Deildu um Frelsisstyttuna í Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2017 10:47 Stephen MIller, ráðgjafi Donald Trump. Vísir/GETTY Frelsisstytta Bandaríkjanna varð að deiluefni í Hvíta húsinu í gær, eftir að Donald Trump, forseti, kynnti nýtt frumvarp sem gerbreyta á innflytjendalögum ríkisins og byggja þau á hæfnismati innflytjenda. Fækka á löglegum innflytjendum verulega og koma upp stigakerfi sem byggir á innflytjendakerfum Ástralíu og Kanada. Kerfið mun byggja á stigum, þar sem þeir sem vilja flytja til Bandaríkjanna fá stig fyrir enskukunnáttu, menntunarstig og starfskunnáttu, svo eitthvað sé nefnt. Blaðamaðurinn Jim Acosta spurði Stephen Miller, ráðgjafa Trump, út í áletrun á Frelsisstyttunni þar sem innflytjendur og aðrir eru boðnir velkomnir. Sagði hann að þar væri talað um fátækt og þrett fólk, en hvergi væri minnst á ensku. Miller sagði áletruninni hafa verið bætt við styttuna eftir að hún var byggð. Þeir deildu þó meira og Acosta spurði hvort að eingöngu ætti að hleypa inn fólki frá Bretlandi og Ástralíu. Við það móðgaðist Miller verulega fyrir hönd innflytjenda frá öðrum löndum, sem tala þrátt fyrir það ensku. Sjá má samskipti þeirra hér að neðan. Þegar Trump kynnti frumvarpið í gær sagði hann að Bandaríkin hefðu um áratugaskeið rekið innflytjendastefnu sem miðaði við að bjóða ómenntuðu láglaunafólki ríkisborgararétt. Staðreyndin er hins vegar sú að innflytjendur í Bandaríkjunum eru líklegri til þess að vera með betri menntun en Bandaríkjamenn.AP fréttaveitan bendir á rannsókn Pew rannsóknarmiðstöðvarinnar frá árinu 2015. Þar kom fram að af innflytjendum síðustu fimm ára voru 41 prósent þeirra með háskólapróf. Um 30 prósent heimamanna eru með slíka menntun. Um 18 prósent innflytjenda höfðu lokið framhaldsnámi, sem einnig er mun hærra hlutfall en meðal innfæddra Bandaríkjamanna. Donald Trump Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Frelsisstytta Bandaríkjanna varð að deiluefni í Hvíta húsinu í gær, eftir að Donald Trump, forseti, kynnti nýtt frumvarp sem gerbreyta á innflytjendalögum ríkisins og byggja þau á hæfnismati innflytjenda. Fækka á löglegum innflytjendum verulega og koma upp stigakerfi sem byggir á innflytjendakerfum Ástralíu og Kanada. Kerfið mun byggja á stigum, þar sem þeir sem vilja flytja til Bandaríkjanna fá stig fyrir enskukunnáttu, menntunarstig og starfskunnáttu, svo eitthvað sé nefnt. Blaðamaðurinn Jim Acosta spurði Stephen Miller, ráðgjafa Trump, út í áletrun á Frelsisstyttunni þar sem innflytjendur og aðrir eru boðnir velkomnir. Sagði hann að þar væri talað um fátækt og þrett fólk, en hvergi væri minnst á ensku. Miller sagði áletruninni hafa verið bætt við styttuna eftir að hún var byggð. Þeir deildu þó meira og Acosta spurði hvort að eingöngu ætti að hleypa inn fólki frá Bretlandi og Ástralíu. Við það móðgaðist Miller verulega fyrir hönd innflytjenda frá öðrum löndum, sem tala þrátt fyrir það ensku. Sjá má samskipti þeirra hér að neðan. Þegar Trump kynnti frumvarpið í gær sagði hann að Bandaríkin hefðu um áratugaskeið rekið innflytjendastefnu sem miðaði við að bjóða ómenntuðu láglaunafólki ríkisborgararétt. Staðreyndin er hins vegar sú að innflytjendur í Bandaríkjunum eru líklegri til þess að vera með betri menntun en Bandaríkjamenn.AP fréttaveitan bendir á rannsókn Pew rannsóknarmiðstöðvarinnar frá árinu 2015. Þar kom fram að af innflytjendum síðustu fimm ára voru 41 prósent þeirra með háskólapróf. Um 30 prósent heimamanna eru með slíka menntun. Um 18 prósent innflytjenda höfðu lokið framhaldsnámi, sem einnig er mun hærra hlutfall en meðal innfæddra Bandaríkjamanna.
Donald Trump Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira