Upprætum ofbeldi gegn börnum Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 21. júní 2017 07:00 Sífellt kemur betur og betur í ljós, hversu hræðilega algengt það er að börn séu beitt ofbeldi í okkar annars friðsæla samfélagi. Samkvæmt rannsóknum hafa 10-13% allra barna í 10. bekk grunnskóla orðið fyrir kynferðisofbeldi og í u.þ.b. 10% allra heimilisofbeldismála á höfuðborgarsvæðinu beinist ofbeldið gegn börnum. Eru þá ótalin þau óbeinu skaðlegu áhrif sem börn verða fyrir vegna heimilisofbeldis, en í um 70% tilfella eru börn á þeim heimilum, þar sem ofbeldi er beitt. Rannsóknir hafa einnig sýnt að oftar en ekki þurfa börn sem beitt eru ofbeldi að bera harm sinn í hljóði. Allt of sjaldan er hlustað á neyðarköll barnanna og gripið inn í með viðeigandi hætti. Þannig hefur komið í ljós að barn er oft búið að reyna að segja fullorðnum frá ofbeldi sem það verður fyrir 7 – 10 sinnum áður en einhver hlustar. Samfélag sem þannig hlúir að börnum sínum getur varla talist siðað og það hlýtur að vera forgangsmál stjórnmálanna og okkar allra að bregðast við. Á sameiginlegum fundi ofbeldisvarnarnefndar og borgarstjórnar Reykjavíkur, var nýverið samþykkt tillaga nefndarinnar um að innleiða verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ í öllum grunnskólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar. Markmið verkefnisins er að tryggja að barn þurfi bara að segja einu sinni frá og að starfsmenn borgarinnar sem vinna með börnum séu þjálfaðir í að sjá merki um að barn sé beitt ofbeldi. Einnig er verkefninu ætlað að auka þekkingu barna á ofbeldi og gera þau fær um að ræða um ofbeldi opinskátt og taka afstöðu gegn því. Verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ hefur á liðnum árum verið þróað sem tilraunaverkefni á nokkrum starfsstöðvum borgarinnar með góðum árangri. Ljóst er að starfsfólkið sem tók þátt í verkefninu er betur í stakk búið til að takast á við það ef barn upplýsir að það hafi orðið fyrir ofbeldi og það er einnig betur í stakk búið til að greina birtingarmyndir þess. Umræðan er opnari og verkferlar skýrari. Með samþykkt borgarstjórnar um að innleiða verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ í öllum grunnskólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum Reykjavíkurborgar, er því stigið afar mikilvægt skref í að vernda börn fyrir ofbeldi. Eitt af mörgum í átt til betra samfélags án ofbeldis. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og formaður Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sífellt kemur betur og betur í ljós, hversu hræðilega algengt það er að börn séu beitt ofbeldi í okkar annars friðsæla samfélagi. Samkvæmt rannsóknum hafa 10-13% allra barna í 10. bekk grunnskóla orðið fyrir kynferðisofbeldi og í u.þ.b. 10% allra heimilisofbeldismála á höfuðborgarsvæðinu beinist ofbeldið gegn börnum. Eru þá ótalin þau óbeinu skaðlegu áhrif sem börn verða fyrir vegna heimilisofbeldis, en í um 70% tilfella eru börn á þeim heimilum, þar sem ofbeldi er beitt. Rannsóknir hafa einnig sýnt að oftar en ekki þurfa börn sem beitt eru ofbeldi að bera harm sinn í hljóði. Allt of sjaldan er hlustað á neyðarköll barnanna og gripið inn í með viðeigandi hætti. Þannig hefur komið í ljós að barn er oft búið að reyna að segja fullorðnum frá ofbeldi sem það verður fyrir 7 – 10 sinnum áður en einhver hlustar. Samfélag sem þannig hlúir að börnum sínum getur varla talist siðað og það hlýtur að vera forgangsmál stjórnmálanna og okkar allra að bregðast við. Á sameiginlegum fundi ofbeldisvarnarnefndar og borgarstjórnar Reykjavíkur, var nýverið samþykkt tillaga nefndarinnar um að innleiða verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ í öllum grunnskólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar. Markmið verkefnisins er að tryggja að barn þurfi bara að segja einu sinni frá og að starfsmenn borgarinnar sem vinna með börnum séu þjálfaðir í að sjá merki um að barn sé beitt ofbeldi. Einnig er verkefninu ætlað að auka þekkingu barna á ofbeldi og gera þau fær um að ræða um ofbeldi opinskátt og taka afstöðu gegn því. Verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ hefur á liðnum árum verið þróað sem tilraunaverkefni á nokkrum starfsstöðvum borgarinnar með góðum árangri. Ljóst er að starfsfólkið sem tók þátt í verkefninu er betur í stakk búið til að takast á við það ef barn upplýsir að það hafi orðið fyrir ofbeldi og það er einnig betur í stakk búið til að greina birtingarmyndir þess. Umræðan er opnari og verkferlar skýrari. Með samþykkt borgarstjórnar um að innleiða verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ í öllum grunnskólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum Reykjavíkurborgar, er því stigið afar mikilvægt skref í að vernda börn fyrir ofbeldi. Eitt af mörgum í átt til betra samfélags án ofbeldis. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og formaður Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar