Stjórnvöld segja skattsvikurum stríð á hendur Heimir Már Pétursson skrifar 22. júní 2017 18:58 Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra voru afhentar tvær skýrslur í dag með tillögum um hvernig megi koma í veg fyrir skattaundanskot. Vísir/anton brink Stjórnvöld hafa sagt skattsvikum og svarta hagkerfinu stríð á hendur en talið er að árlega sé allt að hundrað milljörðum króna komið undan skatti. Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. Fjármálaráðherra voru afhentar tvær skýrslur í dag með tillögum um hvernig megi koma í veg fyrir skattaundanskot. Þar vekur kannski hvað mesta athygli tillaga um að leggja af tíu þúsund króna seðilinn og jafnvel fimm þúsund króna seðilinn. Talið er að 3,5 til 4 prósentum af vergri landsframleiðslu hvers ár sé skotið undan skatti eða allt að hundrað milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar er talið að nýr Landsspítali kosti rúmlega 80 milljarða króna. Fjármálaráðherra segir að tillögurnar verði ekki settar ofan í skúffu og hann sé sannfærður um að dagurinn í dag marki tímamót í baráttunni við skattsvik. „Það er greinilega jarðvegur í samfélaginu fyrir því að nú ætlum við að fara í stríð við þessa aðila. Við munum aldrei ná öllum sem svíkja undan skatti. En við getum náð kennitöluflökkurunum,“ segir Benedikt. Þá sé hægt að ná þeim sem gefi út of háa reikninga í milliviðskiptum við skylda aðila og feli mismuninnn og þeim sem greiði út laun í reiðufé.Tíu þúsund kallinn var kynntur til leiks árið 2013.Vísir/GVA„Öðrum sem misnota reiðufé til að traðka á réttindum starfsmanna og svíkja undan skatti á sama tíma. Þannig að jú, ég held að nú sé einmitt lag til að ná þessum árangri,“ segir Benedikt.Hámark sett á peningaviðskipti Starfshópar fjármálaráðherra um skattsvik undir formennsku Þorkels Sigurlaugssonar viðskiptafræðings leggur til fjölmargar leiðir til að vinna gegn svarta hagkerfinu, meðal annars að hámark verði sett á peningaviðskipti einstaklinga og fyrirtækja við til dæmis 200 þúsund krónur og stærstu seðlarnir teknir úr umferð. „Það er vegna þess að peningaseðlar augljóslega eru notaðir í tengslum við skattsvik. Í tengslum við peningaþvætti. Þetta er sama reynsla og hjá öðrum löndum þar sem verið er að reyna að útrýma stærstu peningaseðlunum,“ segir Þorkell.Nú eru margir sem myndu spyrja, er verið að neyða fólk til að eiga viðskipti við fjármálastofnanir?„Nei, það held ég að sé einmitt mjög mikilvægt. Þess vegna erum við með eina um hugmynd; hvers vegna ætti fólk ekki að eiga sinn innistæðureikning til dæmis hjá Seðlabanka. Þar sem menn geta geymt fjármuni í stað þess að vera með þá undir koddanum. Menn gætu verið með rafrænt kort sem þeir gætu notað án þess að þurfa að borga eitthvert sérstakt millifærslugjald. Eða þá að snjallsímar komi í stað seðla,“ segir Þorkell. Fjármálaráðherra segir að nú liggi greining á vandanum fyrir og þá sé hægt að grípa til aðgerða til að ná að minnsta kosti góðum hluta þeirra allt að 100 milljarða sem sviknir séu undan skatti. Þá væri hægt að lækka skatta eða auka útgjöld. „Það er hægt að gera svo margt fyrir þetta. Það eru þeir sem svíkja undan skatti sem leggja í raun og veru meiri álögur á allan almenning og því verður að linna,“ segir Benedikt Jóhannesson. Alþingi Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Stjórnvöld hafa sagt skattsvikum og svarta hagkerfinu stríð á hendur en talið er að árlega sé allt að hundrað milljörðum króna komið undan skatti. Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. Fjármálaráðherra voru afhentar tvær skýrslur í dag með tillögum um hvernig megi koma í veg fyrir skattaundanskot. Þar vekur kannski hvað mesta athygli tillaga um að leggja af tíu þúsund króna seðilinn og jafnvel fimm þúsund króna seðilinn. Talið er að 3,5 til 4 prósentum af vergri landsframleiðslu hvers ár sé skotið undan skatti eða allt að hundrað milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar er talið að nýr Landsspítali kosti rúmlega 80 milljarða króna. Fjármálaráðherra segir að tillögurnar verði ekki settar ofan í skúffu og hann sé sannfærður um að dagurinn í dag marki tímamót í baráttunni við skattsvik. „Það er greinilega jarðvegur í samfélaginu fyrir því að nú ætlum við að fara í stríð við þessa aðila. Við munum aldrei ná öllum sem svíkja undan skatti. En við getum náð kennitöluflökkurunum,“ segir Benedikt. Þá sé hægt að ná þeim sem gefi út of háa reikninga í milliviðskiptum við skylda aðila og feli mismuninnn og þeim sem greiði út laun í reiðufé.Tíu þúsund kallinn var kynntur til leiks árið 2013.Vísir/GVA„Öðrum sem misnota reiðufé til að traðka á réttindum starfsmanna og svíkja undan skatti á sama tíma. Þannig að jú, ég held að nú sé einmitt lag til að ná þessum árangri,“ segir Benedikt.Hámark sett á peningaviðskipti Starfshópar fjármálaráðherra um skattsvik undir formennsku Þorkels Sigurlaugssonar viðskiptafræðings leggur til fjölmargar leiðir til að vinna gegn svarta hagkerfinu, meðal annars að hámark verði sett á peningaviðskipti einstaklinga og fyrirtækja við til dæmis 200 þúsund krónur og stærstu seðlarnir teknir úr umferð. „Það er vegna þess að peningaseðlar augljóslega eru notaðir í tengslum við skattsvik. Í tengslum við peningaþvætti. Þetta er sama reynsla og hjá öðrum löndum þar sem verið er að reyna að útrýma stærstu peningaseðlunum,“ segir Þorkell.Nú eru margir sem myndu spyrja, er verið að neyða fólk til að eiga viðskipti við fjármálastofnanir?„Nei, það held ég að sé einmitt mjög mikilvægt. Þess vegna erum við með eina um hugmynd; hvers vegna ætti fólk ekki að eiga sinn innistæðureikning til dæmis hjá Seðlabanka. Þar sem menn geta geymt fjármuni í stað þess að vera með þá undir koddanum. Menn gætu verið með rafrænt kort sem þeir gætu notað án þess að þurfa að borga eitthvert sérstakt millifærslugjald. Eða þá að snjallsímar komi í stað seðla,“ segir Þorkell. Fjármálaráðherra segir að nú liggi greining á vandanum fyrir og þá sé hægt að grípa til aðgerða til að ná að minnsta kosti góðum hluta þeirra allt að 100 milljarða sem sviknir séu undan skatti. Þá væri hægt að lækka skatta eða auka útgjöld. „Það er hægt að gera svo margt fyrir þetta. Það eru þeir sem svíkja undan skatti sem leggja í raun og veru meiri álögur á allan almenning og því verður að linna,“ segir Benedikt Jóhannesson.
Alþingi Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira