Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Elías Orri Njarðarson skrifar 26. júlí 2017 21:58 Guðbjörg stóð í markinu í öllum leikjum Íslands á mótinu visir/getty Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Íslands í 3-0 tapi gegn Austurríki á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Hollandi. Lið Íslands tapaði öllum leikjunum í riðlinum og var þetta því síðasti leikur liðsins á mótinu. Guðbjörg segir niðurstöðuna úr leiknum vera gríðarleg vonbrigði. „Vonbrigði að sjálfsögðu að vinna ekki leikinn, bara gríðaleg vonbrigði,“ sagði Guðbjörg í samtali við Tómas Þór Þórðarson, fréttamann Vísis, eftir leikinn í kvöld. Leikmenn Íslands settu pressu á sig sjálfa fyrir leikinn en þær höfðu gefið það út að þær ætluðu sér að vinna hann. Það var hinsvegar ekki að sjá það á vellinum í dag en það virtist sem að leikmenn Íslands hafi verið stressaðir og ekki liðið vel inni á vellinum í kvöld. „Við förum í alla leiki til þess að vinna. Stolt okkar var í húfi. Ég get ekki útskýrt afhverju það var svona mikið stress, við vorum búnar að tala um að reyna að spila betur. Við erum kannski ekki lengra komnar í uppspilinu en þetta, þá að við þurfum ekki að halda boltanum og létum okkur leiðast í einhverja gildru hjá þeim,“ sagði Guðbjörg. Aðspurð um hvort að henni þyki Ísland eiga langt í land með að komast upp úr riðli á stórmóti segir hún svo ekki vera. „Mér finnst við miklu betri en við sýndum á þessu móti. Það er rosalega erfitt að finna ástæðuna akkúrat núna, við vorum ótrúlega vel undirbúnar. Freysi er sennilega besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft, ég hef komið víða við á löngum ferli og hann gerði virkilega allt til þess að við værum eins vel undirbúnar og mögulegt var og hann átti miklu meira skilið úr þessu móti. Maður fær hálf illt í hjartað að hafa ekki getað gefið honum það sem hann átti skilið,“ sagði Guðbjörg svekkt. Austurríska liðið hefur verið á eftir því íslenska í töluverðan tíma en hafa verið á góðri siglingu undanfarin ár. Þær voru mun betri en íslenska liðið í kvöld en er það áhyggjuefni fyrir íslenska liðið? „Jú, kannski. Það er samt ekki bara Austurríki sem hefur verið á siglingu seinustu ár heldur mörg lið. Ekki samt að það sé nein afsökun en auðvitað er erfiðara að fara inn í leik þegar maður er að ströggla með „andlegan-balance“ eftir síðasta leik, við vorum náttúrulega dottnar út og þær að berjast um að komast áfram. Það er erfiðara að gíra sig upp í þennan leik þótt að mér fannst við virkilega stíga upp og reyna að sýna okkar innri íþróttamann og gera þetta almennilega. Við ætluðum svo sannarlega að sýna betri leik en við gerðum hér í kvöld,“ sagði Guðbjörg að lokum við Tómas. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ísland steinlá fyrir Austurríki í þriðja og síðasta leik sínum á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 21:05 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Íslands í 3-0 tapi gegn Austurríki á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Hollandi. Lið Íslands tapaði öllum leikjunum í riðlinum og var þetta því síðasti leikur liðsins á mótinu. Guðbjörg segir niðurstöðuna úr leiknum vera gríðarleg vonbrigði. „Vonbrigði að sjálfsögðu að vinna ekki leikinn, bara gríðaleg vonbrigði,“ sagði Guðbjörg í samtali við Tómas Þór Þórðarson, fréttamann Vísis, eftir leikinn í kvöld. Leikmenn Íslands settu pressu á sig sjálfa fyrir leikinn en þær höfðu gefið það út að þær ætluðu sér að vinna hann. Það var hinsvegar ekki að sjá það á vellinum í dag en það virtist sem að leikmenn Íslands hafi verið stressaðir og ekki liðið vel inni á vellinum í kvöld. „Við förum í alla leiki til þess að vinna. Stolt okkar var í húfi. Ég get ekki útskýrt afhverju það var svona mikið stress, við vorum búnar að tala um að reyna að spila betur. Við erum kannski ekki lengra komnar í uppspilinu en þetta, þá að við þurfum ekki að halda boltanum og létum okkur leiðast í einhverja gildru hjá þeim,“ sagði Guðbjörg. Aðspurð um hvort að henni þyki Ísland eiga langt í land með að komast upp úr riðli á stórmóti segir hún svo ekki vera. „Mér finnst við miklu betri en við sýndum á þessu móti. Það er rosalega erfitt að finna ástæðuna akkúrat núna, við vorum ótrúlega vel undirbúnar. Freysi er sennilega besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft, ég hef komið víða við á löngum ferli og hann gerði virkilega allt til þess að við værum eins vel undirbúnar og mögulegt var og hann átti miklu meira skilið úr þessu móti. Maður fær hálf illt í hjartað að hafa ekki getað gefið honum það sem hann átti skilið,“ sagði Guðbjörg svekkt. Austurríska liðið hefur verið á eftir því íslenska í töluverðan tíma en hafa verið á góðri siglingu undanfarin ár. Þær voru mun betri en íslenska liðið í kvöld en er það áhyggjuefni fyrir íslenska liðið? „Jú, kannski. Það er samt ekki bara Austurríki sem hefur verið á siglingu seinustu ár heldur mörg lið. Ekki samt að það sé nein afsökun en auðvitað er erfiðara að fara inn í leik þegar maður er að ströggla með „andlegan-balance“ eftir síðasta leik, við vorum náttúrulega dottnar út og þær að berjast um að komast áfram. Það er erfiðara að gíra sig upp í þennan leik þótt að mér fannst við virkilega stíga upp og reyna að sýna okkar innri íþróttamann og gera þetta almennilega. Við ætluðum svo sannarlega að sýna betri leik en við gerðum hér í kvöld,“ sagði Guðbjörg að lokum við Tómas.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ísland steinlá fyrir Austurríki í þriðja og síðasta leik sínum á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 21:05 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00
Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ísland steinlá fyrir Austurríki í þriðja og síðasta leik sínum á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 21:05
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30
Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37