Dagar „kjaftæðisins“ í Hvíta húsinu sagðir liðnir Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2017 21:19 John Kelly, nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins, virðist ætla að koma heraga á ríkisstjórn sem hefur einkennst af glundroða. Vísir/AFP Eftir nær látlaust umrót og uppstokkun í starfsliðinu undanfarna daga og vikur segja heimildamenn CNN innan Hvíta hússins að dagar þess að „kjaftæði sé umborið“ séu liðnir. Donald Trump forseti lét Anthony Scaramucci, nýráðinn samskiptastjóra Hvíta hússins, taka poka sinn í dag. Scaramucci hafði aðeins tekið við starfinu fyrir tíu dögum og hefur engin samskiptastjóri gegnt starfinu skemur.Sjá einnig:Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf „Dagar þess að kjaftæði sé umborið í þessu Hvíta húsi eru taldir,“ hefur CNN-fréttastöðin eftir ónafngreindum heimildamanni sem stendur Hvíta húsinu nærri.Orðbragðið ekki sæmandi manni í stöðu ScaramucciBrottrekstur Scaramucci var sagður að undirlagi John Kelly, nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem tók við starfinu í dag. Honum var sagt ofboðið yfir fúkyrðaflaumi Scaramucci um samstarfsmenn sína í Hvíta húsinu í viðtali við New Yorker í síðustu viku. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld sagði Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi þess, að Trump hafi talið orðbragðið sem Scaramucci hafði um þá Stephen Bannon, aðalráðgjafa forsetans, og Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjórans, ekki viðeigandi fyrir mann í hans stöðu.Anthony Scaramucci hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið.Vísir/AFPCNN hefur einnig eftir tveimur heimildamönnum að Trump hafi orðið Scaramucci afhuga vegna allrar fjölmiðlaathyglinnar sem hann fékk þegar hann tók við starfi samskiptastjóra. Í fyrstu hafi forsetinn stutt Scaramucci eftir reiðilestur hans við New Yorker en í kjölfarið hafi honum mislíkað að samskiptastjórinn væri orðinn aðalfréttin frekar en hann sjálfur.Hneyksli, brottrekstur og skilnaðurHuckabee Sanders sagði ennfremur á blaðamannafundinum að Scaramucci hefði ekkert hlutverk í ríkisstjórn Trump lengur. Ítrekaði hún að Kelly hefði nú fullt vald yfir málum í Hvíta húsinu. Þegar hún var spurð hvort að Ivanka Trump, dóttir forsetans, eiginmaður hennar Jared Kushner, og Stephen Bannon, aðalráðgjafi, myndu heyra undir Kelly endurtók hún að allir í Hvíta húsinu væru nú undir Kelly. Óhætt er að segja að Scaramucci hafi átt erfiða viku. Auk þess að hafa verið fordæmdur við klúryrt viðtalið við New Yorker og að hafa misst vinnuna í kjölfarið óskaði eiginkona hans eftir skilnaði í síðustu viku. Hún var gengin níu mánuði á leið og ól Scaramucci annað barn þeirra á mánudag. Scaramucci var ekki viðstaddur fæðinguna og var staddur með Trump í forsetaflugvélinni á meðan, að sögn The Guardian.Í myndbandi Politico hér fyrir neðan má heyra hvernig sjónvarpsfréttamenn í Bandaríkjunum brugðust við tíðindunum um skyndilegt brotthvarf Scaramucci eftir aðeins rúma viku í starfi."I don't even know what to say": Here's how cable news reacted to Anthony Scaramucci's exit https://t.co/lDCSkjM0ac pic.twitter.com/TXpBBnZpXr— POLITICO (@politico) July 31, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Eftir nær látlaust umrót og uppstokkun í starfsliðinu undanfarna daga og vikur segja heimildamenn CNN innan Hvíta hússins að dagar þess að „kjaftæði sé umborið“ séu liðnir. Donald Trump forseti lét Anthony Scaramucci, nýráðinn samskiptastjóra Hvíta hússins, taka poka sinn í dag. Scaramucci hafði aðeins tekið við starfinu fyrir tíu dögum og hefur engin samskiptastjóri gegnt starfinu skemur.Sjá einnig:Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf „Dagar þess að kjaftæði sé umborið í þessu Hvíta húsi eru taldir,“ hefur CNN-fréttastöðin eftir ónafngreindum heimildamanni sem stendur Hvíta húsinu nærri.Orðbragðið ekki sæmandi manni í stöðu ScaramucciBrottrekstur Scaramucci var sagður að undirlagi John Kelly, nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem tók við starfinu í dag. Honum var sagt ofboðið yfir fúkyrðaflaumi Scaramucci um samstarfsmenn sína í Hvíta húsinu í viðtali við New Yorker í síðustu viku. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld sagði Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi þess, að Trump hafi talið orðbragðið sem Scaramucci hafði um þá Stephen Bannon, aðalráðgjafa forsetans, og Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjórans, ekki viðeigandi fyrir mann í hans stöðu.Anthony Scaramucci hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið.Vísir/AFPCNN hefur einnig eftir tveimur heimildamönnum að Trump hafi orðið Scaramucci afhuga vegna allrar fjölmiðlaathyglinnar sem hann fékk þegar hann tók við starfi samskiptastjóra. Í fyrstu hafi forsetinn stutt Scaramucci eftir reiðilestur hans við New Yorker en í kjölfarið hafi honum mislíkað að samskiptastjórinn væri orðinn aðalfréttin frekar en hann sjálfur.Hneyksli, brottrekstur og skilnaðurHuckabee Sanders sagði ennfremur á blaðamannafundinum að Scaramucci hefði ekkert hlutverk í ríkisstjórn Trump lengur. Ítrekaði hún að Kelly hefði nú fullt vald yfir málum í Hvíta húsinu. Þegar hún var spurð hvort að Ivanka Trump, dóttir forsetans, eiginmaður hennar Jared Kushner, og Stephen Bannon, aðalráðgjafi, myndu heyra undir Kelly endurtók hún að allir í Hvíta húsinu væru nú undir Kelly. Óhætt er að segja að Scaramucci hafi átt erfiða viku. Auk þess að hafa verið fordæmdur við klúryrt viðtalið við New Yorker og að hafa misst vinnuna í kjölfarið óskaði eiginkona hans eftir skilnaði í síðustu viku. Hún var gengin níu mánuði á leið og ól Scaramucci annað barn þeirra á mánudag. Scaramucci var ekki viðstaddur fæðinguna og var staddur með Trump í forsetaflugvélinni á meðan, að sögn The Guardian.Í myndbandi Politico hér fyrir neðan má heyra hvernig sjónvarpsfréttamenn í Bandaríkjunum brugðust við tíðindunum um skyndilegt brotthvarf Scaramucci eftir aðeins rúma viku í starfi."I don't even know what to say": Here's how cable news reacted to Anthony Scaramucci's exit https://t.co/lDCSkjM0ac pic.twitter.com/TXpBBnZpXr— POLITICO (@politico) July 31, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53
Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14
Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07
Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07
Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent