Dagný: Stælarnir í Portland gerðu mig sterkari Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2017 19:15 Dagný Brynjarsdóttir. vísir/böddi tg Dagný Brynjarsdóttir, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins, hefur verið mikið meidd og hefur aðeins spilað fimmtán mínútur með landsliðinu á árinu. Hún var mætt á æfinguna í Ermelo í dag og segist geta spilað 90 mínútur á móti Frakklandi. „Ef Freyr vill það þá er ég klár. Mér Líður bara ótrúlega vel. Ég er búin að æfa hrikalega vel í tíu vikur þannig ég er góð,“ segir Dagný.Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. Dagný vildi ólm spila síðustu tvo vináttuleiki íslenska liðsins fyrir EM í apríl á móti Írlandi og Brasilíu en félagslið hennar portland Thorns bannaði henni það og kallaði hana heim. Því var erfitt að taka. „Fyrir mig var þetta fyrst og fremst ógeðslega pirrandi. Ég var búin að missa af mörgum verkefnum með landsliðinu á árinu og þetta voru síðustu tveir leikirnir sem ég gat tekið þátt í fyrir EM,“ segir Dagný sem fékk ekki að spila leikina. „Portland bannaði mér að spila en svo kem ég út og fæ heldur ekkert að spila þar sem var eftir landsleikina. Þetta var hrikalega erfitt fyrir mig andlega en á sama tíma styrkti þetta mig líka og gerði mig andlega sterkari. Það var mikið mótlæti á þessum tíma. “ Rangæingurinn lét þetta ekkert á sig fá. Hún er búin að æfa vel og er í ótrúlega góðu standi miðað við að hafa spilað lítið á árinu. „Ég ákvað bara að nýta æfingarnar mínar í staðinn betur og síðan ég gat byrjað að æfa fyrir tíu vikum hef ég bara hugsað um að vera í standi fyrir EM. Það var alveg sama sama þó Portland var með smá stæla við mig. Hausinn á mér var á EM. Þetta gerði mig bara sterkari og undirbjó mig betur fyrir þetta verkefni,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins, hefur verið mikið meidd og hefur aðeins spilað fimmtán mínútur með landsliðinu á árinu. Hún var mætt á æfinguna í Ermelo í dag og segist geta spilað 90 mínútur á móti Frakklandi. „Ef Freyr vill það þá er ég klár. Mér Líður bara ótrúlega vel. Ég er búin að æfa hrikalega vel í tíu vikur þannig ég er góð,“ segir Dagný.Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. Dagný vildi ólm spila síðustu tvo vináttuleiki íslenska liðsins fyrir EM í apríl á móti Írlandi og Brasilíu en félagslið hennar portland Thorns bannaði henni það og kallaði hana heim. Því var erfitt að taka. „Fyrir mig var þetta fyrst og fremst ógeðslega pirrandi. Ég var búin að missa af mörgum verkefnum með landsliðinu á árinu og þetta voru síðustu tveir leikirnir sem ég gat tekið þátt í fyrir EM,“ segir Dagný sem fékk ekki að spila leikina. „Portland bannaði mér að spila en svo kem ég út og fæ heldur ekkert að spila þar sem var eftir landsleikina. Þetta var hrikalega erfitt fyrir mig andlega en á sama tíma styrkti þetta mig líka og gerði mig andlega sterkari. Það var mikið mótlæti á þessum tíma. “ Rangæingurinn lét þetta ekkert á sig fá. Hún er búin að æfa vel og er í ótrúlega góðu standi miðað við að hafa spilað lítið á árinu. „Ég ákvað bara að nýta æfingarnar mínar í staðinn betur og síðan ég gat byrjað að æfa fyrir tíu vikum hef ég bara hugsað um að vera í standi fyrir EM. Það var alveg sama sama þó Portland var með smá stæla við mig. Hausinn á mér var á EM. Þetta gerði mig bara sterkari og undirbjó mig betur fyrir þetta verkefni,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira