Costco gert að merkja efnavöru eftir kvartanir frá keppinautum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. júlí 2017 06:00 Costco opnaði verslun sína í Garðabæ 23. maí síðastliðinn. vísir/eyþór Varúðarmerkingum á efnavörum, svo sem þvotta- og hreinsiefnum, hefur í mörgum tilfellum verið ábótavant í verslun bandarísku keðjunnar Costco í Garðabæ. Umhverfisstofnun hefur krafið verslunina um úrbætur. Ef verslunin verður ekki við kröfum stofnunarinnar gæti hún átt yfir höfði sér dagsektir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sendu nokkrir keppinautar Costco, fyrst og fremst innlendir heildsalar, kvörtun til Umhverfisstofnunar þar sem bent var á að varúðarmerkingum á ýmsum vörum sem verslunin selur, til dæmis uppþvottaefnum og hreinsivörum, væri verulega ábótavant. Lýstu þeir sem kvörtuðu gremju sinni yfir því að Costco hefði í margar vikur komist upp með að merkja ekki allar umbúðir efnavara sinna, líkt og skylt er lögum samkvæmt. Gunnlaug Helga Einarsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfesti í samtali við blaðið í gær að stofnunin hefði brugðist við ábendingum sem henni bárust og sent starfsmenn í eftirlitsferð í Costco. Hefðu þeir í kjölfarið krafið verslunina um ákveðnar úrbætur, þar á meðal að hún bætti varúðarmerkingar sínar á efnavörum. Forvarsmenn verslunarinnar fengu fjögurra vikna frest til þess að grípa til úrbóta og er sá frestur ekki enn liðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er víða pottur brotinn í merkingum efnavara. Á það ekki aðeins við um Costco, heldur er úrbóta þörf víðar. „Við reynum ávallt að bregðast við ábendingum sem við fáum, fara á staðinn og ganga úr skugga um hvort þær standist. Við gerum í kjölfarið eftirlitsskýrslu þar sem fram kemur hvort ábendingarnar eigi við rök að styðjast eða ekki. Og ef merkingum er ábótavant er gerð krafa um úrbætur og ákveðinn frestur gefinn. Fyrirtækin fá þá frest til þess að koma sínum málum í lag,“ segir Gunnlaug. Samkvæmt efnalögum er Umhverfisstofnun heimilt að veita þeim sem brýtur gegn ákvæðum laganna áminningu. Ef fyrirmælum Umhverfisstofnunar er ekki sinnt innan tiltekins frests getur hún jafnframt lagt dagsektir á viðkomandi fyrirtæki þar til úr er bætt, en sektirnar geta numið allt að 500 þúsund krónum fyrir hvern dag. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Varúðarmerkingum á efnavörum, svo sem þvotta- og hreinsiefnum, hefur í mörgum tilfellum verið ábótavant í verslun bandarísku keðjunnar Costco í Garðabæ. Umhverfisstofnun hefur krafið verslunina um úrbætur. Ef verslunin verður ekki við kröfum stofnunarinnar gæti hún átt yfir höfði sér dagsektir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sendu nokkrir keppinautar Costco, fyrst og fremst innlendir heildsalar, kvörtun til Umhverfisstofnunar þar sem bent var á að varúðarmerkingum á ýmsum vörum sem verslunin selur, til dæmis uppþvottaefnum og hreinsivörum, væri verulega ábótavant. Lýstu þeir sem kvörtuðu gremju sinni yfir því að Costco hefði í margar vikur komist upp með að merkja ekki allar umbúðir efnavara sinna, líkt og skylt er lögum samkvæmt. Gunnlaug Helga Einarsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfesti í samtali við blaðið í gær að stofnunin hefði brugðist við ábendingum sem henni bárust og sent starfsmenn í eftirlitsferð í Costco. Hefðu þeir í kjölfarið krafið verslunina um ákveðnar úrbætur, þar á meðal að hún bætti varúðarmerkingar sínar á efnavörum. Forvarsmenn verslunarinnar fengu fjögurra vikna frest til þess að grípa til úrbóta og er sá frestur ekki enn liðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er víða pottur brotinn í merkingum efnavara. Á það ekki aðeins við um Costco, heldur er úrbóta þörf víðar. „Við reynum ávallt að bregðast við ábendingum sem við fáum, fara á staðinn og ganga úr skugga um hvort þær standist. Við gerum í kjölfarið eftirlitsskýrslu þar sem fram kemur hvort ábendingarnar eigi við rök að styðjast eða ekki. Og ef merkingum er ábótavant er gerð krafa um úrbætur og ákveðinn frestur gefinn. Fyrirtækin fá þá frest til þess að koma sínum málum í lag,“ segir Gunnlaug. Samkvæmt efnalögum er Umhverfisstofnun heimilt að veita þeim sem brýtur gegn ákvæðum laganna áminningu. Ef fyrirmælum Umhverfisstofnunar er ekki sinnt innan tiltekins frests getur hún jafnframt lagt dagsektir á viðkomandi fyrirtæki þar til úr er bætt, en sektirnar geta numið allt að 500 þúsund krónum fyrir hvern dag.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira