Ég er heppna lamaða konan Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 24. ágúst 2017 09:08 Ég er ein af þeim sem er svo heppin að hafa fengið NPA samning (Notendastýrð persónuleg aðstoð), ég segi heppin af því að fáir hafa notið þeirra sjálfsögðu mannréttinda. Í dag er staðan sú að verið er að vinna að innleiðingu og lögfestingu NPA og var tími til kominn. Mér þykir þó furðu sæta hve langan tíma stjórnvöld ætla sér til að fjölga NPA samningum. Hægt, mjög hægt verður samningum fjölgað þannig að þörfinni sem fyrir liggur í dag, eða um 170 samningar, verður ekki svarað fyrr en árið 2022. Í dag eru NPA samningar 51, árið 2018 á að fjölga þeim upp í 80 og svo hægt og bítandi upp í 172 árið 2022. Þessi ár og sennilega lengur verða einstaklingar fangar í eigin rúmum, án valds yfir eigin lífi í boði stjórnvalda, það er ömurlegt og hörmulegra en orð fá lýst að stjórnvöld skuli leggja þetta til. Viðhorf gagnvart fötluðu fólki eru að breytast hægt og bítandi og ég verð að segja, að þetta er áhugaverður tími í íslensku samfélagi. Ekki aðeins er fatlað fólk nú almennt að stíga fram og krefjast réttar síns til mannsæmandi lífs, heldur er samfélagið að verða meðvitaðra um, að brotið hefur verið á fötluðu fólki, það vanvirt, ráðskast kerfisbundið með það og forræðishyggja ófatlaðs fólk ríkt sem dimmur skuggi yfir lífi margra fatlaðra einstaklinga. Fatlað fólk gerir sér betur og betur grein fyrir því að það er verðmætt, að það auðgar samfélagið og að það getur lagt sitt af mörkum til þess að gera Ísland að betra landi til að búa í, ef það fær réttu tækin til þess. Það að NPA hafi ekki enn verið löggilt hér á landi er ekki bara slæmt það er mannréttindabrot! Karp stjórnvalda um mannréttindi okkar sem þurfum á NPA að halda er ekki ásættanlegt og ég spyr mig, eru stjórnvöld enn bundin í fjötra fortíðar, hrædd við að sleppa hendinni af okkur, fötluðu fólki, og treysta okkur fyrir eigin lífi? Í dag liggur í raun allt fyrir hjá ráðuneytinu til þess að hægt sé að lögfesta rétt fatlaðs fólk til NPA, meðal annars allar lagalegar og tæknilegar lausnir. Útfærslur liggja fyrir sem og mat á áhrifum. Reynsla af NPA hefur verið jákvæð, jafnvel fjárhagslega fyrir sveitarfélögin en aðallega fyrir einstaklingana sjálfa. Fatlað fólk er virkt fólk, það hefur þegar sýnt sig að það fólk sem notið hefur NPA er virkara í samfélaginu, hvort sem er í námi, vinnu, íþróttum, stjórnmálum eða frítíma.Hvers virði er líf? Það að vera fatlaður á ekki að vera ávísun á; minni mannréttindi, minnkað líf, að vera minna virði, að verða eign kerfisins, annarra ákvarðana. Það að lifa og búa við fötlun, er í raun þekkingabrunnur, og það fatlaða fólk sem fær tækifæri til að dafna í daglegu lífi, námi og starfi fyrir tilstuðlan NPA gerir samfélagið örugglega ríkara heldur en það fólk sem lokað er inni á herbergjum sínum, fjötrað í forræðishyggju stjórnvalda vegna auðvirðilegra afsakana, eins og þeirra að fjármagn ráði. Ég hvet ráðafólk til að setjast niður í eitt skipti fyrir öll og veita sjálfsögðum mannréttindum á borð við NPA brautargengi og láta karp um hvernig fjármagna á fyrirbærið ekki tefja aðgerðir lengur því okkur liggur lífið á að fara að lifa þvi.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar lsh. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ég er ein af þeim sem er svo heppin að hafa fengið NPA samning (Notendastýrð persónuleg aðstoð), ég segi heppin af því að fáir hafa notið þeirra sjálfsögðu mannréttinda. Í dag er staðan sú að verið er að vinna að innleiðingu og lögfestingu NPA og var tími til kominn. Mér þykir þó furðu sæta hve langan tíma stjórnvöld ætla sér til að fjölga NPA samningum. Hægt, mjög hægt verður samningum fjölgað þannig að þörfinni sem fyrir liggur í dag, eða um 170 samningar, verður ekki svarað fyrr en árið 2022. Í dag eru NPA samningar 51, árið 2018 á að fjölga þeim upp í 80 og svo hægt og bítandi upp í 172 árið 2022. Þessi ár og sennilega lengur verða einstaklingar fangar í eigin rúmum, án valds yfir eigin lífi í boði stjórnvalda, það er ömurlegt og hörmulegra en orð fá lýst að stjórnvöld skuli leggja þetta til. Viðhorf gagnvart fötluðu fólki eru að breytast hægt og bítandi og ég verð að segja, að þetta er áhugaverður tími í íslensku samfélagi. Ekki aðeins er fatlað fólk nú almennt að stíga fram og krefjast réttar síns til mannsæmandi lífs, heldur er samfélagið að verða meðvitaðra um, að brotið hefur verið á fötluðu fólki, það vanvirt, ráðskast kerfisbundið með það og forræðishyggja ófatlaðs fólk ríkt sem dimmur skuggi yfir lífi margra fatlaðra einstaklinga. Fatlað fólk gerir sér betur og betur grein fyrir því að það er verðmætt, að það auðgar samfélagið og að það getur lagt sitt af mörkum til þess að gera Ísland að betra landi til að búa í, ef það fær réttu tækin til þess. Það að NPA hafi ekki enn verið löggilt hér á landi er ekki bara slæmt það er mannréttindabrot! Karp stjórnvalda um mannréttindi okkar sem þurfum á NPA að halda er ekki ásættanlegt og ég spyr mig, eru stjórnvöld enn bundin í fjötra fortíðar, hrædd við að sleppa hendinni af okkur, fötluðu fólki, og treysta okkur fyrir eigin lífi? Í dag liggur í raun allt fyrir hjá ráðuneytinu til þess að hægt sé að lögfesta rétt fatlaðs fólk til NPA, meðal annars allar lagalegar og tæknilegar lausnir. Útfærslur liggja fyrir sem og mat á áhrifum. Reynsla af NPA hefur verið jákvæð, jafnvel fjárhagslega fyrir sveitarfélögin en aðallega fyrir einstaklingana sjálfa. Fatlað fólk er virkt fólk, það hefur þegar sýnt sig að það fólk sem notið hefur NPA er virkara í samfélaginu, hvort sem er í námi, vinnu, íþróttum, stjórnmálum eða frítíma.Hvers virði er líf? Það að vera fatlaður á ekki að vera ávísun á; minni mannréttindi, minnkað líf, að vera minna virði, að verða eign kerfisins, annarra ákvarðana. Það að lifa og búa við fötlun, er í raun þekkingabrunnur, og það fatlaða fólk sem fær tækifæri til að dafna í daglegu lífi, námi og starfi fyrir tilstuðlan NPA gerir samfélagið örugglega ríkara heldur en það fólk sem lokað er inni á herbergjum sínum, fjötrað í forræðishyggju stjórnvalda vegna auðvirðilegra afsakana, eins og þeirra að fjármagn ráði. Ég hvet ráðafólk til að setjast niður í eitt skipti fyrir öll og veita sjálfsögðum mannréttindum á borð við NPA brautargengi og láta karp um hvernig fjármagna á fyrirbærið ekki tefja aðgerðir lengur því okkur liggur lífið á að fara að lifa þvi.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar lsh.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar