Passalaus Sif kom ráðvilltum íslenskum blaðamanni til bjargar Kolbeinn Tumi Daðason í Doetinchem skrifar 21. júlí 2017 13:44 Freyr, Sif og Glódís hlæja með Elvari Geir sem þakkaði vel fyrir sig. Vísir/Kolbeinn Tumi Skemmtileg uppákoma varð við De Vijverberg leikvanginn í Doetinchem þegar landsliðsmennirnir í knattspyrnu, Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir, mættu í aðdraganda blaðamannafunds sem hefst klukkan 14 að íslenskum tíma. Elvar Geir Magnússon, blaðamaður fótbolti.net, var fyrir utan leikvanginn þegar Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari spurði Elvar Geir hvar passinn hans væri. Freyr og Elvar Geir þekkjast vel úr Breiðholtinu og greinilegt að landsliðsþjálfarinn var að grínast í félaga sínum. Elvar Geir kom af fjöllum enda með EM 2017 passann sinn um hálsinn. Í ljós kom að Sif hafði fundið alþjóðlegt blaðamannaskírteini Elvars Geirs á bílastæðinu við leikvanginn. Var mikið hlegið þegar þetta uppgötvaðist. „Þetta kom svo sem ekki á óvart. Ég er í þannig buxum að þær bjóða upp á að missa eitthvað úr vösunum,“ segir Elvar Geir. Hann hafði ekki áttað sig á því að passinn væri týndur þegar stelpurnar komu honum til hans. Í framhaldinu ætluðu Glódís og Sif að rölta inn á leikvanginn en það gekk þó ekki þrautarlaust fyrir sig. Í ljós kom að Sif sjálf hafði gleymt EM 2017 leikmannapassanum sínum svo öryggisvörður við leikvanginn, sem stóð vaktina í dyrunum, þurfti að ganga úr skugga um að Sif væri landsliðsmaður og að henni mætti hleypa inn. Óskar Örn Guðbrandsson fjölmiðlafulltrúi og Víðir Reynisson öryggisstjóri fullvissuðu öryggisvörðinn um að Sif mætti vera á svæðinu en öryggisvörðurinn tók þó símtal og kannaði málið. Það gekk þrautarlaust fyrir sig og styttist nú í blaðamannafundinn þar sem Freyr, Glódís og Sif sitja fyrir svörum. Hann hefst klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Vísi. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Skemmtileg uppákoma varð við De Vijverberg leikvanginn í Doetinchem þegar landsliðsmennirnir í knattspyrnu, Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir, mættu í aðdraganda blaðamannafunds sem hefst klukkan 14 að íslenskum tíma. Elvar Geir Magnússon, blaðamaður fótbolti.net, var fyrir utan leikvanginn þegar Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari spurði Elvar Geir hvar passinn hans væri. Freyr og Elvar Geir þekkjast vel úr Breiðholtinu og greinilegt að landsliðsþjálfarinn var að grínast í félaga sínum. Elvar Geir kom af fjöllum enda með EM 2017 passann sinn um hálsinn. Í ljós kom að Sif hafði fundið alþjóðlegt blaðamannaskírteini Elvars Geirs á bílastæðinu við leikvanginn. Var mikið hlegið þegar þetta uppgötvaðist. „Þetta kom svo sem ekki á óvart. Ég er í þannig buxum að þær bjóða upp á að missa eitthvað úr vösunum,“ segir Elvar Geir. Hann hafði ekki áttað sig á því að passinn væri týndur þegar stelpurnar komu honum til hans. Í framhaldinu ætluðu Glódís og Sif að rölta inn á leikvanginn en það gekk þó ekki þrautarlaust fyrir sig. Í ljós kom að Sif sjálf hafði gleymt EM 2017 leikmannapassanum sínum svo öryggisvörður við leikvanginn, sem stóð vaktina í dyrunum, þurfti að ganga úr skugga um að Sif væri landsliðsmaður og að henni mætti hleypa inn. Óskar Örn Guðbrandsson fjölmiðlafulltrúi og Víðir Reynisson öryggisstjóri fullvissuðu öryggisvörðinn um að Sif mætti vera á svæðinu en öryggisvörðurinn tók þó símtal og kannaði málið. Það gekk þrautarlaust fyrir sig og styttist nú í blaðamannafundinn þar sem Freyr, Glódís og Sif sitja fyrir svörum. Hann hefst klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Vísi.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira