Lífeyrissjóðir höfnuðu 11 milljarða tilboði Blackstone í hlut í Bláa lóninu Hörður Ægisson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Tekjur Bláa lónsins voru yfir 10 milljarðar í fyrra. Vísir/GVA Ekkert verður af sölu á 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu en fulltrúar íslenskra lífeyrissjóða, sem eiga 33,4 prósent í HS Orku í gegnum samlagshlutafélagið Jarðvarma, ákváðu í lok síðustu viku að beita neitunarvaldi sínu og höfnuðu rúmlega 11 milljarða króna tilboði í hlutinn. HS Orka setti hlut sinn í Bláa lóninu í söluferli um miðjan maí og var það sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sá sem stýrir sjóðnum sem áformaði að kaupa hlutinn í Bláa lóninu er Chad Pike, einn af yfirmönnum Blackstone í Evrópu, en fyrirtæki í hans eigu rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótunum í Skagafirði. Miðað við verðtilboð Blackstone er Bláa lónið metið á um 37 milljarða en til samanburðar er núverandi markaðsvirði Icelandair Group tæplega 70 milljarðar. Auk Jarðvarma er HS Orka í eigu Magma Energy, dótturfélags kanadíska orkufyrirtækisins Alterra, en það á 66,6 prósenta hlut. Mikillar óánægju gætir hjá stjórnendum Alterra með ákvörðun lífeyrissjóðanna um að hafna tilboði Blackstone, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tilboð bandaríska fjárfestingarsjóðsins hafi enda verið nokkuð yfir væntingum stjórnar HS Orku þegar ákveðið var setja hlut félagsins í Bláa lóninu í söluferli. Stjórnarformaður HS Orku er Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður Alterra. Þrátt fyrir að vera með minnihluta í HS Orku er kveðið á um það í hluthafasamkomulagi HS Orku að allar meiriháttar ákvarðanir fyrirtækisins, eins og um sölu á hlutnum í Bláa lóninu, þurfi samþykki stjórnar Jarðvarma. Stærstu hluthafar Jarðvarma, hvor um sig með tæplega 20 prósenta eignarhlut, eru Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi lífeyrissjóður. Ráðgjafi lífeyrissjóðanna í ferlinu var verðbréfafyrirtækið Arctica Finance.Hagnaður Bláa lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var um 3.500 milljónir króna í fyrra og þá námu tekjur fyrirtækisins yfir tíu milljörðum. Fréttin birtist í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjóða um tíu milljarða í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu Erlendir framtakssjóðir ásælast 30 prósenta hlut HS Orku. Fyrirliggjandi tilboð gefa til kynna að um 10 milljarðar muni fást fyrir hlutinn í Bláa lóninu. Sala gæti klárast innan fárra vikna. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga þriðjunghlut í HS Orku. 12. júlí 2017 07:00 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Tekjur Bláa lónsins jukust um 43 prósent og fóru yfir tíu milljarða EBITDA-hagnaður Bláa lónsins var 28 milljónir evra í fyrra og hefur næstum þrefaldast á aðeins fimm árum. Tekjurnar fóru yfir tíu milljarða og fjöldi gesta í lónið var rúmlega 1.100 þúsund. 31. maí 2017 07:30 Mest lesið Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Ekkert verður af sölu á 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu en fulltrúar íslenskra lífeyrissjóða, sem eiga 33,4 prósent í HS Orku í gegnum samlagshlutafélagið Jarðvarma, ákváðu í lok síðustu viku að beita neitunarvaldi sínu og höfnuðu rúmlega 11 milljarða króna tilboði í hlutinn. HS Orka setti hlut sinn í Bláa lóninu í söluferli um miðjan maí og var það sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sá sem stýrir sjóðnum sem áformaði að kaupa hlutinn í Bláa lóninu er Chad Pike, einn af yfirmönnum Blackstone í Evrópu, en fyrirtæki í hans eigu rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótunum í Skagafirði. Miðað við verðtilboð Blackstone er Bláa lónið metið á um 37 milljarða en til samanburðar er núverandi markaðsvirði Icelandair Group tæplega 70 milljarðar. Auk Jarðvarma er HS Orka í eigu Magma Energy, dótturfélags kanadíska orkufyrirtækisins Alterra, en það á 66,6 prósenta hlut. Mikillar óánægju gætir hjá stjórnendum Alterra með ákvörðun lífeyrissjóðanna um að hafna tilboði Blackstone, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tilboð bandaríska fjárfestingarsjóðsins hafi enda verið nokkuð yfir væntingum stjórnar HS Orku þegar ákveðið var setja hlut félagsins í Bláa lóninu í söluferli. Stjórnarformaður HS Orku er Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður Alterra. Þrátt fyrir að vera með minnihluta í HS Orku er kveðið á um það í hluthafasamkomulagi HS Orku að allar meiriháttar ákvarðanir fyrirtækisins, eins og um sölu á hlutnum í Bláa lóninu, þurfi samþykki stjórnar Jarðvarma. Stærstu hluthafar Jarðvarma, hvor um sig með tæplega 20 prósenta eignarhlut, eru Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi lífeyrissjóður. Ráðgjafi lífeyrissjóðanna í ferlinu var verðbréfafyrirtækið Arctica Finance.Hagnaður Bláa lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var um 3.500 milljónir króna í fyrra og þá námu tekjur fyrirtækisins yfir tíu milljörðum. Fréttin birtist í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjóða um tíu milljarða í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu Erlendir framtakssjóðir ásælast 30 prósenta hlut HS Orku. Fyrirliggjandi tilboð gefa til kynna að um 10 milljarðar muni fást fyrir hlutinn í Bláa lóninu. Sala gæti klárast innan fárra vikna. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga þriðjunghlut í HS Orku. 12. júlí 2017 07:00 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Tekjur Bláa lónsins jukust um 43 prósent og fóru yfir tíu milljarða EBITDA-hagnaður Bláa lónsins var 28 milljónir evra í fyrra og hefur næstum þrefaldast á aðeins fimm árum. Tekjurnar fóru yfir tíu milljarða og fjöldi gesta í lónið var rúmlega 1.100 þúsund. 31. maí 2017 07:30 Mest lesið Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Bjóða um tíu milljarða í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu Erlendir framtakssjóðir ásælast 30 prósenta hlut HS Orku. Fyrirliggjandi tilboð gefa til kynna að um 10 milljarðar muni fást fyrir hlutinn í Bláa lóninu. Sala gæti klárast innan fárra vikna. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga þriðjunghlut í HS Orku. 12. júlí 2017 07:00
Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00
Tekjur Bláa lónsins jukust um 43 prósent og fóru yfir tíu milljarða EBITDA-hagnaður Bláa lónsins var 28 milljónir evra í fyrra og hefur næstum þrefaldast á aðeins fimm árum. Tekjurnar fóru yfir tíu milljarða og fjöldi gesta í lónið var rúmlega 1.100 þúsund. 31. maí 2017 07:30