Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Heimir Már Pétursson skrifar 22. júní 2017 11:53 Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn til sögunnar í október árið 2013. Vísir/GVA Nefnd á vegum fjármálaráðherra leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. Eftir að upplýsingar um aflandsfélög Íslendinga komu fram í Panamaskjölunum ákvað fjármálaráðherra að skipa tvo starfshópa til að móta tillögur til að vinna gegn skattsvikum. Annars vegar um svo kallaða milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og hins vegar um skattaundanskot eða skattsvik. Með milliverðlaginu er átt við þegar fyrirtæki gefa út falska reikninga, oftast í viðskiptum skyldra aðila, til að búa til falinn hagnað sem síðan er komið undan á reikninga í útlöndum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að þessar skýrslur verði ekki settar ofan í skúffu. „Ég held að við munum líta um öxl og segja; 22. Júní 2017 var var tímamótadagur í baráttunni við skattsvikarana. Þá komu þessar skýrslur. Tveimur dögum áður kom skýrsla frá ASÍ og SA í sambandi við kennitöluflakkið. Það er greinilega jarðvegur í samfélaginu fyrir því að nú ætlum við að fara í stríð við þessa aðila,“ segir Benedikt. Fjármálaráðherra segir hægt að ná til kennitöluflakkara með hertari reglum, þeirra sem falsa reikninga og til dæmis byggingaraðilum sem greiði út laun í reiðufé og annarra sem noti reiðufé til að traðka á réttindum starfsmanna og svíki undan skatti á sama tíma. Starfshópurinn um skattsvik leggur meðal annars til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð. „Hvað er það oft sem við erum með tíu þúsund kall í vasanum? Það er nánast aldrei. En ef maður horfir á meðaltalið frá Seðlabankanum (um seðla í umferð) þá ætti hver einasti Íslendingur að vera með tíu tíu þúsund kalla annað hvort í vasanum eða í krukku heima hjá sér. En við vitum að það er ekki þannig. Þá er það spurningin; hverjir eru það sem nota þetta. Það er væntanlega hagkerfið sem við viljum draga fram í sviðsljósið, að verði ekki lengur svart,“ segir Benedikt. Starfshópurinn sem fjallaði um milliviðskipti, aðallega tengdra aðila, telur að ríkissjóður verði af einum til sex milljörðum króna vegna slíkra viðskipta. Fjármálaráðherra telur hægt að ná til þessa hóps með skýrari reglum um skýrslugjöf. „Það felst í því að menn gefa út reikninga fyrir hærri fjárhæð en nemur raunverulegum kostnaði. Svo er millisumman, það er að segja aukaálagningin, kannski lögð inn á einkareikning þess sem á fyrirtækið á Íslandi. Við sáum að slíkir peningar hafa til dæmis komið fram í Panamaskjölunum og öðrum upplýsingum sem skattrannsóknarstjóri hefur fengið aðgang að,“ segir Benedikt. Panamaskjölin sýni m.a. að þetta hafi greinilega viðgengist og meðal annars megi horfa til reynslu Norðmanna til að sporna gegn svindli sem þessu. Panama-skjölin Skattar og tollar Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Nefnd á vegum fjármálaráðherra leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. Eftir að upplýsingar um aflandsfélög Íslendinga komu fram í Panamaskjölunum ákvað fjármálaráðherra að skipa tvo starfshópa til að móta tillögur til að vinna gegn skattsvikum. Annars vegar um svo kallaða milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og hins vegar um skattaundanskot eða skattsvik. Með milliverðlaginu er átt við þegar fyrirtæki gefa út falska reikninga, oftast í viðskiptum skyldra aðila, til að búa til falinn hagnað sem síðan er komið undan á reikninga í útlöndum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að þessar skýrslur verði ekki settar ofan í skúffu. „Ég held að við munum líta um öxl og segja; 22. Júní 2017 var var tímamótadagur í baráttunni við skattsvikarana. Þá komu þessar skýrslur. Tveimur dögum áður kom skýrsla frá ASÍ og SA í sambandi við kennitöluflakkið. Það er greinilega jarðvegur í samfélaginu fyrir því að nú ætlum við að fara í stríð við þessa aðila,“ segir Benedikt. Fjármálaráðherra segir hægt að ná til kennitöluflakkara með hertari reglum, þeirra sem falsa reikninga og til dæmis byggingaraðilum sem greiði út laun í reiðufé og annarra sem noti reiðufé til að traðka á réttindum starfsmanna og svíki undan skatti á sama tíma. Starfshópurinn um skattsvik leggur meðal annars til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð. „Hvað er það oft sem við erum með tíu þúsund kall í vasanum? Það er nánast aldrei. En ef maður horfir á meðaltalið frá Seðlabankanum (um seðla í umferð) þá ætti hver einasti Íslendingur að vera með tíu tíu þúsund kalla annað hvort í vasanum eða í krukku heima hjá sér. En við vitum að það er ekki þannig. Þá er það spurningin; hverjir eru það sem nota þetta. Það er væntanlega hagkerfið sem við viljum draga fram í sviðsljósið, að verði ekki lengur svart,“ segir Benedikt. Starfshópurinn sem fjallaði um milliviðskipti, aðallega tengdra aðila, telur að ríkissjóður verði af einum til sex milljörðum króna vegna slíkra viðskipta. Fjármálaráðherra telur hægt að ná til þessa hóps með skýrari reglum um skýrslugjöf. „Það felst í því að menn gefa út reikninga fyrir hærri fjárhæð en nemur raunverulegum kostnaði. Svo er millisumman, það er að segja aukaálagningin, kannski lögð inn á einkareikning þess sem á fyrirtækið á Íslandi. Við sáum að slíkir peningar hafa til dæmis komið fram í Panamaskjölunum og öðrum upplýsingum sem skattrannsóknarstjóri hefur fengið aðgang að,“ segir Benedikt. Panamaskjölin sýni m.a. að þetta hafi greinilega viðgengist og meðal annars megi horfa til reynslu Norðmanna til að sporna gegn svindli sem þessu.
Panama-skjölin Skattar og tollar Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira