Íslenskur ömurleiki er öryrkjans veruleiki Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2017 12:16 Það er ekki af öfund sem ég sest niður og set orð á blað, mér er einfaldlega ofboðið. Á sama tíma og kjararáð hrúgar afturvirkum launahækkunum á emættismenn og forstjóra ríkisstofnana og skilanefndir klessa fáránlegum bónusgreiðslum á stjórnendur eignarhaldsfélags LBI, já og sumir fá tugi milljóna bónusa bara fyrir að hafa mætt í vinnu, lepur hinn almenni örorkulífeyrisþegi dauðann úr skel. Hvar er sómatilfinning þeirra sem þiggja endalausar viðbætur á laun sín sem voru þó feykihá fyrir og þeirra sem útdeila þeim? Ég gef lítið fyrir ábyrgðastöðu þessa fólks, við vitum í dag að umtöluð ábyrgð er lítil eða engin þegar á hólminn er komið. Það er með ólíkindum hvað kjararáð er taktlaust, eða er þetta í raun stjórnlaust sjálftaka í skjóli þeirra sem peningavöldin hafa? Við erum smáþjóð 340.000 manns, er okkur algjörlega fyrirmunað að sýna sanngirni, að samfélagi okkar sé ekki stýrt þannig að þeir ríku verða ríkari og þeir fátækari verði fátækari. Ég var þeirrar skoðunar einu sinni að við ættum besta heilbrigðiskerfi í heimi, ég var veruleikafirrt, og mötuð á fagurgala stjórnvalda, því heilbrigðiskerfi okkar er gloppótt og glufurnar stórar. Þegar fólk virkilega lendir í heilsufarsáföllum sem snúa lífi þess algjörlega á hvolf, þá er tryggingin lítil. Örorkustimpillinn er dýru verði keyptur, því líf á örorkubótum sem stjórnvöld skammta fólki eru svo smánarlega lág að ekki hægt að lifa af þeim. Að hafa húsaskjól er ekki sjálfgefið í dag og því miður hafa margar fjölskyldur og einstaklingar í okkar samfélagi ekki þak yfir höfuðið og biðlistar öryrkja eftir húsnæði lengjast stöðugt. Kannski að tími sé til komin að sett verði á laggirnar kjararáð sem úrskurði um og ákveði launakjör þeirra sem minnst hafa í þessu samfélagi, öryrkja og ellilífeyrisþega, ég get ekki séð að stjórnvöldum sé treystandi til þeirra ákvarðana. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar lsh. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki af öfund sem ég sest niður og set orð á blað, mér er einfaldlega ofboðið. Á sama tíma og kjararáð hrúgar afturvirkum launahækkunum á emættismenn og forstjóra ríkisstofnana og skilanefndir klessa fáránlegum bónusgreiðslum á stjórnendur eignarhaldsfélags LBI, já og sumir fá tugi milljóna bónusa bara fyrir að hafa mætt í vinnu, lepur hinn almenni örorkulífeyrisþegi dauðann úr skel. Hvar er sómatilfinning þeirra sem þiggja endalausar viðbætur á laun sín sem voru þó feykihá fyrir og þeirra sem útdeila þeim? Ég gef lítið fyrir ábyrgðastöðu þessa fólks, við vitum í dag að umtöluð ábyrgð er lítil eða engin þegar á hólminn er komið. Það er með ólíkindum hvað kjararáð er taktlaust, eða er þetta í raun stjórnlaust sjálftaka í skjóli þeirra sem peningavöldin hafa? Við erum smáþjóð 340.000 manns, er okkur algjörlega fyrirmunað að sýna sanngirni, að samfélagi okkar sé ekki stýrt þannig að þeir ríku verða ríkari og þeir fátækari verði fátækari. Ég var þeirrar skoðunar einu sinni að við ættum besta heilbrigðiskerfi í heimi, ég var veruleikafirrt, og mötuð á fagurgala stjórnvalda, því heilbrigðiskerfi okkar er gloppótt og glufurnar stórar. Þegar fólk virkilega lendir í heilsufarsáföllum sem snúa lífi þess algjörlega á hvolf, þá er tryggingin lítil. Örorkustimpillinn er dýru verði keyptur, því líf á örorkubótum sem stjórnvöld skammta fólki eru svo smánarlega lág að ekki hægt að lifa af þeim. Að hafa húsaskjól er ekki sjálfgefið í dag og því miður hafa margar fjölskyldur og einstaklingar í okkar samfélagi ekki þak yfir höfuðið og biðlistar öryrkja eftir húsnæði lengjast stöðugt. Kannski að tími sé til komin að sett verði á laggirnar kjararáð sem úrskurði um og ákveði launakjör þeirra sem minnst hafa í þessu samfélagi, öryrkja og ellilífeyrisþega, ég get ekki séð að stjórnvöldum sé treystandi til þeirra ákvarðana. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar lsh.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun