Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon skrifar 3. júlí 2017 09:45 Afleysingastúlka í Leikskólanum 101 náði haustið 2013 myndbandsbroti af starfssystur sinni „flengja“ stúlkubarn. Í stað þess að kvarta til yfirmanna á þessum 7 manna vinnustað var myndbandinu komið beint til Kastljóssins og nú gerðust hlutirnir hratt: Þessum 33 barna skóla var umsvifalaust lokað. Barnaverndarnefnd og Lögreglan í Reykjavík tóku yfir málið. Foreldrum var eðlilega brugðið. Ljóst var að umræddir foreldrar yrðu í knappri stöðu því hvergi var laust pláss í leikskólum borgarinnar. Sá sem þetta ritar var í þeim hópi og mátti á næstu vikum gjalda dýru verði þjónustu aðstoðarfólks þar til hægt var að troða okkar barni sem og öðrum fórnarlömbum umræddra aðstæðna inn í leikskóla annarra hverfa, skóla sem þó voru allir þegar yfirfullir. Upphófst nú alllangt tímabil 90 mínútna daglegra bíltúra á háannatíma, til og frá því úthverfi sem okkur bauðst pláss í. Undirritaður óskaði nokkrum mánuðum síðar eftir niðurstöðum rannsókna þessa máls sem svo áþreifanlega hafði komið við dagskrá og pyngju fjölskyldu okkar og annarra. Engin svör bárust. Eigendur og starfsfólk skólans hafði beðið alvarlega hnekki á starfsheiðri sínum og trúverðugleika. Starfsfólkið missti vinnuna og eigendur glötuðu fyrirtæki sínu. Á miðju ári 2015 var undirritaðan farið svo að lengja eftir niðurstöðum að hann bankaði upp á hjá lögreglunni. Þar reyndist fátt um svör, þótt rannsókn málsins væri löngu lokið. Það eina sem fulltrúar lögreglunnar voru reiðubúnir að láta hafa eftir sér: „Of mörg börn á Leikskólanum 101!“ Akkúrat. Hin 18 mánaða rannsókn hafði leitt í ljós að myndbandið fræga innbar ekkert saknæmt eða refsivert. Hins vegar hafði skólanum orðið á í messunni er tveimur börnum var heimiluð vist umfram leyfilegan kvóta. En afrakstur alls þessa hafði jú þýtt að tveimur til þremur börnum hafði nú verið troðið í alla leikskóla höfuðborgarsvæðisins umfram það sem leyfilegt var! Þó vissulega séum við sammála um að láta börnin okkar ávallt njóta vafans, gætum við hugsanlega lært eitthvað af ofangreindu um hvernig EKKI skyldi hrapa að niðurstöðum í málum af þessum toga, en saga þessi rifjaðist einmitt upp að gefnu tilefni nú um helgina. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Afleysingastúlka í Leikskólanum 101 náði haustið 2013 myndbandsbroti af starfssystur sinni „flengja“ stúlkubarn. Í stað þess að kvarta til yfirmanna á þessum 7 manna vinnustað var myndbandinu komið beint til Kastljóssins og nú gerðust hlutirnir hratt: Þessum 33 barna skóla var umsvifalaust lokað. Barnaverndarnefnd og Lögreglan í Reykjavík tóku yfir málið. Foreldrum var eðlilega brugðið. Ljóst var að umræddir foreldrar yrðu í knappri stöðu því hvergi var laust pláss í leikskólum borgarinnar. Sá sem þetta ritar var í þeim hópi og mátti á næstu vikum gjalda dýru verði þjónustu aðstoðarfólks þar til hægt var að troða okkar barni sem og öðrum fórnarlömbum umræddra aðstæðna inn í leikskóla annarra hverfa, skóla sem þó voru allir þegar yfirfullir. Upphófst nú alllangt tímabil 90 mínútna daglegra bíltúra á háannatíma, til og frá því úthverfi sem okkur bauðst pláss í. Undirritaður óskaði nokkrum mánuðum síðar eftir niðurstöðum rannsókna þessa máls sem svo áþreifanlega hafði komið við dagskrá og pyngju fjölskyldu okkar og annarra. Engin svör bárust. Eigendur og starfsfólk skólans hafði beðið alvarlega hnekki á starfsheiðri sínum og trúverðugleika. Starfsfólkið missti vinnuna og eigendur glötuðu fyrirtæki sínu. Á miðju ári 2015 var undirritaðan farið svo að lengja eftir niðurstöðum að hann bankaði upp á hjá lögreglunni. Þar reyndist fátt um svör, þótt rannsókn málsins væri löngu lokið. Það eina sem fulltrúar lögreglunnar voru reiðubúnir að láta hafa eftir sér: „Of mörg börn á Leikskólanum 101!“ Akkúrat. Hin 18 mánaða rannsókn hafði leitt í ljós að myndbandið fræga innbar ekkert saknæmt eða refsivert. Hins vegar hafði skólanum orðið á í messunni er tveimur börnum var heimiluð vist umfram leyfilegan kvóta. En afrakstur alls þessa hafði jú þýtt að tveimur til þremur börnum hafði nú verið troðið í alla leikskóla höfuðborgarsvæðisins umfram það sem leyfilegt var! Þó vissulega séum við sammála um að láta börnin okkar ávallt njóta vafans, gætum við hugsanlega lært eitthvað af ofangreindu um hvernig EKKI skyldi hrapa að niðurstöðum í málum af þessum toga, en saga þessi rifjaðist einmitt upp að gefnu tilefni nú um helgina. Höfundur er tónlistarmaður.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun