Sara syngur um „Tiny Dancer“ og talar um crossfit ferilinn sinn | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2017 13:32 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram síða Söru/sarasigmunds Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður heldur betur í sviðsljósinu næstu daga þegar heimsleikarnir í Crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki. Keppnin hefst á morgun og stendur næstu fjóra daga. Sara er ein af stærstu stjörnum crossfit heimsins og ein af sigurstranglegustu keppendunum í ár. Eftir að hafa endað í þriðja sæti undanfarin tvö ár er suðurnesjastelpan staðráðinn að verða sú hraustasta í heimi í ár. Allt er þegar þrennt er segja sumir og okkar kona trúir á það. Íslenska crossfit-stjarnan virðist líka vera í góðum gír og létt í lundu ef marka má færslu inn twitter-síðu The CrossFit Games en þar sést Sara syngja með lagi Elton John um Tiny Dancer en þetta lag samdi Elton John árið 1971.Follow or unfollow @SaraSigmundsdot after this?https://t.co/3XHy8EBAHGpic.twitter.com/bY4JUNPiiL — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 2, 2017 Athyglin hefur sannarlega verið mikil á Söru í aðdraganda heimsleikana í ár enda ein stærsta crossfit-stjarna heimsins í dag. Julie Foucher er crossfit-stjarna sem er með hlaðvarpsþátt á netinu sem helgaður Crossfit. Foucher fékk Söru í heimsókn til sín á dögunum þar sem Sara fór yfir crossfit ferilinn sinn. Sara segir meðal annars frá því að hún er yngst af fimm systkinum og hvernig hún uppgötvaði Crossfit sautján ára gömul. Hún talar einnig um hvaða áhrif crossfit-stjörnur eins og Anníe Mist Þórisdóttir höfðu á hana og þá fer Sara líka yfir það hvernig dæmigerður dagur er hjá henni. Sara nefnir líka þau þrjú atriði sem hafa jákvæðustu áhrifin á hennar heilsu og hvað hún álítur að sé heilsusamlegt líf. Það má hlusta á brot af þættinum hér fyrir neðan en nálgast hann allan með því að smella hér.Just a few days until the @CrossFitGames! Don't miss Ep 64 of #PursuingHealth live today with @SaraSigmundsdothttps://t.co/ZrscLwKwrFpic.twitter.com/48ZsLhjlaB — Julie Foucher (@Julie_Foucher) July 25, 2017 CrossFit Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður heldur betur í sviðsljósinu næstu daga þegar heimsleikarnir í Crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki. Keppnin hefst á morgun og stendur næstu fjóra daga. Sara er ein af stærstu stjörnum crossfit heimsins og ein af sigurstranglegustu keppendunum í ár. Eftir að hafa endað í þriðja sæti undanfarin tvö ár er suðurnesjastelpan staðráðinn að verða sú hraustasta í heimi í ár. Allt er þegar þrennt er segja sumir og okkar kona trúir á það. Íslenska crossfit-stjarnan virðist líka vera í góðum gír og létt í lundu ef marka má færslu inn twitter-síðu The CrossFit Games en þar sést Sara syngja með lagi Elton John um Tiny Dancer en þetta lag samdi Elton John árið 1971.Follow or unfollow @SaraSigmundsdot after this?https://t.co/3XHy8EBAHGpic.twitter.com/bY4JUNPiiL — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 2, 2017 Athyglin hefur sannarlega verið mikil á Söru í aðdraganda heimsleikana í ár enda ein stærsta crossfit-stjarna heimsins í dag. Julie Foucher er crossfit-stjarna sem er með hlaðvarpsþátt á netinu sem helgaður Crossfit. Foucher fékk Söru í heimsókn til sín á dögunum þar sem Sara fór yfir crossfit ferilinn sinn. Sara segir meðal annars frá því að hún er yngst af fimm systkinum og hvernig hún uppgötvaði Crossfit sautján ára gömul. Hún talar einnig um hvaða áhrif crossfit-stjörnur eins og Anníe Mist Þórisdóttir höfðu á hana og þá fer Sara líka yfir það hvernig dæmigerður dagur er hjá henni. Sara nefnir líka þau þrjú atriði sem hafa jákvæðustu áhrifin á hennar heilsu og hvað hún álítur að sé heilsusamlegt líf. Það má hlusta á brot af þættinum hér fyrir neðan en nálgast hann allan með því að smella hér.Just a few days until the @CrossFitGames! Don't miss Ep 64 of #PursuingHealth live today with @SaraSigmundsdothttps://t.co/ZrscLwKwrFpic.twitter.com/48ZsLhjlaB — Julie Foucher (@Julie_Foucher) July 25, 2017
CrossFit Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira