Hafþór Júlíus kveðst ekki hafa beitt neinar konur ofbeldi Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2017 19:03 Hafþór Júlíus segir að frásögn barnsmóður sinnar sé fyrst og fremst lituð af hatri í hans garð. Vísir/Valli Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson kveðst ekki hafa beitt barnsmóður sína né aðrar konur ofbeldi og biður fólk um halda ró sinni og sýna stillingu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Facebook-færslu Hafþórs Júlíusar þar sem hann bregst við viðtali við barnsmóður hans, Thelmu Björk Steimann, sem birtist í Fréttablaðinu og Vísi í morgun. Í viðtalinu segir Thelma Björk Hafþór hafa beitt sig ofbeldi á þeim tíma sem þau áttu í sambandi. Sagðist hún vilja segja sína sögu eftir að hafa fengið bréf frá barnaverndaryfirvöldum um að lögregla hafi verið kölluð að heimili Hafþórs vegna heimiliserja hans og þáverandi kærustu, en dóttir Hafþórs og Thelmu hafi á þessum tíma verið í heimsókn hjá föður sínum yfir hátíðarnar. Thelma Björk segist þá hafa gert sér grein fyrir því að hún væri ekki sú eina sem Hafþór hafi beitt ofbeldi og því ákveðið að stíga fram. Hafþór Júlíus hafnar ásökunum Thelmu Bjarkar í Facebook-færslunni og segist búast við að kærumál á hendur honum muni upplýsast hjá lögreglu. „Ég held að ég bíði því með að tjá mig um það frekar í bili. Ég vil þó taka fram strax að ég hef aldrei beitt Andreu [fyrrverandi kærasta Hafþórs] ofbeldi, ekki fremur en aðrar konur. Ég ætla einnig að taka fram strax að engin áverkavottorð frá Andreu liggja fyrir og samkvæmt lögregluskýrslu voru engir áverkar sjáanlegir á henni.“Frásögn lituð af hatri í hans garð Hann segir enn fremur að viðtalið sem birtist í Fréttablaðinu sé „þyngra en tárum taki“ og að frásögn barnsmóður sinnar sé fyrst og fremst lituð af hatri í hans garð. Segir hann Thelmu Björk aldrei hafa komist yfir að hann hafi slitið sambandinu á sínum tíma. Hafþór Júlíus biður fólk um halda ró sinni og sýna stillingu. Hann segir að kærumálið sem nú sé til meðferðar hjá íslenskri lögreglu, og krafa Hafþórs um umgengni við dóttur sína, sem sé til meðferðar hjá yfirvöldum í Kaupmannahöfn þar sem Thelma Björk býr, muni leysast á næstu vikum. „Ég hef ekkert að fela hvorki gagnvart þessum tveimur konum né öðrum,“ segir Hafþór Júlíus.Lesa má Facebook-færslu hans í heild sinni að neðan. Tengdar fréttir Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson kveðst ekki hafa beitt barnsmóður sína né aðrar konur ofbeldi og biður fólk um halda ró sinni og sýna stillingu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Facebook-færslu Hafþórs Júlíusar þar sem hann bregst við viðtali við barnsmóður hans, Thelmu Björk Steimann, sem birtist í Fréttablaðinu og Vísi í morgun. Í viðtalinu segir Thelma Björk Hafþór hafa beitt sig ofbeldi á þeim tíma sem þau áttu í sambandi. Sagðist hún vilja segja sína sögu eftir að hafa fengið bréf frá barnaverndaryfirvöldum um að lögregla hafi verið kölluð að heimili Hafþórs vegna heimiliserja hans og þáverandi kærustu, en dóttir Hafþórs og Thelmu hafi á þessum tíma verið í heimsókn hjá föður sínum yfir hátíðarnar. Thelma Björk segist þá hafa gert sér grein fyrir því að hún væri ekki sú eina sem Hafþór hafi beitt ofbeldi og því ákveðið að stíga fram. Hafþór Júlíus hafnar ásökunum Thelmu Bjarkar í Facebook-færslunni og segist búast við að kærumál á hendur honum muni upplýsast hjá lögreglu. „Ég held að ég bíði því með að tjá mig um það frekar í bili. Ég vil þó taka fram strax að ég hef aldrei beitt Andreu [fyrrverandi kærasta Hafþórs] ofbeldi, ekki fremur en aðrar konur. Ég ætla einnig að taka fram strax að engin áverkavottorð frá Andreu liggja fyrir og samkvæmt lögregluskýrslu voru engir áverkar sjáanlegir á henni.“Frásögn lituð af hatri í hans garð Hann segir enn fremur að viðtalið sem birtist í Fréttablaðinu sé „þyngra en tárum taki“ og að frásögn barnsmóður sinnar sé fyrst og fremst lituð af hatri í hans garð. Segir hann Thelmu Björk aldrei hafa komist yfir að hann hafi slitið sambandinu á sínum tíma. Hafþór Júlíus biður fólk um halda ró sinni og sýna stillingu. Hann segir að kærumálið sem nú sé til meðferðar hjá íslenskri lögreglu, og krafa Hafþórs um umgengni við dóttur sína, sem sé til meðferðar hjá yfirvöldum í Kaupmannahöfn þar sem Thelma Björk býr, muni leysast á næstu vikum. „Ég hef ekkert að fela hvorki gagnvart þessum tveimur konum né öðrum,“ segir Hafþór Júlíus.Lesa má Facebook-færslu hans í heild sinni að neðan.
Tengdar fréttir Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. 24. júní 2017 07:00