Glódís Perla: „Þú getur breytt þessu flugi heim“ | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2017 09:00 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á EM 2017 18. júlí þegar þær mæta stórliði Frakklands. Þær kvöddu þjóðina í síðustu viku þegar nýtt áhorfendamet var sett á leik Íslands og Brasilíu á Laugardalsvellinum. Glódís Perla Viggósdóttir, 21 árs gamall miðvörður íslenska liðsins, hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykilmaður landsliðsins um árabil en hún fór einnig með til Svíþjóðar á EM 2013 fyrir fjórum árum.Sjá einnig:Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís var gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í viðtalsþættinum 1á1 sem frumsýndur var á föstudaginn á Stöð 2 Sport HD. Í sumar verður styttri útgáfa af þættinum sýnd á mánudögum eftir fréttir sem hluti af Ísland í sumar. Í þættinum ræddi Glódís Perla fjölmiðlaumhverfið í kringum landsliðið og hvernig Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur verið að undirbúa stelpurnar fyrir það áreiti sem búast má í Hollandi.Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður í íslenska landsliðinu.vísir/eyþórMunum fara upp og niður „Mér finnst mjög gott hvað fjölmiðlarnir hérna heima eru að sýna okkur mikinn áhuga því það mun skila sér þegar við förum út. Þar verður áreiti sem við verðum að geta ýtt frá okkur á réttum stundum,“ segir Glódís Perla. „Það er frábært að leikmenn sem eru að koma inn núna verða vanar þessu strax af því að það mun skipta máli á EM að geta stjórnar áreiti og tilfinningum okkar því við munum fara upp og niður og út um allt með tilfinningarnar. Maður verður að geta farið bara inn á herbergi og hætt að pæla í öllu því sem fólk er að segja um mann. Maður verður að geta slakað á og notið þess að vera þarna.“ Íslenska liðið er í mjög erfiðum riðli með Frakklandi, Sviss og Austurríki og verður snúið fyrir stelpurnar okkar að komast í 8 liða úrslitin en það er samt sem áður takmarkið. „Það skiptir engu máli á móti hverjum við erum að spila eða hvað mótherjarnir heita. Ef við erum að spila með hjartað 100 prósent inn á vellinum þá eigum við að geta unnið hvern sem er. Ég veit að við munum mæta tilbúnar í fyrsta leik á móti Frökkum,“ segir Glódís. Tómas Þór verður fréttamaður 365 á EM 2017 og á skráð flug heim 27. júlí, degi eftir að Ísland spilar síðasta leikinn í riðlinum á móti Austurríki. Fluginu er þó að sjálfsögðu hægt að breyta ef stelpurnar komast áfram. „Þú getur breytt því,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Allt innslagið úr Ísland í sumar má sjá hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís Perla Viggósdóttir hefur nóg fyrir sig en vonast til að launin hækki jafnt og þétt í kvennafótboltanum. 16. júní 2017 19:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á EM 2017 18. júlí þegar þær mæta stórliði Frakklands. Þær kvöddu þjóðina í síðustu viku þegar nýtt áhorfendamet var sett á leik Íslands og Brasilíu á Laugardalsvellinum. Glódís Perla Viggósdóttir, 21 árs gamall miðvörður íslenska liðsins, hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykilmaður landsliðsins um árabil en hún fór einnig með til Svíþjóðar á EM 2013 fyrir fjórum árum.Sjá einnig:Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís var gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í viðtalsþættinum 1á1 sem frumsýndur var á föstudaginn á Stöð 2 Sport HD. Í sumar verður styttri útgáfa af þættinum sýnd á mánudögum eftir fréttir sem hluti af Ísland í sumar. Í þættinum ræddi Glódís Perla fjölmiðlaumhverfið í kringum landsliðið og hvernig Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur verið að undirbúa stelpurnar fyrir það áreiti sem búast má í Hollandi.Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður í íslenska landsliðinu.vísir/eyþórMunum fara upp og niður „Mér finnst mjög gott hvað fjölmiðlarnir hérna heima eru að sýna okkur mikinn áhuga því það mun skila sér þegar við förum út. Þar verður áreiti sem við verðum að geta ýtt frá okkur á réttum stundum,“ segir Glódís Perla. „Það er frábært að leikmenn sem eru að koma inn núna verða vanar þessu strax af því að það mun skipta máli á EM að geta stjórnar áreiti og tilfinningum okkar því við munum fara upp og niður og út um allt með tilfinningarnar. Maður verður að geta farið bara inn á herbergi og hætt að pæla í öllu því sem fólk er að segja um mann. Maður verður að geta slakað á og notið þess að vera þarna.“ Íslenska liðið er í mjög erfiðum riðli með Frakklandi, Sviss og Austurríki og verður snúið fyrir stelpurnar okkar að komast í 8 liða úrslitin en það er samt sem áður takmarkið. „Það skiptir engu máli á móti hverjum við erum að spila eða hvað mótherjarnir heita. Ef við erum að spila með hjartað 100 prósent inn á vellinum þá eigum við að geta unnið hvern sem er. Ég veit að við munum mæta tilbúnar í fyrsta leik á móti Frökkum,“ segir Glódís. Tómas Þór verður fréttamaður 365 á EM 2017 og á skráð flug heim 27. júlí, degi eftir að Ísland spilar síðasta leikinn í riðlinum á móti Austurríki. Fluginu er þó að sjálfsögðu hægt að breyta ef stelpurnar komast áfram. „Þú getur breytt því,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Allt innslagið úr Ísland í sumar má sjá hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís Perla Viggósdóttir hefur nóg fyrir sig en vonast til að launin hækki jafnt og þétt í kvennafótboltanum. 16. júní 2017 19:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís Perla Viggósdóttir hefur nóg fyrir sig en vonast til að launin hækki jafnt og þétt í kvennafótboltanum. 16. júní 2017 19:00