Kínverjar hvetja til stillingar á meðan Trump heldur hótunum áfram Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2017 07:59 Trump slær úr og í um möguleikann á hernaðaraðgerðum gegn Norður-Kóreu. Vísir/AFP Norður-Kóreumenn mega eiga von á „miklum vandræðum“ ráðist þeir að Gvam. Þetta segir Donald Trump Bandaríkjaforseti á sama tíma og Xi Jinping forseti kallar eftir að „viðeigandi aðilar“ sýni stillingu og forðist að auka spennuna. Hótanir hafa gengið á víxl á milli norður-kóreskra stjórnvalda og Trump síðustu daga eftir að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu hertar refsiaðgerðir vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna útlagaríkisins. Trump virtist meðal annars hóta Norður-Kóreumönnum kjarnorkuárás þegar hann talaði um að hann myndi láta rigna yfir þá eldi og brennisteini sem heimsbyggðin hefði aldrei orðið vitni að áður. Norður-Kóreumenn hafa á móti hótað að skjóta eldflaugum að Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Bandaríkjaforseti endurtók hótanir sínar við blaðamenn á golfvelli sínum í New Jersey þar sem Trump er í fríi í gær. Taldi forsetinn að Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi, yrði „mjög öruggt, trúið mér“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þá sagði Trump að bandarísk stjórnvöld gætu lagt frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu, „eins harðar og þær verða“.Til stóð að Xi Jinping, forseti Kína, ræddi við Trump í síma í gærkvöldi.Vísir/AFPRangt að fara fram með gífuryrðumXi Jinping, forseti Kína, hefur hvatt til stillingar og segir að það sé í hag bæði Kínverja og Bandaríkjamanna að Kóreuskaginn verði afkjarnavopnavæddur. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, tók í svipaðan streng í gær og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir enga hernaðarlausn vera á ástandinu í Norður-Kóreu. Það væri röng leið að fara fram með gífuryrðum.Sagði engan „elska“ friðsamlega lausn eins og hannTrump virtist þó ekki útiloka möguleikann á viðræðum við Norður-Kóreumenn. „Enginn elskar friðsamlega lausn meira en Trump forseti, ég get sagt ykkur það,“ sagði Trump um sjálfan sig í þriðju persónu en varaði jafnframt við að lausnin gæti orðið „slæm“.Washington Post segir að þegar blaðamaður spurði forsetann hvort hann væri að íhuga stríð við Norður-Kóreu svaraði Trump: „Ég held að þú viti svarið við því“. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Rússar segja hótanir vegna Norður-Kóreu fara yfir strikið Stjórnvöld í Kreml hafa áhyggjur af stríðsæsingatali Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna vegna kjarnorkuáætlunar þeirra síðarnefndu. Vonast þau til að skynsemin ráði för. 11. ágúst 2017 14:59 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Norður-Kóreumenn mega eiga von á „miklum vandræðum“ ráðist þeir að Gvam. Þetta segir Donald Trump Bandaríkjaforseti á sama tíma og Xi Jinping forseti kallar eftir að „viðeigandi aðilar“ sýni stillingu og forðist að auka spennuna. Hótanir hafa gengið á víxl á milli norður-kóreskra stjórnvalda og Trump síðustu daga eftir að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu hertar refsiaðgerðir vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna útlagaríkisins. Trump virtist meðal annars hóta Norður-Kóreumönnum kjarnorkuárás þegar hann talaði um að hann myndi láta rigna yfir þá eldi og brennisteini sem heimsbyggðin hefði aldrei orðið vitni að áður. Norður-Kóreumenn hafa á móti hótað að skjóta eldflaugum að Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Bandaríkjaforseti endurtók hótanir sínar við blaðamenn á golfvelli sínum í New Jersey þar sem Trump er í fríi í gær. Taldi forsetinn að Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi, yrði „mjög öruggt, trúið mér“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þá sagði Trump að bandarísk stjórnvöld gætu lagt frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu, „eins harðar og þær verða“.Til stóð að Xi Jinping, forseti Kína, ræddi við Trump í síma í gærkvöldi.Vísir/AFPRangt að fara fram með gífuryrðumXi Jinping, forseti Kína, hefur hvatt til stillingar og segir að það sé í hag bæði Kínverja og Bandaríkjamanna að Kóreuskaginn verði afkjarnavopnavæddur. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, tók í svipaðan streng í gær og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir enga hernaðarlausn vera á ástandinu í Norður-Kóreu. Það væri röng leið að fara fram með gífuryrðum.Sagði engan „elska“ friðsamlega lausn eins og hannTrump virtist þó ekki útiloka möguleikann á viðræðum við Norður-Kóreumenn. „Enginn elskar friðsamlega lausn meira en Trump forseti, ég get sagt ykkur það,“ sagði Trump um sjálfan sig í þriðju persónu en varaði jafnframt við að lausnin gæti orðið „slæm“.Washington Post segir að þegar blaðamaður spurði forsetann hvort hann væri að íhuga stríð við Norður-Kóreu svaraði Trump: „Ég held að þú viti svarið við því“.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Rússar segja hótanir vegna Norður-Kóreu fara yfir strikið Stjórnvöld í Kreml hafa áhyggjur af stríðsæsingatali Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna vegna kjarnorkuáætlunar þeirra síðarnefndu. Vonast þau til að skynsemin ráði för. 11. ágúst 2017 14:59 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25
Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33
Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50
Rússar segja hótanir vegna Norður-Kóreu fara yfir strikið Stjórnvöld í Kreml hafa áhyggjur af stríðsæsingatali Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna vegna kjarnorkuáætlunar þeirra síðarnefndu. Vonast þau til að skynsemin ráði för. 11. ágúst 2017 14:59