Ísgöngin í Langjökli metin á milljarð króna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. júní 2017 08:00 Ísgöngin í Langjökli eru stærstu manngerðu ísgöng heims sem opin eru almenningi. Framtakssjóðurinn ITF fjármagnaði verkefnið að mestu og er langstærsti hluthafinn. vísir/stefán Ísgöngin í Langjökli, sem notið hafa mikilla vinsælda á meðal ferðamanna undanfarin tvö ár, eru metin á rúmlega einn milljarð króna í ársreikningi framtakssjóðsins Landsbréf Icelandic Tourism Fund (ITF) fyrir síðasta ár. Bókfært virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í þessi stærstu manngerðu ísgöng í heimi, hækkaði um 150 prósent á milli ára í bókum ITF. Sjóðurinn, sem er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða, átti í lok síðasta árs 88,35 prósenta hlut í félaginu. Virði eignarhlutar sjóðsins í félaginu IWE, sem stendur að hvalasýningunni Whales of Iceland á Granda, hækkaði einnig verulega í fyrra, en í lok ársins átti sjóðurinn félagið að öllu leyti. Var félagið metið á um 516 milljónir króna í lok síðasta árs samanborið við 117 milljónir í lok árs 2015. Þá kemur fram í ársreikningnum að bókfært virði eignarhlutar sjóðsins í hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi hafi verið afskrifað. Eins og Markaðurinn hefur greint frá var hestagarðinum lokað í febrúar vegna mikils tapreksturs. Í lok árs 2015 var 49 prósenta hlutur sjóðsins í garðinum bókfærður á tæpar 183 milljónir króna, en í fyrra stækkaði hluturinn upp í rúm 90 prósent þegar lánum sjóðsins var breytt í hlutafé. Var bókfærða virðið síðan fært í núll í ársreikningnum, eins og áður sagði. Alls nam hagnaður sjóðsins 391 milljón króna í fyrra, á þriðja heila rekstrarári hans, en til samanburðar varð 53 milljóna tap á rekstrinum árið 2015. „Þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur frá því að við fórum af stað fyrir fjórum árum,“ segir Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri sjóðsins, í samtali við Markaðinn. „Við höfum haft úr nægum verkefnum að moða. Það hafa komið fjölmörg tækifæri á okkar borð og við höfum, eins og eðlilegt er, valið þau verkefni sem okkur hefur litist best á og náð að byggja upp að okkar mati áhugavert og sterkt eignasafn.“ Sjóðurinn fjárfestir eingöngu í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og hefur alls tekið þátt í tíu verkefnum. Helgi segist finna fyrir miklum áhuga til fjárfestinga í greininni. Sjóðurinn er með nokkrar fjárfestingar til skoðunar og segir Helgi ekki ólíklegt að það muni fjölga eitthvað í eignasafninu á næstunni, þrátt fyrir að sjóðurinn sé kominn á seinni hluta fjárfestingartímabils síns. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Svona leit fyrsta brúðkaupið inni í Langjökli út - Myndir Brúðhjónin Anthony og Mari eru sögð hafa viljað óhefðbundið og ævintýralegt brúðkaup. 9. mars 2016 16:30 Yfir tuttugu þúsund manns hafa komið í ísgöngin í Langjökli Vel yfir tuttugu þúsund manns hafa komið inn í ísgöngin í Langjökli frá því þau voru opnuð almenningi 1. júní í sumar. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ísgöngin í Langjökli, sem notið hafa mikilla vinsælda á meðal ferðamanna undanfarin tvö ár, eru metin á rúmlega einn milljarð króna í ársreikningi framtakssjóðsins Landsbréf Icelandic Tourism Fund (ITF) fyrir síðasta ár. Bókfært virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í þessi stærstu manngerðu ísgöng í heimi, hækkaði um 150 prósent á milli ára í bókum ITF. Sjóðurinn, sem er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða, átti í lok síðasta árs 88,35 prósenta hlut í félaginu. Virði eignarhlutar sjóðsins í félaginu IWE, sem stendur að hvalasýningunni Whales of Iceland á Granda, hækkaði einnig verulega í fyrra, en í lok ársins átti sjóðurinn félagið að öllu leyti. Var félagið metið á um 516 milljónir króna í lok síðasta árs samanborið við 117 milljónir í lok árs 2015. Þá kemur fram í ársreikningnum að bókfært virði eignarhlutar sjóðsins í hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi hafi verið afskrifað. Eins og Markaðurinn hefur greint frá var hestagarðinum lokað í febrúar vegna mikils tapreksturs. Í lok árs 2015 var 49 prósenta hlutur sjóðsins í garðinum bókfærður á tæpar 183 milljónir króna, en í fyrra stækkaði hluturinn upp í rúm 90 prósent þegar lánum sjóðsins var breytt í hlutafé. Var bókfærða virðið síðan fært í núll í ársreikningnum, eins og áður sagði. Alls nam hagnaður sjóðsins 391 milljón króna í fyrra, á þriðja heila rekstrarári hans, en til samanburðar varð 53 milljóna tap á rekstrinum árið 2015. „Þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur frá því að við fórum af stað fyrir fjórum árum,“ segir Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri sjóðsins, í samtali við Markaðinn. „Við höfum haft úr nægum verkefnum að moða. Það hafa komið fjölmörg tækifæri á okkar borð og við höfum, eins og eðlilegt er, valið þau verkefni sem okkur hefur litist best á og náð að byggja upp að okkar mati áhugavert og sterkt eignasafn.“ Sjóðurinn fjárfestir eingöngu í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og hefur alls tekið þátt í tíu verkefnum. Helgi segist finna fyrir miklum áhuga til fjárfestinga í greininni. Sjóðurinn er með nokkrar fjárfestingar til skoðunar og segir Helgi ekki ólíklegt að það muni fjölga eitthvað í eignasafninu á næstunni, þrátt fyrir að sjóðurinn sé kominn á seinni hluta fjárfestingartímabils síns.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Svona leit fyrsta brúðkaupið inni í Langjökli út - Myndir Brúðhjónin Anthony og Mari eru sögð hafa viljað óhefðbundið og ævintýralegt brúðkaup. 9. mars 2016 16:30 Yfir tuttugu þúsund manns hafa komið í ísgöngin í Langjökli Vel yfir tuttugu þúsund manns hafa komið inn í ísgöngin í Langjökli frá því þau voru opnuð almenningi 1. júní í sumar. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Svona leit fyrsta brúðkaupið inni í Langjökli út - Myndir Brúðhjónin Anthony og Mari eru sögð hafa viljað óhefðbundið og ævintýralegt brúðkaup. 9. mars 2016 16:30
Yfir tuttugu þúsund manns hafa komið í ísgöngin í Langjökli Vel yfir tuttugu þúsund manns hafa komið inn í ísgöngin í Langjökli frá því þau voru opnuð almenningi 1. júní í sumar. 12. desember 2015 07:00