Kennir þinginu um slæmt og hættulegt samband við Rússland Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2017 14:01 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir samband ríkisins við Rússa aldrei hafa verið jafn slæmt og það sé hættulegt. Þá kenndi hann þinginu um ástandið, en hann skrifaði í gær undir frumvarp um hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Samkvæmt frumvarpinu getur Trump ekki aflétt þvingunum gegn Rússlandi án aðkomu þingsins. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna Bandaríkjanna kusu með frumvarpinu og neyddist Trump í raun til þess að skrifa undir það. Þingið var með það stóran meirihluta að þeir gætu samþykkt frumvarpið án undirskriftar forsetans. Frumvarpið sem varð að lögum leggur einnig frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu og Íran. Hertar aðgerðir gegn Rússlandi eru vegna tilrauna yfirvalda þar til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra og aðgerðir Rússlands í Úkraínu. Þar á meðal innlimun Krímskaga fyrir þremur árum. „Samband okkar við Rússland hefur náð nýjum og mjög hættulegum lægðum. Þið getið þakkað þinginu, sama fólkinu og getur ekki einu sinni fært okkur heilbrigðisþjónustu!“ skrifaði forsetinn á Twitter.Þegar Trump skrifaði undir frumvarpið í gær sagði hann það vera mein gallað og að mögulega bryti það gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Refsiaðgerðirnar sem frumvarpið segja til um snúa að orkugeira og vopnasölu Rússlands. Yfirvöld í Rússlandi hafa brugðist illa við og Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir aðgerðirnar jafnast á við allsherjar viðskiptastríð. Þá sendi Medvedev Trump tóninn á Twitter og sagði þingið hafa spilað með hann.The US President's signing of the package of new sanctions against Russia will have a few consequences: https://t.co/UizYaTbSR6— Dmitry Medvedev (@MedvedevRussiaE) August 2, 2017 The US President's signing of the package of new Russia sanctions ends hopes for improving our relations https://t.co/UizYaTbSR6— Dmitry Medvedev (@MedvedevRussiaE) August 2, 2017 The Trump administration has shown its total weakness by handing over executive power to Congress in the most humiliating way— Dmitry Medvedev (@MedvedevRussiaE) August 2, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump skrifar undir „gallaðar“ refsiaðgerðir gegn Rússum Bandaríkjamenn hafa hert refsiaðgerðir sínar gegn Rússum. Donald Trump forseti skrifaði undir lög þess efnis í dag en gagnrýndi Bandaríkjaþing fyrir að binda hendur sínar. 2. ágúst 2017 17:51 Skátarnir kannast ekki við að hafa hrósað Trump Forsetinn sagði yfirmann skátahreyfingarinnar hafa hringt í sig og sagt að umdeild ræða hans hefði verið "sú besta sem hefði verið haldin fyrir þá“. 2. ágúst 2017 10:52 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Segir refsiaðgerðirnar jafngildi „viðskiptastríðs“ Aðgerðunum er meðal annars ætlað að refsa Rússum fyrir aðkomu sína að forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 3. ágúst 2017 07:34 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir samband ríkisins við Rússa aldrei hafa verið jafn slæmt og það sé hættulegt. Þá kenndi hann þinginu um ástandið, en hann skrifaði í gær undir frumvarp um hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Samkvæmt frumvarpinu getur Trump ekki aflétt þvingunum gegn Rússlandi án aðkomu þingsins. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna Bandaríkjanna kusu með frumvarpinu og neyddist Trump í raun til þess að skrifa undir það. Þingið var með það stóran meirihluta að þeir gætu samþykkt frumvarpið án undirskriftar forsetans. Frumvarpið sem varð að lögum leggur einnig frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu og Íran. Hertar aðgerðir gegn Rússlandi eru vegna tilrauna yfirvalda þar til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra og aðgerðir Rússlands í Úkraínu. Þar á meðal innlimun Krímskaga fyrir þremur árum. „Samband okkar við Rússland hefur náð nýjum og mjög hættulegum lægðum. Þið getið þakkað þinginu, sama fólkinu og getur ekki einu sinni fært okkur heilbrigðisþjónustu!“ skrifaði forsetinn á Twitter.Þegar Trump skrifaði undir frumvarpið í gær sagði hann það vera mein gallað og að mögulega bryti það gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Refsiaðgerðirnar sem frumvarpið segja til um snúa að orkugeira og vopnasölu Rússlands. Yfirvöld í Rússlandi hafa brugðist illa við og Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir aðgerðirnar jafnast á við allsherjar viðskiptastríð. Þá sendi Medvedev Trump tóninn á Twitter og sagði þingið hafa spilað með hann.The US President's signing of the package of new sanctions against Russia will have a few consequences: https://t.co/UizYaTbSR6— Dmitry Medvedev (@MedvedevRussiaE) August 2, 2017 The US President's signing of the package of new Russia sanctions ends hopes for improving our relations https://t.co/UizYaTbSR6— Dmitry Medvedev (@MedvedevRussiaE) August 2, 2017 The Trump administration has shown its total weakness by handing over executive power to Congress in the most humiliating way— Dmitry Medvedev (@MedvedevRussiaE) August 2, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump skrifar undir „gallaðar“ refsiaðgerðir gegn Rússum Bandaríkjamenn hafa hert refsiaðgerðir sínar gegn Rússum. Donald Trump forseti skrifaði undir lög þess efnis í dag en gagnrýndi Bandaríkjaþing fyrir að binda hendur sínar. 2. ágúst 2017 17:51 Skátarnir kannast ekki við að hafa hrósað Trump Forsetinn sagði yfirmann skátahreyfingarinnar hafa hringt í sig og sagt að umdeild ræða hans hefði verið "sú besta sem hefði verið haldin fyrir þá“. 2. ágúst 2017 10:52 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Segir refsiaðgerðirnar jafngildi „viðskiptastríðs“ Aðgerðunum er meðal annars ætlað að refsa Rússum fyrir aðkomu sína að forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 3. ágúst 2017 07:34 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Sjá meira
Trump skrifar undir „gallaðar“ refsiaðgerðir gegn Rússum Bandaríkjamenn hafa hert refsiaðgerðir sínar gegn Rússum. Donald Trump forseti skrifaði undir lög þess efnis í dag en gagnrýndi Bandaríkjaþing fyrir að binda hendur sínar. 2. ágúst 2017 17:51
Skátarnir kannast ekki við að hafa hrósað Trump Forsetinn sagði yfirmann skátahreyfingarinnar hafa hringt í sig og sagt að umdeild ræða hans hefði verið "sú besta sem hefði verið haldin fyrir þá“. 2. ágúst 2017 10:52
Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38
Segir refsiaðgerðirnar jafngildi „viðskiptastríðs“ Aðgerðunum er meðal annars ætlað að refsa Rússum fyrir aðkomu sína að forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 3. ágúst 2017 07:34