Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2017 23:30 Mitch McConnell hefur verið leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings frá árinu 2007. Í minnihluta fyrstu átta árin en í meirihluta síðan í janúar 2015. Vísir/Getty Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman. McConnell er sagður hafa efasemdir um að Donald Trump muni geta bjargað forsetatíð hans eftir erfitt sumar.Þetta kemur fram í ítarlegri frétt New York Times þar sem kalt stríð er sagt ríkja á milli Trump og McConnell eftir að sá fyrrnefndi gagnrýndi þann síðarnefnda í röð tísta fyrr í mánuðinum. Stirðleiki í samskiptum þeirra á milli er sagður hafa náð hámarki eftir að þeir töluðust við í síma þann 9. ágúst síðastliðinn.Skammaði McConnell Trump hringdi þá í McConnell og sakaði hann um að hafa klúðrað umdeildu heilbrigðisfrumvarpi sem náði ekki í gegnum Bandaríkjaþing. Þá er hann einnig sagður hafa skammað McConnell fyrir að hafa ekki komið sér til varnar vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum á síðasta ári, að því er heimildarmenn New York Times innan raða Repúblikanaflokksins herma. Eru þeir sagðir hafa öskrað á hvern annan á meðan á símtalinu stóð en McConnell, ásamt fleiri þingmönnum Repúblikana, virðast vera orðnir þreyttir á gagnrýni Trump á samflokksmenn hans. Er McConnell sagður hafa alvarlegar efasemdur um hvort að Trump geti leitt flokkinn í gegnum næstu þingkosningar sem fram fara á næsta ári. Trump hefur átt undir högg að sækja að undanförnu, ekki síst eftir harða gagnrýni á viðbrögð hans við ofbeldi í tengslum við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville á dögunum. Donald Trump Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Meirihluti kjósenda Trump mun aldrei skipta um skoðun, sama hvað Meirihluta stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta segjast munu aldrei, nokkurn tímann hætta að styðja hann. Sama hvejru hann kann að taka upp á. 19. ágúst 2017 10:28 Lítið sem ekkert gert til að græða sár Repúblikana Gjáin á milli Bandaríkjaforseta og samflokksmanna hans heldur áfram að breikka. Repúblikanar reiðast forsetanum fyrir að segja að öfgaþjóðernissinnar beri ekki fulla ábyrgð á óeirðunum í Charlottesville. 17. ágúst 2017 06:00 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Móðir konunnar sem lést í Charlottesville ætlar ekki að ræða við Trump Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag. 18. ágúst 2017 14:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman. McConnell er sagður hafa efasemdir um að Donald Trump muni geta bjargað forsetatíð hans eftir erfitt sumar.Þetta kemur fram í ítarlegri frétt New York Times þar sem kalt stríð er sagt ríkja á milli Trump og McConnell eftir að sá fyrrnefndi gagnrýndi þann síðarnefnda í röð tísta fyrr í mánuðinum. Stirðleiki í samskiptum þeirra á milli er sagður hafa náð hámarki eftir að þeir töluðust við í síma þann 9. ágúst síðastliðinn.Skammaði McConnell Trump hringdi þá í McConnell og sakaði hann um að hafa klúðrað umdeildu heilbrigðisfrumvarpi sem náði ekki í gegnum Bandaríkjaþing. Þá er hann einnig sagður hafa skammað McConnell fyrir að hafa ekki komið sér til varnar vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum á síðasta ári, að því er heimildarmenn New York Times innan raða Repúblikanaflokksins herma. Eru þeir sagðir hafa öskrað á hvern annan á meðan á símtalinu stóð en McConnell, ásamt fleiri þingmönnum Repúblikana, virðast vera orðnir þreyttir á gagnrýni Trump á samflokksmenn hans. Er McConnell sagður hafa alvarlegar efasemdur um hvort að Trump geti leitt flokkinn í gegnum næstu þingkosningar sem fram fara á næsta ári. Trump hefur átt undir högg að sækja að undanförnu, ekki síst eftir harða gagnrýni á viðbrögð hans við ofbeldi í tengslum við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville á dögunum.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Meirihluti kjósenda Trump mun aldrei skipta um skoðun, sama hvað Meirihluta stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta segjast munu aldrei, nokkurn tímann hætta að styðja hann. Sama hvejru hann kann að taka upp á. 19. ágúst 2017 10:28 Lítið sem ekkert gert til að græða sár Repúblikana Gjáin á milli Bandaríkjaforseta og samflokksmanna hans heldur áfram að breikka. Repúblikanar reiðast forsetanum fyrir að segja að öfgaþjóðernissinnar beri ekki fulla ábyrgð á óeirðunum í Charlottesville. 17. ágúst 2017 06:00 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Móðir konunnar sem lést í Charlottesville ætlar ekki að ræða við Trump Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag. 18. ágúst 2017 14:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41
Meirihluti kjósenda Trump mun aldrei skipta um skoðun, sama hvað Meirihluta stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta segjast munu aldrei, nokkurn tímann hætta að styðja hann. Sama hvejru hann kann að taka upp á. 19. ágúst 2017 10:28
Lítið sem ekkert gert til að græða sár Repúblikana Gjáin á milli Bandaríkjaforseta og samflokksmanna hans heldur áfram að breikka. Repúblikanar reiðast forsetanum fyrir að segja að öfgaþjóðernissinnar beri ekki fulla ábyrgð á óeirðunum í Charlottesville. 17. ágúst 2017 06:00
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Móðir konunnar sem lést í Charlottesville ætlar ekki að ræða við Trump Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag. 18. ágúst 2017 14:00