira
Bala Kamallakharan, sem búsettur hefur verið hér á landi í ellefu ár, fær ekki íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasektar sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. Hann gæti þurft að bíða í ár með að sækja um að nýju. Bala var upplýstur um þessa ákvörðun í dag. Hann er indverskur að uppruna og hefur látið mikið til sín taka í íslensku atvinnulífi en hann er meðal annars fjárfestir og upphafsmaður Startup Iceland. Þá hefur hann haldið fjölmarga fyrirlestra hérlendis um frumkvöðla- og sprotafyrirtæki, svo fátt eitt sé nefnt.Fyrsta og eina sektin Bala segist á Facebook-síðu sinni hafa fengið sektina þegar hann ók á milli Selfoss og Reykjavíkur í febrúar síðastliðnum, og að um hafi verið að ræða hans fyrstu og einu hraðasekt á Íslandi. Hann segist í samtali við Vísi furða sig á þessari ákvörðun og ætlar að áfrýja henni. „Aðalatriðið, að mínu mati, í þessu máli er hvernig staðið var að þessari ákvörðun. Það tók sex mánuði að upplýsa mig um hvers vegna umsókn minni var hafnað,“ segir Bala. Útlendingastofnun vísaði á heimasíðu sína þegar fréttastofa leitaði svara, en staðfesti að hraðasekt geti haft áhrif á framvindu mála, en samkvæmt heimasíðunni þarf hún að vera meira en fimmtíu þúsund króna há. Umsækjendur sem hafi fengið sekt að fjárhæð 50-100 þúsund krónum geti ekki sótt um að nýju fyrr en að ári liðnu. Aðspurður segist Bala ekki hafa fengið frekari útskýringar frá Útlendingastofnun. Bala tekur fram að eðlilegt sé að fylgja reglum. Hins vegar þurfi að vanda vel til verka og skoða hvert mál fyrir sig. „Ég sótti um ríkisborgararétt í desember. Ég fékk sektina í febrúar. Ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst ef málsmeðferðin hefði ekki dregist svona á langinn – hefði ég verið sviptur ríkisborgararéttinum? Þetta og margt annað þarf að skoða og þessari ákvörðun ætla ég að áfrýja.“Stöðugar áminningar Bala segir jafnframt að alltaf sé erfitt að setjast að í öðrum löndum, en að vinnubrögð sem þessi geri innflytjendum enn erfiðar fyrir. „Sem innflytjandi er ég stöðugt minntur á hversu erfitt það er að vera samþykktur inn í samfélagið. Það sem veldur enn meiri vonbrigðum er að sjá hvað innflytjendur mæta misjöfnum stöðlum. Ég vissi að minn mælikvarði yrði ekki sá sami og annarra og það varð mjög augljóst í dag. Til allra þeirra innflytjenda og flóttamanna þarna úti: Þetta er erfiður heimur.. en höldum ró okkar og reynum að láta þetta ekki hafa áhrif á okkur,“ skrifar Bala á Facebook, en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira