Mér þykir fúlt að þessi staða sé komin upp Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2017 07:00 Jón Guðmundsson að dæma leik. Vísir/Anton „Ég er hvorki tilbúinn til að hætta að dæma né þjálfa þannig að þetta er frekar erfið staða,“ segir Jón Guðmundsson körfuboltadómari, sem einnig er yngriflokkaþjálfari hjá Keflavík. Eftir að hafa þjálfað í 33 ár og dæmt í 15 er komið að því að hann verður að velja á milli. Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hefur gefið það út að dómarar megi ekki lengur þjálfa samhliða dómgæslunni.Ekki setja dómara í erfiða stöðu „Þessi ákvörðun er almenns eðlis og snýr að því að dómarar séu ekki settir í þá stöðu að þurfa að dæma leiki með félaga sínum sem þeir hafa dæmt hjá, stundum kvöldið áður eða seinna auk þess sem slíkt kann að þykja ósanngjarnt gagnvart þriðja aðila,“ segir meðal annars í yfirlýsingu KKÍ um málið. Þar segir einnig að þessi regla hafi verið við lýði undanfarin ár en undanþágur hafi verið veittar. Nú hafi aftur á móti verið ákveðið að fylgja reglunni eftir til hins ítrasta. „Í samtölum við fulltrúa FIBA kom skýrt fram að önnur sjónarmið, hver sem þau kunni að vera, vegi ekki þyngra en þau að allur vafi um hlutleysi eða vanhæfi geti aldrei verið vefengd,“ segir líka í yfirlýsingu KKÍ.Jón Guðmundsson að störfum með þeim Halldóri Geir Jenssyni og Eggerti Þór Aðalsteinssyni.Vísir/ErnirEr í algjörri óvissu Jón getur legið undir feldi í um hálfan mánuð áður en hann tekur ákvörðun um hvað hann ætlar sér að gera næsta vetur; dæma eða þjálfa. „Það er ekkert leyndarmál að mér þykir það vera fúlt að þessi staða sé komin upp. Ég fer fram og til baka með ákvörðunina og núna er ég í algjörri óvissu. Þetta hefur gengið upp hjá mér í öll þessi ár því Keflvíkingar hafa verið mjög sveigjanlegir þegar kemur að dómgæslunni hjá mér,“ segir Jón en það hefur augljóslega verið mikið að gera hjá honum á síðustu árum með öll þessi verkefni. „Ég er ekki í þessu til þess að verða ríkur. Það er alveg klárt. Mér finnst ógeðslega gaman að dæma og þess vegna er ég ekki tilbúinn til að hætta. Maður fær ekki bara drull á vellinum. Maður fær alveg hrós líka þótt ótrúlegt megi virðast,“ segir Jón og hlær dátt. Á öllum þessum árum segist Jón aldrei hafa lent í nokkrum vandræðum vegna þess að hann sinnir báðum störfum. Það hafi gengið vel að aðgreina hlutverkin gagnvart öðrum. „Ég hef dæmt hjá mönnum sem hafa síðan dæmt hjá mér. Ég er þjálfari þegar svo ber undir og hef fengið tæknivillur og verið kastað út úr húsi, sællar minningar. Ég fæ enga sérmeðferð frekar en aðrir fá sérmeðferð hjá mér,“ segir Jón en hann hefur líka skilning á afstöðu KKÍ. „KKÍ telur að þetta sé allra meina bót og ég ætla ekkert að segja að þetta sé eitthvað rangt hjá þeim. Það er bara fúlt að vera í þessari stöðu. Að þurfa að velja. Ég verð að virða það sem þeir ákveða og ég geri það.“Hannes Jónsson.Vísir/EyþórÁkvörðunin stendur Keflvíkingar hafa reynt að fá þessu breytt en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að það muni engu breyta. Ákvörðunin standi. „Hún stendur og mun standa. Við erum ekki að fara að breyta henni. Við skiljum vel að það séu skiptar skoðanir á málinu. Það má ræða það málefnalega. Sú umræða á að fara fram á réttum stöðum en ekki á samfélagsmiðlum,“ segir Hannes Sigurbjörn Jónsson. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Sjá meira
„Ég er hvorki tilbúinn til að hætta að dæma né þjálfa þannig að þetta er frekar erfið staða,“ segir Jón Guðmundsson körfuboltadómari, sem einnig er yngriflokkaþjálfari hjá Keflavík. Eftir að hafa þjálfað í 33 ár og dæmt í 15 er komið að því að hann verður að velja á milli. Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hefur gefið það út að dómarar megi ekki lengur þjálfa samhliða dómgæslunni.Ekki setja dómara í erfiða stöðu „Þessi ákvörðun er almenns eðlis og snýr að því að dómarar séu ekki settir í þá stöðu að þurfa að dæma leiki með félaga sínum sem þeir hafa dæmt hjá, stundum kvöldið áður eða seinna auk þess sem slíkt kann að þykja ósanngjarnt gagnvart þriðja aðila,“ segir meðal annars í yfirlýsingu KKÍ um málið. Þar segir einnig að þessi regla hafi verið við lýði undanfarin ár en undanþágur hafi verið veittar. Nú hafi aftur á móti verið ákveðið að fylgja reglunni eftir til hins ítrasta. „Í samtölum við fulltrúa FIBA kom skýrt fram að önnur sjónarmið, hver sem þau kunni að vera, vegi ekki þyngra en þau að allur vafi um hlutleysi eða vanhæfi geti aldrei verið vefengd,“ segir líka í yfirlýsingu KKÍ.Jón Guðmundsson að störfum með þeim Halldóri Geir Jenssyni og Eggerti Þór Aðalsteinssyni.Vísir/ErnirEr í algjörri óvissu Jón getur legið undir feldi í um hálfan mánuð áður en hann tekur ákvörðun um hvað hann ætlar sér að gera næsta vetur; dæma eða þjálfa. „Það er ekkert leyndarmál að mér þykir það vera fúlt að þessi staða sé komin upp. Ég fer fram og til baka með ákvörðunina og núna er ég í algjörri óvissu. Þetta hefur gengið upp hjá mér í öll þessi ár því Keflvíkingar hafa verið mjög sveigjanlegir þegar kemur að dómgæslunni hjá mér,“ segir Jón en það hefur augljóslega verið mikið að gera hjá honum á síðustu árum með öll þessi verkefni. „Ég er ekki í þessu til þess að verða ríkur. Það er alveg klárt. Mér finnst ógeðslega gaman að dæma og þess vegna er ég ekki tilbúinn til að hætta. Maður fær ekki bara drull á vellinum. Maður fær alveg hrós líka þótt ótrúlegt megi virðast,“ segir Jón og hlær dátt. Á öllum þessum árum segist Jón aldrei hafa lent í nokkrum vandræðum vegna þess að hann sinnir báðum störfum. Það hafi gengið vel að aðgreina hlutverkin gagnvart öðrum. „Ég hef dæmt hjá mönnum sem hafa síðan dæmt hjá mér. Ég er þjálfari þegar svo ber undir og hef fengið tæknivillur og verið kastað út úr húsi, sællar minningar. Ég fæ enga sérmeðferð frekar en aðrir fá sérmeðferð hjá mér,“ segir Jón en hann hefur líka skilning á afstöðu KKÍ. „KKÍ telur að þetta sé allra meina bót og ég ætla ekkert að segja að þetta sé eitthvað rangt hjá þeim. Það er bara fúlt að vera í þessari stöðu. Að þurfa að velja. Ég verð að virða það sem þeir ákveða og ég geri það.“Hannes Jónsson.Vísir/EyþórÁkvörðunin stendur Keflvíkingar hafa reynt að fá þessu breytt en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að það muni engu breyta. Ákvörðunin standi. „Hún stendur og mun standa. Við erum ekki að fara að breyta henni. Við skiljum vel að það séu skiptar skoðanir á málinu. Það má ræða það málefnalega. Sú umræða á að fara fram á réttum stöðum en ekki á samfélagsmiðlum,“ segir Hannes Sigurbjörn Jónsson.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Sjá meira