Helmingur starfsmanna orðið fyrir ofbeldi í starfi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. júlí 2017 18:38 Helmingur barnaverndarstarfsmanna í Reykjavík segist hafa orðið fyrir ofbeldi í starfi af hálfu aðstandenda barnanna og dæmi eru um þeir hætti að mæta í vinnuna vegna þessa. Sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni og vill að gripið verði inn í. Samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun hafa fimmtíu prósent starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur orðið fyrir einhvers konar aðkasti; líkamlegu áreiti, kynferðislegu áreiti, áreiti í orðum eða annars konar áreiti, en langflestir hafa orðið fyrir áreiti í orðum. Þá hafa um sextán prósent starfsmanna Reykjavíkurborgar orðið fyrir ofbeldi, en inni í þeirri tölu eru starfsmenn Barnaverndar. Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu, segir málin sjaldnast rata á borð lögreglu. Ástæðan sé meðal annars sú að starfsmennirnir þurfa að tilkynna málin sjálfir, ekki vinnuveitandinn. „Ef fólk verður fyrir hótunum eða einhverri áreitni þá tilkynnir starfsmaður sínum yfirmönnum, en ef það á að leita til lögreglu eða kæra slík mál þá þarf starfsmaðurinn að kæra það sjálfur. Það er heilmikið ferli og ekki víst að allir leggi í það ferðalag, ef svo má segja,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. „Það er talsvert um það að fólki sé hótað og það er jafnvel nefnt að það viti hvar fólk býr, hvar börnin eru í leikskóla og slíkt og það er mjög óþægilegt fyrir starfsmann að starfa undir slíkum ótta við að einhver komi og geri börnunum mein.“ Steinunn tekur það jafnframt fram að álag á barnaverndarstarfsmenn hafi aukist mjög, en á síðasta ári voru tilkynningar til barnaverndar rúmlega níu þúsund talsins „Barnaverndarstofa hefur haft áhyggjur af álagi hjá barnaverndarstarfsfólki um margra ára skeið. Árið 2012 var til dæmis gerð könnun á vegum Barnaverndarstofu í samvinnu við velferðarsvið Reykjavíkur þar sem verið var að skoða álag á starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur, og það kom afar illa út. Það eru miklar áhyggjur af því álagi sem starfsfólk býr við í sínu starfi, hvort það sé vegna þessara hótana eða annars álags er erfitt að segja til um,“ segir hún. Könnunin hafi einnig leitt í ljós að veikindatilkynningum meðal félagsráðgjafa hafi fjölgað, og að sífellt fleiri leiti til VIRK, starfsendurhæfingasjóðs, sem sinnir meðal annars sálfræði- og læknisþjónustu. Jafnvel séu dæmi um að fólk snúi ekki aftur til starfa eftir veikindaleyfi. „Það eru vísbendingar um mikið álag í starfi og kulnun í starfi. Það er full ástæða fyrir sveitarfélögin að hafa þetta í huga og bregðast við með einhverjum hætti. Ef fólk veikist eða hverfur frá starfi, það er mjög dýrt fyrir sveitarfélögin og ekki síður fyrir starfsmanninn sem um ræðir, á formi vanlíðunar og slíks.“ Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Helmingur barnaverndarstarfsmanna í Reykjavík segist hafa orðið fyrir ofbeldi í starfi af hálfu aðstandenda barnanna og dæmi eru um þeir hætti að mæta í vinnuna vegna þessa. Sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni og vill að gripið verði inn í. Samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun hafa fimmtíu prósent starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur orðið fyrir einhvers konar aðkasti; líkamlegu áreiti, kynferðislegu áreiti, áreiti í orðum eða annars konar áreiti, en langflestir hafa orðið fyrir áreiti í orðum. Þá hafa um sextán prósent starfsmanna Reykjavíkurborgar orðið fyrir ofbeldi, en inni í þeirri tölu eru starfsmenn Barnaverndar. Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu, segir málin sjaldnast rata á borð lögreglu. Ástæðan sé meðal annars sú að starfsmennirnir þurfa að tilkynna málin sjálfir, ekki vinnuveitandinn. „Ef fólk verður fyrir hótunum eða einhverri áreitni þá tilkynnir starfsmaður sínum yfirmönnum, en ef það á að leita til lögreglu eða kæra slík mál þá þarf starfsmaðurinn að kæra það sjálfur. Það er heilmikið ferli og ekki víst að allir leggi í það ferðalag, ef svo má segja,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. „Það er talsvert um það að fólki sé hótað og það er jafnvel nefnt að það viti hvar fólk býr, hvar börnin eru í leikskóla og slíkt og það er mjög óþægilegt fyrir starfsmann að starfa undir slíkum ótta við að einhver komi og geri börnunum mein.“ Steinunn tekur það jafnframt fram að álag á barnaverndarstarfsmenn hafi aukist mjög, en á síðasta ári voru tilkynningar til barnaverndar rúmlega níu þúsund talsins „Barnaverndarstofa hefur haft áhyggjur af álagi hjá barnaverndarstarfsfólki um margra ára skeið. Árið 2012 var til dæmis gerð könnun á vegum Barnaverndarstofu í samvinnu við velferðarsvið Reykjavíkur þar sem verið var að skoða álag á starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur, og það kom afar illa út. Það eru miklar áhyggjur af því álagi sem starfsfólk býr við í sínu starfi, hvort það sé vegna þessara hótana eða annars álags er erfitt að segja til um,“ segir hún. Könnunin hafi einnig leitt í ljós að veikindatilkynningum meðal félagsráðgjafa hafi fjölgað, og að sífellt fleiri leiti til VIRK, starfsendurhæfingasjóðs, sem sinnir meðal annars sálfræði- og læknisþjónustu. Jafnvel séu dæmi um að fólk snúi ekki aftur til starfa eftir veikindaleyfi. „Það eru vísbendingar um mikið álag í starfi og kulnun í starfi. Það er full ástæða fyrir sveitarfélögin að hafa þetta í huga og bregðast við með einhverjum hætti. Ef fólk veikist eða hverfur frá starfi, það er mjög dýrt fyrir sveitarfélögin og ekki síður fyrir starfsmanninn sem um ræðir, á formi vanlíðunar og slíks.“
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira