Kínverjar reita Donald Trump til reiði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júlí 2017 06:00 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sést hér fagna eldflaugatilraun vikunnar með faðmlagi. Hann er uppspretta óánægju Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem vill að Kínverjar láti af viðskiptum við Kim. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er bálreiður út í kínversk stjórnvöld. Í gær gagnrýndi forsetinn Kínverja harðlega fyrir að beita sér ekki gegn Norður-Kóreumönnum af meiri hörku og sagði að Kínverjar væru að auka viðskipti sín við einræðisríkið. Gagnrýni Trumps kemur í kjölfar eldflaugatilraunar norðurkóreska hersins. Prófaði hann í vikunni eldflaug sem talið er að geti flogið nærri 7.000 kílómetra. Dregur hún því til Alaska í Bandaríkjunum. Kröfðust Bandaríkin, Suður-Kórea, Kína, Rússland og fleiri ríki þess að Norður-Kórea hætti öllum eldflaugatilraunum samstundis en slíkar tilraunir hafa verið tíðar nýverið. Eldflaugaskotið var sérstaklega ætlað til að ögra Bandaríkjamönnum. Var það haft eftir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í ríkisútvarpinu KCNA, að eldflaugaskotið hefði verið gjöf til Bandaríkjanna á þjóðhátíðardegi þeirra sem var á þriðjudag. Í frétt KCNA var varað við líkum á frekari tilraunum og að Kim hefði skipað hernum að senda Bandaríkjamönnum reglulega slíkar gjafir. „Viðskipti Kína og Norður-Kóreu jukust um fjörutíu prósent á fyrsta ársfjórðungi. Kínverjar ætla greinilega ekki að vinna með okkur. Ojæja, við urðum að minnsta kosti að reyna,“ tísti Trump í gær. Hann átti fund með forseta Kína í apríl til að ræða ýmis mál, meðal annars Norður-Kóreu. Sagði Trump í kjölfar fundarins að mikill árangur hefði þar náðst. Tölurnar sem hann vísar til í tísti sínu eru hins vegar frá því fyrir fundinn og hluti þeirra frá því áður en Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. Eflaust munu málefni Norður-Kóreu verða rædd á fundi G20 ríkjanna sem hefst á morgun. Fundinn sækja meðal annars Trump, Xi Jinping, forseti Kína, Shinzo Abe, forseti Japans, Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu og Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Þá fundaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir luktum dyrum í gær, að frumkvæði Bandaríkjamanna.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPTrump áður reiðst KínaTíst gærdagsins markar ekki fyrsta skipti sem Trump hefur reiðst Kínverjum. Í kosningabaráttu sinni hélt Trump því margsinnis fram að Kínverjar væru að ganga af bandarískum framleiðendum og verkamönnum dauðum. „Við getum ekki leyft Kínverjum að nauðga landinu okkar lengur. Það er það sem þeir eru að gera,“ sagði Trump á kosningafundi í Fort Wayne í Indianaríki í maí á síðasta ári. „Við ætlum að snúa þessu við. Við erum með spilin á okkar hendi, ekki gleyma því. Við erum eins og sparibaukur sem Kínverjar ganga í. Við erum með spilin. Við erum mjög valdamikil í samskiptum okkar við Kínverja,“ sagði þáverandi forsetaframbjóðandinn enn fremur. Var það ekki í fyrsta skipti sem Trump líkti kínverska ríkinu við nauðgara. Slíkt hið sama gerði hann árið 2011. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er bálreiður út í kínversk stjórnvöld. Í gær gagnrýndi forsetinn Kínverja harðlega fyrir að beita sér ekki gegn Norður-Kóreumönnum af meiri hörku og sagði að Kínverjar væru að auka viðskipti sín við einræðisríkið. Gagnrýni Trumps kemur í kjölfar eldflaugatilraunar norðurkóreska hersins. Prófaði hann í vikunni eldflaug sem talið er að geti flogið nærri 7.000 kílómetra. Dregur hún því til Alaska í Bandaríkjunum. Kröfðust Bandaríkin, Suður-Kórea, Kína, Rússland og fleiri ríki þess að Norður-Kórea hætti öllum eldflaugatilraunum samstundis en slíkar tilraunir hafa verið tíðar nýverið. Eldflaugaskotið var sérstaklega ætlað til að ögra Bandaríkjamönnum. Var það haft eftir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í ríkisútvarpinu KCNA, að eldflaugaskotið hefði verið gjöf til Bandaríkjanna á þjóðhátíðardegi þeirra sem var á þriðjudag. Í frétt KCNA var varað við líkum á frekari tilraunum og að Kim hefði skipað hernum að senda Bandaríkjamönnum reglulega slíkar gjafir. „Viðskipti Kína og Norður-Kóreu jukust um fjörutíu prósent á fyrsta ársfjórðungi. Kínverjar ætla greinilega ekki að vinna með okkur. Ojæja, við urðum að minnsta kosti að reyna,“ tísti Trump í gær. Hann átti fund með forseta Kína í apríl til að ræða ýmis mál, meðal annars Norður-Kóreu. Sagði Trump í kjölfar fundarins að mikill árangur hefði þar náðst. Tölurnar sem hann vísar til í tísti sínu eru hins vegar frá því fyrir fundinn og hluti þeirra frá því áður en Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. Eflaust munu málefni Norður-Kóreu verða rædd á fundi G20 ríkjanna sem hefst á morgun. Fundinn sækja meðal annars Trump, Xi Jinping, forseti Kína, Shinzo Abe, forseti Japans, Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu og Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Þá fundaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir luktum dyrum í gær, að frumkvæði Bandaríkjamanna.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPTrump áður reiðst KínaTíst gærdagsins markar ekki fyrsta skipti sem Trump hefur reiðst Kínverjum. Í kosningabaráttu sinni hélt Trump því margsinnis fram að Kínverjar væru að ganga af bandarískum framleiðendum og verkamönnum dauðum. „Við getum ekki leyft Kínverjum að nauðga landinu okkar lengur. Það er það sem þeir eru að gera,“ sagði Trump á kosningafundi í Fort Wayne í Indianaríki í maí á síðasta ári. „Við ætlum að snúa þessu við. Við erum með spilin á okkar hendi, ekki gleyma því. Við erum eins og sparibaukur sem Kínverjar ganga í. Við erum með spilin. Við erum mjög valdamikil í samskiptum okkar við Kínverja,“ sagði þáverandi forsetaframbjóðandinn enn fremur. Var það ekki í fyrsta skipti sem Trump líkti kínverska ríkinu við nauðgara. Slíkt hið sama gerði hann árið 2011.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira