Kviknaði aftur í Agli eftir að komið var til hafnar Gissur Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2017 09:02 Báturinn er nokkuð illa farinn eftir eldinn. Mynd/Helgi Ragnarsson Hætta skapaðist þegar eldur kviknaði í ljósavélarrými dragnótabátsins Egils ÍS klukkan hálf ellefu í gærkvöldi, þegar hann var staddur um fimm sjómílur út af mynni Dýrafjarðar. Skipstjórinn óskaði eftir aðstoð og kallaði stjórnstöð gæslunnar þegar til nálægra skipa og báta um að halda á vettvang og veita aðstoð ef á þyrfti að halda. Þá voru sjóbjörgunarsveitir Landsbjargar virkjaðar, sem sendu út björgunarbáta og skip. Nokkru síðar bárust þær upplýsingar frá bátnum, að fjögurra manna áhöfnin væri búin að loka vélarrýmið af og freistuðu þess að kæfa eldinn. Þá var búið að senda slökkviliðsmenn með fiskibáti frá Ísafirði og fóru þeir um borð. Auk þess var þyrla gæslunnar send vestur með þrjá slökkvililðsmenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en þegar ljóst var að slökkviliðsmenn væru komnir um borð var þyrlunni beint til Þingeyrar þar sem hún beið , ef á aðsotð þyrfti að halda. Skipverjum tókst að sigla Agli til hafnar á þingeyri fyrir eigin vélarafli, þangað sem komið var laust upp úr klukkan eitt í nótt. Hálftíma síðar var talið að endanlega væri búið að slökkva eldinn og héldu slökkviliðsmenn þá til síns heima og þyrlan fór aftur til Reykjavíkur. En á sjötta tímanum í morgun gaus hann aftur upp og voru slökkviliðsmenn frá Ísafirði sendir á vettvang, en fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eldurinn núna logaði á sama stað og í nótt. Ekki er vitað hvað olli íkveikjunni í gærkvöldi, en Egill er 70 brúttótonna stálskip. Engan skipverja sakaði í baráttunni við eldinn í gærkvöldi og í nótt. Sjávarútvegur Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hætta skapaðist þegar eldur kviknaði í ljósavélarrými dragnótabátsins Egils ÍS klukkan hálf ellefu í gærkvöldi, þegar hann var staddur um fimm sjómílur út af mynni Dýrafjarðar. Skipstjórinn óskaði eftir aðstoð og kallaði stjórnstöð gæslunnar þegar til nálægra skipa og báta um að halda á vettvang og veita aðstoð ef á þyrfti að halda. Þá voru sjóbjörgunarsveitir Landsbjargar virkjaðar, sem sendu út björgunarbáta og skip. Nokkru síðar bárust þær upplýsingar frá bátnum, að fjögurra manna áhöfnin væri búin að loka vélarrýmið af og freistuðu þess að kæfa eldinn. Þá var búið að senda slökkviliðsmenn með fiskibáti frá Ísafirði og fóru þeir um borð. Auk þess var þyrla gæslunnar send vestur með þrjá slökkvililðsmenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en þegar ljóst var að slökkviliðsmenn væru komnir um borð var þyrlunni beint til Þingeyrar þar sem hún beið , ef á aðsotð þyrfti að halda. Skipverjum tókst að sigla Agli til hafnar á þingeyri fyrir eigin vélarafli, þangað sem komið var laust upp úr klukkan eitt í nótt. Hálftíma síðar var talið að endanlega væri búið að slökkva eldinn og héldu slökkviliðsmenn þá til síns heima og þyrlan fór aftur til Reykjavíkur. En á sjötta tímanum í morgun gaus hann aftur upp og voru slökkviliðsmenn frá Ísafirði sendir á vettvang, en fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eldurinn núna logaði á sama stað og í nótt. Ekki er vitað hvað olli íkveikjunni í gærkvöldi, en Egill er 70 brúttótonna stálskip. Engan skipverja sakaði í baráttunni við eldinn í gærkvöldi og í nótt.
Sjávarútvegur Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira