Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2017 07:00 James Alex Fields yngri. Vísir/Getty/EPA Maðurinn sem grunaður er um að hafa ekið bíl inn í hóp gagn-mótmælenda í Charlottesville í Bandaríkjunum um helgina „dáði“ Hitler á sínum yngri árum. Þetta segir fyrrverandi kennari James Alex Fields yngri sem segir einnig að maðurinn hafi greinst með geðklofa þegar hann var yngri. Starfsmenn skólans höfðu áhyggjur af rasisma Fields sem hafði mikinn áhuga á hernaðarsögu, Hitler og Þýskalandi nasismans. „Ef þú talaðir við James um stund, kom samúð hans með nasismanum í ljós, sem og aðdáun hans á Hitler og trú hans á yfirráð hinna hvítu,“ sagði félagsfræðikennari Fields, Derek Weimer, við AP fréttaveituna. „Þetta var óhugnanlegt.“ Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. Samkoman bar nafnið „Endurheimtum Bandaríkin“. Ein kona lét lífið og minnst 19 slösuðust.Skömmu áður hafði hinn tuttugu ára gamli Fields verið ljósmyndaður með meðlimum Vanguard America, samtaka sem komu að skipulagningu samkomunnar, og hélt hann á skildi með merki þeirra og var klæddur eins og meðlimir samtakanna. Samtökin neita þó því að Fields sé meðlimur og segja hann hafa verið á eigin vegum. Weimer segir stjórnendur skóla Fields hafa vitað af aðdáun hans á nasisma og reynt hafi verið að taka á því. Hann yfirgaf skólann þó um stund og þegar hann sneri aftur segir Weimer að hann hafi ekki talað jafn mikið um stjórnmál. Þar til kosningabaráttan fyrir forsetakosningar hófst. Fields var mikill aðdáandi Trump vegna þeirra skoðana sem hann taldi að Trump hefði varðandi kynþætti. Hann var mjög hlynntur því að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þá vildi Fields ganga til liðs við herinn í Bandaríkjunum og Wiemer, sem er fyrrverandi hermaður, segist hafa hjálpað honum með umsóknina í herinn. Honum var þó hafnað þar sem hann stóðst ekki líkamleg próf hersins. Hernaðaryfirvöld hafa staðfest þessa frásögn kennarans. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa ekið bíl inn í hóp gagn-mótmælenda í Charlottesville í Bandaríkjunum um helgina „dáði“ Hitler á sínum yngri árum. Þetta segir fyrrverandi kennari James Alex Fields yngri sem segir einnig að maðurinn hafi greinst með geðklofa þegar hann var yngri. Starfsmenn skólans höfðu áhyggjur af rasisma Fields sem hafði mikinn áhuga á hernaðarsögu, Hitler og Þýskalandi nasismans. „Ef þú talaðir við James um stund, kom samúð hans með nasismanum í ljós, sem og aðdáun hans á Hitler og trú hans á yfirráð hinna hvítu,“ sagði félagsfræðikennari Fields, Derek Weimer, við AP fréttaveituna. „Þetta var óhugnanlegt.“ Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. Samkoman bar nafnið „Endurheimtum Bandaríkin“. Ein kona lét lífið og minnst 19 slösuðust.Skömmu áður hafði hinn tuttugu ára gamli Fields verið ljósmyndaður með meðlimum Vanguard America, samtaka sem komu að skipulagningu samkomunnar, og hélt hann á skildi með merki þeirra og var klæddur eins og meðlimir samtakanna. Samtökin neita þó því að Fields sé meðlimur og segja hann hafa verið á eigin vegum. Weimer segir stjórnendur skóla Fields hafa vitað af aðdáun hans á nasisma og reynt hafi verið að taka á því. Hann yfirgaf skólann þó um stund og þegar hann sneri aftur segir Weimer að hann hafi ekki talað jafn mikið um stjórnmál. Þar til kosningabaráttan fyrir forsetakosningar hófst. Fields var mikill aðdáandi Trump vegna þeirra skoðana sem hann taldi að Trump hefði varðandi kynþætti. Hann var mjög hlynntur því að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þá vildi Fields ganga til liðs við herinn í Bandaríkjunum og Wiemer, sem er fyrrverandi hermaður, segist hafa hjálpað honum með umsóknina í herinn. Honum var þó hafnað þar sem hann stóðst ekki líkamleg próf hersins. Hernaðaryfirvöld hafa staðfest þessa frásögn kennarans.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58
Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43
Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00