Rafbílarnir ein verstu kaup bílaleigunnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Floti Bílaleigu Akureyrar/Hölds telur 4600 bíla. vísir/gva Að kaupa rafbíla er ein versta fjárfesting sem Bílaleiga Akureyrar/Höldur hefur gert í bílakaupum. „Nýtingin er ekki góð. Bíllinn kemur inn kannski á hádegi og þá þýðir það að við getum ekki leigt hann út fyrr en morguninn eftir þar sem við þurfum að hlaða hann. Þetta er enn þá of dýrt,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri bílaleigunnar.Steingrímur BirgissonBjört Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði í byrjun mánaðarins að stefnt yrði að því að rafbílavæða allt landið fyrir árið 2030. Á síðasta ári voru nýskráðir 18.442 bílar hér á landi. Af þeim voru 8.846, eða 45 prósent, bílaleigubílar. Þeir forsvarsmenn bílaleiga sem Fréttablaðið ræddi við voru sammála um að rafbílavæðingin væri spennandi og þróunin væri hröð. Hins vegar væri langt í land að bílaleigurnar gætu keypt slíka bíla í stórum stíl. Steingrímur Birgisson segir að Bílaleiga Akureyrar/Höldur hafi keypt fyrsta rafbílinn árið 2008 og það hafi þá verið gert í tilraunaverkefni með Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnun og fleiri aðilum. Bílaleigan á í dag um 20 rafbíla af 4.600 bíla flota. Önnur stór bílaleiga, Hertz bílaleigan, á fimm rafbíla. „Þetta gerist og það er bara gott. En þetta mun taka tíma,“ segir Steingrímur. Steingrímur nefnir sem dæmi að það þurfi að vera til rafmagn á Keflavíkurflugvelli til að hlaða bílaleigubíla. „Það þurfa að vera til hleðslustöðvar út um allt landið,“ bætir Steingrímur við. Í dag séu til rafbílar sem fullyrt er að geti farið 300 kílómetra á hleðslu. „En þeir fara aldrei nema 220 og ferðamaðurinn er oft að keyra 300 til 400 kílómetra. Þannig að hann þarf einhvers staðar að komast í hleðslu og best er að hann geri það á einhverjum næturstað, á hóteli eða gistiheimili,“ segir Steingrímur. Steingrímur segir að það sé mikið mál að koma upp þeim innviðum sem þarf og ekki sé hægt að kalla eftir því að það gerist á einni nóttu. En uppbyggingin verði hægt og rólega. „Það er allt í lagi að við Íslendingar verðum framarlega í flokki en ég held að það séu engin efni til þess að við séum fremstir í flokki. Ég held að það sé margt annað í þjóðfélaginu sem liggur meira á að laga.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Að kaupa rafbíla er ein versta fjárfesting sem Bílaleiga Akureyrar/Höldur hefur gert í bílakaupum. „Nýtingin er ekki góð. Bíllinn kemur inn kannski á hádegi og þá þýðir það að við getum ekki leigt hann út fyrr en morguninn eftir þar sem við þurfum að hlaða hann. Þetta er enn þá of dýrt,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri bílaleigunnar.Steingrímur BirgissonBjört Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði í byrjun mánaðarins að stefnt yrði að því að rafbílavæða allt landið fyrir árið 2030. Á síðasta ári voru nýskráðir 18.442 bílar hér á landi. Af þeim voru 8.846, eða 45 prósent, bílaleigubílar. Þeir forsvarsmenn bílaleiga sem Fréttablaðið ræddi við voru sammála um að rafbílavæðingin væri spennandi og þróunin væri hröð. Hins vegar væri langt í land að bílaleigurnar gætu keypt slíka bíla í stórum stíl. Steingrímur Birgisson segir að Bílaleiga Akureyrar/Höldur hafi keypt fyrsta rafbílinn árið 2008 og það hafi þá verið gert í tilraunaverkefni með Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnun og fleiri aðilum. Bílaleigan á í dag um 20 rafbíla af 4.600 bíla flota. Önnur stór bílaleiga, Hertz bílaleigan, á fimm rafbíla. „Þetta gerist og það er bara gott. En þetta mun taka tíma,“ segir Steingrímur. Steingrímur nefnir sem dæmi að það þurfi að vera til rafmagn á Keflavíkurflugvelli til að hlaða bílaleigubíla. „Það þurfa að vera til hleðslustöðvar út um allt landið,“ bætir Steingrímur við. Í dag séu til rafbílar sem fullyrt er að geti farið 300 kílómetra á hleðslu. „En þeir fara aldrei nema 220 og ferðamaðurinn er oft að keyra 300 til 400 kílómetra. Þannig að hann þarf einhvers staðar að komast í hleðslu og best er að hann geri það á einhverjum næturstað, á hóteli eða gistiheimili,“ segir Steingrímur. Steingrímur segir að það sé mikið mál að koma upp þeim innviðum sem þarf og ekki sé hægt að kalla eftir því að það gerist á einni nóttu. En uppbyggingin verði hægt og rólega. „Það er allt í lagi að við Íslendingar verðum framarlega í flokki en ég held að það séu engin efni til þess að við séum fremstir í flokki. Ég held að það sé margt annað í þjóðfélaginu sem liggur meira á að laga.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira