Íslandsmeistaraefni, foreldrar og Heimir Hallgríms biðu saman eftir töskum Kolbeinn Tumi Daðason í Hollandi skrifar 17. júlí 2017 07:30 Leikmenn Þórs/KA voru í banastuði á Schippol og ætla að nýta tímann í Hollandi vel til æfinga. Vísir/Kolbeinn Tumi Íslendingar eru byrjaðir að streyma til Hollands þar sem okkar konur mæta Frökkum í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í knattspyrnu á þriðjudagskvöld. Undirritaður var í annarri af tveimur flugvélum Icelandair sem flugu utan til Amsterdam snemma morguns í gær. Töskurnar létu bíða eftir sér á Schippol flugvellinum í Amsterdam og gafst þá tækifæri til að líta í kringum sig á þá Íslendinga sem voru með í för. Þar mátti meðal annars sjá leikmenn og þjálfara Þórs/KA, toppliðs Pepsi-deildar kvenna, sem verða í æfingabúðum í Hollandi næstu vikuna. Leikmenn 3. flokks Víkings voru mættar en þær eru sömuleiðis á leiðinni í æfingaferð og ætla um leið að sjá tvo fyrstu leiki Íslands á EM. Foreldrar og fjölskyldur voru hér og þar. Foreldrar landsliðsfyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og miðvarðarins Glódísar Perlu Viggósdóttur voru á svæðinu. Þá voru þjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Arnar Bill Gunnarsson mættir, eldhressir, en þeir aðstoða Freyr Alexandersson á Evrópumótinu. Myndir frá Schippol flugvelli í morgun má sjá hér að neðan. Reiknað er með því að um 3000 Íslendingar verði á hverjum leik landsliðsins á Evrópumótinu og eiga stelpurnar því von á góðum stuðningi. Gunnar og Guðrún, foreldrar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, eru öll vön þegar kemur að EM í fótbolta. Þetta er þriðja stórmótið sem þau fylgja Söru Björk.Vísir/Kolbeinn TumiVíkingsstelpurnar geymdu rauða og svarta búninginn í töskunni og klæddust gulum áberandi boltum með Víkingsmerkinu.Vísir/Kolbeinn TumiArnar Bill Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson eru hluti af þjálfarateymi Íslands í Hollandi.Vísir/Kolbeinn TumiGlódís Perla á sannarlega sterkt bakland sem er mætt til Hollands.Vísir/Kolbeinn Tumi EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Stelpurnar okkar eiga möguleika á Evrópumeistaratitli en ekki mjög mikla Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur metið möguleika landsliðanna sem berjast um sigur á EM í Hollandi. 16. júlí 2017 16:00 Glódís Perla: Sara Björk gaf mér góð ráð Glódís Perla Viggósdóttir ræðir vistaskiptin til stærsta félagsins í Svíþjóð. 16. júlí 2017 19:00 Fanndís: Þessar nýju stelpur eru betri og tilbúnari en ég var Reynsluboltinn fékk mikið lof frá landsliðsþjálfaranum fyrir að hjálpa nýliðunum að fóta sig. 16. júlí 2017 19:15 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Íslendingar eru byrjaðir að streyma til Hollands þar sem okkar konur mæta Frökkum í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í knattspyrnu á þriðjudagskvöld. Undirritaður var í annarri af tveimur flugvélum Icelandair sem flugu utan til Amsterdam snemma morguns í gær. Töskurnar létu bíða eftir sér á Schippol flugvellinum í Amsterdam og gafst þá tækifæri til að líta í kringum sig á þá Íslendinga sem voru með í för. Þar mátti meðal annars sjá leikmenn og þjálfara Þórs/KA, toppliðs Pepsi-deildar kvenna, sem verða í æfingabúðum í Hollandi næstu vikuna. Leikmenn 3. flokks Víkings voru mættar en þær eru sömuleiðis á leiðinni í æfingaferð og ætla um leið að sjá tvo fyrstu leiki Íslands á EM. Foreldrar og fjölskyldur voru hér og þar. Foreldrar landsliðsfyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og miðvarðarins Glódísar Perlu Viggósdóttur voru á svæðinu. Þá voru þjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Arnar Bill Gunnarsson mættir, eldhressir, en þeir aðstoða Freyr Alexandersson á Evrópumótinu. Myndir frá Schippol flugvelli í morgun má sjá hér að neðan. Reiknað er með því að um 3000 Íslendingar verði á hverjum leik landsliðsins á Evrópumótinu og eiga stelpurnar því von á góðum stuðningi. Gunnar og Guðrún, foreldrar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, eru öll vön þegar kemur að EM í fótbolta. Þetta er þriðja stórmótið sem þau fylgja Söru Björk.Vísir/Kolbeinn TumiVíkingsstelpurnar geymdu rauða og svarta búninginn í töskunni og klæddust gulum áberandi boltum með Víkingsmerkinu.Vísir/Kolbeinn TumiArnar Bill Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson eru hluti af þjálfarateymi Íslands í Hollandi.Vísir/Kolbeinn TumiGlódís Perla á sannarlega sterkt bakland sem er mætt til Hollands.Vísir/Kolbeinn Tumi
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Stelpurnar okkar eiga möguleika á Evrópumeistaratitli en ekki mjög mikla Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur metið möguleika landsliðanna sem berjast um sigur á EM í Hollandi. 16. júlí 2017 16:00 Glódís Perla: Sara Björk gaf mér góð ráð Glódís Perla Viggósdóttir ræðir vistaskiptin til stærsta félagsins í Svíþjóð. 16. júlí 2017 19:00 Fanndís: Þessar nýju stelpur eru betri og tilbúnari en ég var Reynsluboltinn fékk mikið lof frá landsliðsþjálfaranum fyrir að hjálpa nýliðunum að fóta sig. 16. júlí 2017 19:15 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Stelpurnar okkar eiga möguleika á Evrópumeistaratitli en ekki mjög mikla Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur metið möguleika landsliðanna sem berjast um sigur á EM í Hollandi. 16. júlí 2017 16:00
Glódís Perla: Sara Björk gaf mér góð ráð Glódís Perla Viggósdóttir ræðir vistaskiptin til stærsta félagsins í Svíþjóð. 16. júlí 2017 19:00
Fanndís: Þessar nýju stelpur eru betri og tilbúnari en ég var Reynsluboltinn fékk mikið lof frá landsliðsþjálfaranum fyrir að hjálpa nýliðunum að fóta sig. 16. júlí 2017 19:15