Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2017 07:58 Hvítir þjóðernissinnar og mótmælendur þeirra slógust á götum úti í Charlottesville í gær. Neyðarástandi var lýst yfir. Vísir/AFP Tvítugur karlmaður sem er grunaður um að hafa valdið dauða konu þegar hann ók í gegnum hóp andstæðinga hvítra þjóðernisöfgamanna í Charlottesville í gær er nú í haldi lögreglu. Ríkisstjóri Virginíuríki skipar hvítum þjóðernissinnum og nýnasistum að hafa sig á brott. Þrír eru látnir eftir að til harðra átaka kom á milli hvítra þjóðernissinna og mótmælenda þeirra í bænum Charlottesville í Virginíu í gær. Rúmlega þrítug kona lést þegar maðurinn sem er nú í haldi ók bíl sínum á mótmælendur í göngugötu. Þá fórust tveir ríkislögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðum í bænum í þyrluslysi. Nítján manns til viðbótar eru sagðir særðir eftir að maðurinn, sem hefur verið nafngreindur sem James Alex Fields yngri, ók niður götuna á miklum hraða og bakkaði svo aftur yfir fleira fólk. Washington Post hefur eftir vitnum að gatan hafi verið full af andstæðingum hvítu þjóðernissinnanna.James FIelds er ákærður fyrir manndráp, líkamstjón og fleiri brot. Hann er grunaður um að hafa ekið niður fólk sem mótmælti öfgamönnunum.Vísir/AFPFields hefur verið ákærður fyrir manndráp og fleiri brot. Aríkislögreglan FBI segist nú rannsaka málið sem brot á borgararéttindum. Slíkar rannsóknir FBI beinast meðal annars að hatursglæpum. Stærsti viðburður hvítra þjóðernissinna í áratugi Hundruð hvítra þjóðernissinna, þar á meðal nýnasistar og meðlimir Ku Klux Klan, höfðu komið saman í Charlottesville til að taka þátt í stærsta viðburði þeirra í áratugi. Fjöldi þeirra gekk með kyndla í anda Ku Klux Klan til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði fjarlægð í Háskólanum í Virginíu á föstudagskvöld. Fjöldi fólks kom hins vegar einnig til Charlottesville til þess að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum. Strax í gærmorgun slóst í brýnu á milli andstæðra fylkinga. Fólk slóst á götum úti, lausamunum var kastað og ertandi efnum var sprautað.Sumir öfgamannanna báru fánu nasista og Suðuríkjanna úr Þrælastríðinu.Vísir/AFPHvítir þjóðernissinnar og nasistar ekki velkomnir Terry McAuliffe, ríkisstjóri Virginíu, lýsti yfir neyðarástandi vegna óeirðanna í gær. Á fréttamannafundi í gærkvöldi senda hann þau skilaboð til „allra hvítra þjóðernissinna og nasista sem komu til Charlottesville í dag: Farið heim. Þið eru ekki velkomnir í þessu mikla ríki.“ „Þið komuð hingað til að særa fólk og þið særðuð fólk. Mín skilaboð eru skýr: við erum sterkari en þið,“ sagði McAuliffe jafnframt. „Hatur kom til bæjarins okkar í dag á hátt sem við óttuðumst en við höfðum aldrei raunverulega leyft okkur að ímynda okkur að myndi gera,“ sagði Maurice Jones, framkvæmdastjóri Charlottesville í gær.Hundruð hvítra þjóðernissinna og mótmælenda þeirra söfnuðust saman í Charlottesville. Fljótlega sauð upp úr á milli þeirra.Vísir/AFPTrump vildi ekki fordæma öfgamenninaÞrátt fyrir að átökin hafi brotist út snemma dags í gær heyrðist ekkert frá Donald Trump forseta fyrr en kl. 13 eftir hádegi. Þá tísti hann um að hann fordæmdi hatur og ofbeldi. Á blaðamannafundi síðar um daginn nefndi Trump hvíta þjóðernissinna aldrei á nafn og og fordæmdi aðeins hatur, fordóma og ofbeldi „úr mörgum áttum“. Forsetinn svaraði ekki þegar hann var spurður hvort hann kærði sig um stuðning hvítra þjóðernissinna. Margir þeirra eru sagðar hafa klæðst derhúfum með slagorði Trump „Gerum Bandaríkin frábær aftur“.Öfgamennirnir báru sumir hverjir rauðar derhúfur með þekktasta slagorði Donalds Trump Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPKalli það illa sínu rétta nafniTrump hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að fordæma ekki hvíta þjóðernissinna og skoðanir þeirra, þar á meðal frá þingmönnum eigin flokks. Öfgamennirnir eru sagðir hafa fagnað því að forsetinn hafi ekki talað gegn þeim. Fjöldi þingmanna Repúblikanaflokksins fordæmi hvíta þjóðernissinna í yfirlýsingum í gær. Cory Gardner, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Koloradó, setti ofan í við Trump á Twitter. „Herra forseti, við verðum að kalla það illa sínu raunverulega nafni. Þetta voru hvítir þjóðernissinnar og þetta voru innlend hryðjuverk,“ tísti þingmaðurinn.Mr. President - we must call evil by its name. These were white supremacists and this was domestic terrorism. https://t.co/PaPNiPPAoW— Cory Gardner (@SenCoryGardner) August 12, 2017 Víða hefur verið rifjað upp að Donald Trump neitaði að fordæma David Duke, fyrrverandi leiðtoga Ku Klux Klan, einna alræmdustu samtaka kynþáttahatara í sögu Bandaríkjanna, sem hafði þá lýst stuðningi við hann í kosningabaráttunni. Þóttist Trump ekki vita hver Duke var þegar gengið var á hann með stuðning hreyfingar hvítra þjóðernisöfgamanna við framboð hans.Verulega sá á bílnum sem var ekið á miklum hraða í gegnum hóp friðsamra mótmælenda.Vísir/AFP Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Tvítugur karlmaður sem er grunaður um að hafa valdið dauða konu þegar hann ók í gegnum hóp andstæðinga hvítra þjóðernisöfgamanna í Charlottesville í gær er nú í haldi lögreglu. Ríkisstjóri Virginíuríki skipar hvítum þjóðernissinnum og nýnasistum að hafa sig á brott. Þrír eru látnir eftir að til harðra átaka kom á milli hvítra þjóðernissinna og mótmælenda þeirra í bænum Charlottesville í Virginíu í gær. Rúmlega þrítug kona lést þegar maðurinn sem er nú í haldi ók bíl sínum á mótmælendur í göngugötu. Þá fórust tveir ríkislögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðum í bænum í þyrluslysi. Nítján manns til viðbótar eru sagðir særðir eftir að maðurinn, sem hefur verið nafngreindur sem James Alex Fields yngri, ók niður götuna á miklum hraða og bakkaði svo aftur yfir fleira fólk. Washington Post hefur eftir vitnum að gatan hafi verið full af andstæðingum hvítu þjóðernissinnanna.James FIelds er ákærður fyrir manndráp, líkamstjón og fleiri brot. Hann er grunaður um að hafa ekið niður fólk sem mótmælti öfgamönnunum.Vísir/AFPFields hefur verið ákærður fyrir manndráp og fleiri brot. Aríkislögreglan FBI segist nú rannsaka málið sem brot á borgararéttindum. Slíkar rannsóknir FBI beinast meðal annars að hatursglæpum. Stærsti viðburður hvítra þjóðernissinna í áratugi Hundruð hvítra þjóðernissinna, þar á meðal nýnasistar og meðlimir Ku Klux Klan, höfðu komið saman í Charlottesville til að taka þátt í stærsta viðburði þeirra í áratugi. Fjöldi þeirra gekk með kyndla í anda Ku Klux Klan til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði fjarlægð í Háskólanum í Virginíu á föstudagskvöld. Fjöldi fólks kom hins vegar einnig til Charlottesville til þess að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum. Strax í gærmorgun slóst í brýnu á milli andstæðra fylkinga. Fólk slóst á götum úti, lausamunum var kastað og ertandi efnum var sprautað.Sumir öfgamannanna báru fánu nasista og Suðuríkjanna úr Þrælastríðinu.Vísir/AFPHvítir þjóðernissinnar og nasistar ekki velkomnir Terry McAuliffe, ríkisstjóri Virginíu, lýsti yfir neyðarástandi vegna óeirðanna í gær. Á fréttamannafundi í gærkvöldi senda hann þau skilaboð til „allra hvítra þjóðernissinna og nasista sem komu til Charlottesville í dag: Farið heim. Þið eru ekki velkomnir í þessu mikla ríki.“ „Þið komuð hingað til að særa fólk og þið særðuð fólk. Mín skilaboð eru skýr: við erum sterkari en þið,“ sagði McAuliffe jafnframt. „Hatur kom til bæjarins okkar í dag á hátt sem við óttuðumst en við höfðum aldrei raunverulega leyft okkur að ímynda okkur að myndi gera,“ sagði Maurice Jones, framkvæmdastjóri Charlottesville í gær.Hundruð hvítra þjóðernissinna og mótmælenda þeirra söfnuðust saman í Charlottesville. Fljótlega sauð upp úr á milli þeirra.Vísir/AFPTrump vildi ekki fordæma öfgamenninaÞrátt fyrir að átökin hafi brotist út snemma dags í gær heyrðist ekkert frá Donald Trump forseta fyrr en kl. 13 eftir hádegi. Þá tísti hann um að hann fordæmdi hatur og ofbeldi. Á blaðamannafundi síðar um daginn nefndi Trump hvíta þjóðernissinna aldrei á nafn og og fordæmdi aðeins hatur, fordóma og ofbeldi „úr mörgum áttum“. Forsetinn svaraði ekki þegar hann var spurður hvort hann kærði sig um stuðning hvítra þjóðernissinna. Margir þeirra eru sagðar hafa klæðst derhúfum með slagorði Trump „Gerum Bandaríkin frábær aftur“.Öfgamennirnir báru sumir hverjir rauðar derhúfur með þekktasta slagorði Donalds Trump Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPKalli það illa sínu rétta nafniTrump hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að fordæma ekki hvíta þjóðernissinna og skoðanir þeirra, þar á meðal frá þingmönnum eigin flokks. Öfgamennirnir eru sagðir hafa fagnað því að forsetinn hafi ekki talað gegn þeim. Fjöldi þingmanna Repúblikanaflokksins fordæmi hvíta þjóðernissinna í yfirlýsingum í gær. Cory Gardner, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Koloradó, setti ofan í við Trump á Twitter. „Herra forseti, við verðum að kalla það illa sínu raunverulega nafni. Þetta voru hvítir þjóðernissinnar og þetta voru innlend hryðjuverk,“ tísti þingmaðurinn.Mr. President - we must call evil by its name. These were white supremacists and this was domestic terrorism. https://t.co/PaPNiPPAoW— Cory Gardner (@SenCoryGardner) August 12, 2017 Víða hefur verið rifjað upp að Donald Trump neitaði að fordæma David Duke, fyrrverandi leiðtoga Ku Klux Klan, einna alræmdustu samtaka kynþáttahatara í sögu Bandaríkjanna, sem hafði þá lýst stuðningi við hann í kosningabaráttunni. Þóttist Trump ekki vita hver Duke var þegar gengið var á hann með stuðning hreyfingar hvítra þjóðernisöfgamanna við framboð hans.Verulega sá á bílnum sem var ekið á miklum hraða í gegnum hóp friðsamra mótmælenda.Vísir/AFP
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34
Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39
Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12
Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54