Notuðu ekki ryðfrítt stál og því brast neyðarlokan undan skólpinu Benedikt Bóas skrifar 19. júlí 2017 06:30 Búist var við að viðgerð á neyðarlúgu í Faxaskjóli yrði lokið á miðnætti í gær. Neyðarlúgan hefur verið opin með hléum í átján daga. Vísir/Eyþór Orsök á vandræðagangi neyðarloku Veitna við Faxaskjól má rekja til þess að legur í opnunarbúnaði voru ekki úr ryðfríu stáli og voru því hjól, öxlar og legur ónýtar og tærðar í burtu. Skipt var um opnunarbúnaðinn árið 2014. Skipt var um svipaðan búnað í dælustöð sem er við Hörpu og er full ástæða til að taka hana upp í ljósi atburða síðustu mánaða. Mun því óhreinsað skólp leka út um neyðarúthlaup milli Hörpu og Sólfarsins þegar það verður gert. Þetta kemur fram í minnisblaði Ingu Dóru Hrólfsdóttur, framkvæmdastjóra Veitna, til stjórnar Orkuveitunnar sem óskaði eftir svörum við spurningum um orsök og afleiðingar bilunar í dælustöð fráveitu við Faxaskjól. Starfsmenn Veitna höfðu veitt því athygli að mikill sjór barst inn í dælustöðina. Við skoðun kom ryðið í ljós. Smiðjan sem smíðaði lokuna sérsmíðaði öxla og hjól og tók það tvo daga. Strax varð ljóst að lokan var ekki nógu þétt og sjór streymdi enn inn í stöðina. Bráðabirgðabúnaði var komið fyrir þannig að í neyðartilfellum myndi lúgan opnast. Þannig var komið í veg fyrir hættuna á því að skólp flæddi inn til viðskiptavina. Áætla má að tæplega ein milljón rúmmetra af skólpi hafi farið í sjóinn vegna bilunarinnar í Faxaskjóli. Fyrir uppsetningu núverandi kerfis á skólplosun árið 1992 má gera ráð fyrir að um 60 milljónir rúmmetra af skólpi hafi flætt óhreinsaðir í sjó árlega við strendur höfuðborgarsvæðisins. Mörg sveitarfélög í landinu eru ekki með neina skólphreinsun þannig að skólp flæðir óhreinsað í sjó, ár eða vötn allan ársins hring. Ein helsta ástæða fyrir neyðarlosun er að ekki flæði upp í kerfin til notenda, þegar dælustöðvar eru ekki í gangi eða hafa ekki undan því skólpi sem að þeim berst. Saurkólígerlar fjölga sér lítið eða ekki í vatni og líftími þeirra er almennt talinn mjög stuttur. Talið er að 90 prósent gerlanna séu nú þegar dauð. Búist var við að viðgerð á neyðarlúgunni í Faxaskjóli myndi ljúka á seint í gærkvöldi gengi allt eftir. Birtist í Fréttablaðinu Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Verulega dregur úr saurgerlamengun í Nauthólsvík Sýni sem voru tekin í Nauthólsvík í gær sýna að verulega hefur dregið úr saurgerlamengun þar. GIldin eru engu að síður hærri en venjulega. 15. júlí 2017 13:05 Hleypa óhreinsuðu skólpi í sjóinn við Skeljanes og Faxaskjól Á morgun, þriðjudaginn 18. júlí, mun Veitur halda áfram viðgerð á neyðarloku í dælustöðinni við Faxaskjól en dælustöðin hefur verið biluð síðan í júní. 17. júlí 2017 13:41 Stefna á að ljúka viðgerð á neyðarlúgu í Faxaskjóli á miðnætti Neyðarlúgan hefur verið opin með hléum í átján daga og miðað við daginn í dag renna um 15 þúsund rúmmetrar af óhreinsuðu skólpi í sjóinn. 18. júlí 2017 15:01 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Orsök á vandræðagangi neyðarloku Veitna við Faxaskjól má rekja til þess að legur í opnunarbúnaði voru ekki úr ryðfríu stáli og voru því hjól, öxlar og legur ónýtar og tærðar í burtu. Skipt var um opnunarbúnaðinn árið 2014. Skipt var um svipaðan búnað í dælustöð sem er við Hörpu og er full ástæða til að taka hana upp í ljósi atburða síðustu mánaða. Mun því óhreinsað skólp leka út um neyðarúthlaup milli Hörpu og Sólfarsins þegar það verður gert. Þetta kemur fram í minnisblaði Ingu Dóru Hrólfsdóttur, framkvæmdastjóra Veitna, til stjórnar Orkuveitunnar sem óskaði eftir svörum við spurningum um orsök og afleiðingar bilunar í dælustöð fráveitu við Faxaskjól. Starfsmenn Veitna höfðu veitt því athygli að mikill sjór barst inn í dælustöðina. Við skoðun kom ryðið í ljós. Smiðjan sem smíðaði lokuna sérsmíðaði öxla og hjól og tók það tvo daga. Strax varð ljóst að lokan var ekki nógu þétt og sjór streymdi enn inn í stöðina. Bráðabirgðabúnaði var komið fyrir þannig að í neyðartilfellum myndi lúgan opnast. Þannig var komið í veg fyrir hættuna á því að skólp flæddi inn til viðskiptavina. Áætla má að tæplega ein milljón rúmmetra af skólpi hafi farið í sjóinn vegna bilunarinnar í Faxaskjóli. Fyrir uppsetningu núverandi kerfis á skólplosun árið 1992 má gera ráð fyrir að um 60 milljónir rúmmetra af skólpi hafi flætt óhreinsaðir í sjó árlega við strendur höfuðborgarsvæðisins. Mörg sveitarfélög í landinu eru ekki með neina skólphreinsun þannig að skólp flæðir óhreinsað í sjó, ár eða vötn allan ársins hring. Ein helsta ástæða fyrir neyðarlosun er að ekki flæði upp í kerfin til notenda, þegar dælustöðvar eru ekki í gangi eða hafa ekki undan því skólpi sem að þeim berst. Saurkólígerlar fjölga sér lítið eða ekki í vatni og líftími þeirra er almennt talinn mjög stuttur. Talið er að 90 prósent gerlanna séu nú þegar dauð. Búist var við að viðgerð á neyðarlúgunni í Faxaskjóli myndi ljúka á seint í gærkvöldi gengi allt eftir.
Birtist í Fréttablaðinu Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Verulega dregur úr saurgerlamengun í Nauthólsvík Sýni sem voru tekin í Nauthólsvík í gær sýna að verulega hefur dregið úr saurgerlamengun þar. GIldin eru engu að síður hærri en venjulega. 15. júlí 2017 13:05 Hleypa óhreinsuðu skólpi í sjóinn við Skeljanes og Faxaskjól Á morgun, þriðjudaginn 18. júlí, mun Veitur halda áfram viðgerð á neyðarloku í dælustöðinni við Faxaskjól en dælustöðin hefur verið biluð síðan í júní. 17. júlí 2017 13:41 Stefna á að ljúka viðgerð á neyðarlúgu í Faxaskjóli á miðnætti Neyðarlúgan hefur verið opin með hléum í átján daga og miðað við daginn í dag renna um 15 þúsund rúmmetrar af óhreinsuðu skólpi í sjóinn. 18. júlí 2017 15:01 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Verulega dregur úr saurgerlamengun í Nauthólsvík Sýni sem voru tekin í Nauthólsvík í gær sýna að verulega hefur dregið úr saurgerlamengun þar. GIldin eru engu að síður hærri en venjulega. 15. júlí 2017 13:05
Hleypa óhreinsuðu skólpi í sjóinn við Skeljanes og Faxaskjól Á morgun, þriðjudaginn 18. júlí, mun Veitur halda áfram viðgerð á neyðarloku í dælustöðinni við Faxaskjól en dælustöðin hefur verið biluð síðan í júní. 17. júlí 2017 13:41
Stefna á að ljúka viðgerð á neyðarlúgu í Faxaskjóli á miðnætti Neyðarlúgan hefur verið opin með hléum í átján daga og miðað við daginn í dag renna um 15 þúsund rúmmetrar af óhreinsuðu skólpi í sjóinn. 18. júlí 2017 15:01