Lítið hægt að gera varðandi auglýsingar á varafyllingum á samfélagsmiðlum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 12:00 Nokkrir þekktir áhrifavaldar hér á landi hafa síðustu mánuði talað opinskátt við sína Snapchat fylgjendur um varafyllingar og lýtaaðgerðir. Vísir/Getty Nokkuð hefur verið rætt um kynningar á varafyllingum og öðrum fegrunaraðgerðum á Facebook og Snapchat. Nokkrir þekktir áhrifavaldar hér á landi hafa síðustu mánuði talað opinskátt við Snapchat fylgjendur sína um varafyllingar og lýtaaðgerðir. Einhverjar voru svo opnar að þær völdu að sýna frá meðferðinni sjálfri „í beinni“ á Snapchat. Í kjölfar tilboðs á varafyllingum sem fylgjendum Manuelu Óskar Harðardóttur stóð til boða á Snapchat spratt upp umræða um það hvort slíkar umfjallanir væru löglegar. Sigrún Karlsdóttir vakti mikla athygli fyrir pistil sem hún birti á Facebook en þar sagði hún að slík umfjöllun á samfélagsmiðlum myndi „normalísera lýtaaðgerðir“. Margir deildu færslunni og tjáðu sig um þetta í athugasemdum. Sumum fannst tilefni til þess að tilkynna málið til Landlæknis.Sjá einnig:Gagnrýnir umræðu Manuelu um varafyllingar: „Það er ömurlegt að konur þurfi að alast upp við svona brenglun“ Embætti Landlæknis gaf fréttastofu þau svör að varafyllingar, sem ekki eru framkvæmdar af lýtalæknum, heyrðu ekki undir eftirlitssvið embættisins. Samkvæmt lögum mega lýtalæknar ekki auglýsa aðgerðir eins og varafyllingar. Þeir einstaklingar sem gera það eru hugsanlega ekki heilbrigðisstarfsmenn með réttindi og starfsleyfi frá Landlæknisembættinu.Einstaka áhrifavaldar og auglýsendur hunsa reglurnar Kynning á einhverju eins og varafyllingum heyrir ekki heldur undir svið Neytendastofu nema þegar eitthvað er rangt eða villandi í auglýsingunni eða viðkomandi tekur ekki fram að um auglýsingu er að ræða. „Þessar auglýsingar kæmu til okkar ef um dulda auglýsingu væri að ræða eða ef um væri að ræða rangar eða villandi upplýsingar. Ef viðkomandi aðilar fá eitthvað endurgjald þá þarf það að koma fram,“ segir Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu við Vísi. Skiptir ekki máli hvort endurgjaldið sem viðkomandi fær sé í formi afsláttar, greiðslu, vöru eða þjónustu. Þórunn segir að fólk sé meðvitaðara um duldar auglýsingar eftir umræðuna sem hefur átt sér stað. Þó séu einhverjir sem fylgi ekki reglum Neytendastofu um merkingar auglýsinga. „Það er erfiðara fyrir okkur að fylgjast með þessari tegund auglýsinga en hefðbundnum auglýsingum þar sem þeim er beint að einstaklingum. Ef við fáum ábendingar þá skoðum við málið. Það væri þá gott að það fylgdu einhver skjáskot eða önnur gögn með til þess að styðja ábendinguna.“ Dæmi um bréf sem Neytendastofa sendir þeim sem grunaðir eru um duldar auglýsingar. Smella má á bréfið til að sjá það í stærri upplausn.Enginn verið sektaður Neytendastofa getur sektað þá einstaklinga sem birta duldar auglýsingar en það hefur ekki verið gert hingað til. Þórunn segir að Neytendastofa hafi sent út leiðbeiningar og reynt þannig að kynna reglurnar sem gilda fyrir auglýsendum. Neytendastofa sektaði fyrr á þessu ári Krónuna og 17 sortir fyrir að markaðssetja vörur sínar með duldum auglýsingum á samfélagsmiðlum áhrifavalda.Sjá einnig: Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ „Þegar við fáum ábendingar höfum við sent fólki bréf, kynnt reglurnar og látið vita að við séum að fylgjast með. Við vonumst eftir því að það hafi meiri áhrif en að sekta. Ef það skilar ekki sínu þá er lítið annað hægt fyrir okkur að gera en að sekta.“ Bréfið má sjá hér fyrir ofan. Neytendur Tengdar fréttir Gagnrýnir umræðu Manuelu um varafyllingar: „Það er ömurlegt að konur þurfi að alast upp við svona brenglun“ Skrif Sigrúnar Karls Kristínardóttur um orðræðu Manuelu Óskar á Snapchat hafa vakið gríðarlega mikla athygli síðan á laugardag. 14. ágúst 2017 14:07 Mannaflsskortur til að taka á duldum auglýsingum Forstjóri Neytendastofu segir þörf á meiri mannafla vegna dulinna auglýsinga á samfélagsmiðlum. Neytendastofa hefur ekki haft samband við áhrifavalda á samfélagsmiðlum vegna dulinna auglýsinga. 22. apríl 2017 07:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt um kynningar á varafyllingum og öðrum fegrunaraðgerðum á Facebook og Snapchat. Nokkrir þekktir áhrifavaldar hér á landi hafa síðustu mánuði talað opinskátt við Snapchat fylgjendur sína um varafyllingar og lýtaaðgerðir. Einhverjar voru svo opnar að þær völdu að sýna frá meðferðinni sjálfri „í beinni“ á Snapchat. Í kjölfar tilboðs á varafyllingum sem fylgjendum Manuelu Óskar Harðardóttur stóð til boða á Snapchat spratt upp umræða um það hvort slíkar umfjallanir væru löglegar. Sigrún Karlsdóttir vakti mikla athygli fyrir pistil sem hún birti á Facebook en þar sagði hún að slík umfjöllun á samfélagsmiðlum myndi „normalísera lýtaaðgerðir“. Margir deildu færslunni og tjáðu sig um þetta í athugasemdum. Sumum fannst tilefni til þess að tilkynna málið til Landlæknis.Sjá einnig:Gagnrýnir umræðu Manuelu um varafyllingar: „Það er ömurlegt að konur þurfi að alast upp við svona brenglun“ Embætti Landlæknis gaf fréttastofu þau svör að varafyllingar, sem ekki eru framkvæmdar af lýtalæknum, heyrðu ekki undir eftirlitssvið embættisins. Samkvæmt lögum mega lýtalæknar ekki auglýsa aðgerðir eins og varafyllingar. Þeir einstaklingar sem gera það eru hugsanlega ekki heilbrigðisstarfsmenn með réttindi og starfsleyfi frá Landlæknisembættinu.Einstaka áhrifavaldar og auglýsendur hunsa reglurnar Kynning á einhverju eins og varafyllingum heyrir ekki heldur undir svið Neytendastofu nema þegar eitthvað er rangt eða villandi í auglýsingunni eða viðkomandi tekur ekki fram að um auglýsingu er að ræða. „Þessar auglýsingar kæmu til okkar ef um dulda auglýsingu væri að ræða eða ef um væri að ræða rangar eða villandi upplýsingar. Ef viðkomandi aðilar fá eitthvað endurgjald þá þarf það að koma fram,“ segir Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu við Vísi. Skiptir ekki máli hvort endurgjaldið sem viðkomandi fær sé í formi afsláttar, greiðslu, vöru eða þjónustu. Þórunn segir að fólk sé meðvitaðara um duldar auglýsingar eftir umræðuna sem hefur átt sér stað. Þó séu einhverjir sem fylgi ekki reglum Neytendastofu um merkingar auglýsinga. „Það er erfiðara fyrir okkur að fylgjast með þessari tegund auglýsinga en hefðbundnum auglýsingum þar sem þeim er beint að einstaklingum. Ef við fáum ábendingar þá skoðum við málið. Það væri þá gott að það fylgdu einhver skjáskot eða önnur gögn með til þess að styðja ábendinguna.“ Dæmi um bréf sem Neytendastofa sendir þeim sem grunaðir eru um duldar auglýsingar. Smella má á bréfið til að sjá það í stærri upplausn.Enginn verið sektaður Neytendastofa getur sektað þá einstaklinga sem birta duldar auglýsingar en það hefur ekki verið gert hingað til. Þórunn segir að Neytendastofa hafi sent út leiðbeiningar og reynt þannig að kynna reglurnar sem gilda fyrir auglýsendum. Neytendastofa sektaði fyrr á þessu ári Krónuna og 17 sortir fyrir að markaðssetja vörur sínar með duldum auglýsingum á samfélagsmiðlum áhrifavalda.Sjá einnig: Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ „Þegar við fáum ábendingar höfum við sent fólki bréf, kynnt reglurnar og látið vita að við séum að fylgjast með. Við vonumst eftir því að það hafi meiri áhrif en að sekta. Ef það skilar ekki sínu þá er lítið annað hægt fyrir okkur að gera en að sekta.“ Bréfið má sjá hér fyrir ofan.
Neytendur Tengdar fréttir Gagnrýnir umræðu Manuelu um varafyllingar: „Það er ömurlegt að konur þurfi að alast upp við svona brenglun“ Skrif Sigrúnar Karls Kristínardóttur um orðræðu Manuelu Óskar á Snapchat hafa vakið gríðarlega mikla athygli síðan á laugardag. 14. ágúst 2017 14:07 Mannaflsskortur til að taka á duldum auglýsingum Forstjóri Neytendastofu segir þörf á meiri mannafla vegna dulinna auglýsinga á samfélagsmiðlum. Neytendastofa hefur ekki haft samband við áhrifavalda á samfélagsmiðlum vegna dulinna auglýsinga. 22. apríl 2017 07:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Gagnrýnir umræðu Manuelu um varafyllingar: „Það er ömurlegt að konur þurfi að alast upp við svona brenglun“ Skrif Sigrúnar Karls Kristínardóttur um orðræðu Manuelu Óskar á Snapchat hafa vakið gríðarlega mikla athygli síðan á laugardag. 14. ágúst 2017 14:07
Mannaflsskortur til að taka á duldum auglýsingum Forstjóri Neytendastofu segir þörf á meiri mannafla vegna dulinna auglýsinga á samfélagsmiðlum. Neytendastofa hefur ekki haft samband við áhrifavalda á samfélagsmiðlum vegna dulinna auglýsinga. 22. apríl 2017 07:00