Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2017 10:01 Vatnselgur liggur yfir aðalveginum að Arkema-efnaverksmiðjunni í Crosby, skammt frá Houston. Vísir/AFP Tvær sprengingar hafa heyrst og svartur reykur sést stíga upp frá efnaverksmiðju í útjaðrir Houston í Texas. Fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna hefur varað við því að hún geti sprungið eða brunnið. Flóðin miklu af völdum fellibyljarins Harvey hafa sökkt verksmiðju fyrirtækisins Arkema og stöðvað kælikerfi þess. Án kælingarinnar ofhitna efnin sem þar er unnið með. Forsvarsmenn Arkema segja óhjákvæmilegt að verksmiðjan springi eða verði eldsvoða að bráð.Breska ríkisútvarpið BBC segir að flytja hafi þurft lögreglumann á sjúkrahús sem vann við að tryggja svæðið í kringum verksmiðjuna eftir að hann andaði að sér eiturgufum skömmu áður en sprengingarnar heyrðust.Ertandi reykur frá eldinumYfirvöld hafa skipað fólki í rúmlega tveggja kílómetra radíus í kringum verksmiðjuna að yfirgefa svæðið vegna hættunnar. Verksmiðjan er 34 kílómetra fyrir utan Houston. Verksmiðjan framleiðir lífrænt peroxíð sem er meðal annars notað í lyfjaiðnaði og byggingarefni. Efnið getur orðið hættulegt við háan hita. Flóðin slógu út rafmagni til verksmiðjunnar og vararafstöðvar urðu einnig fyrir skemmdum af völdum vatnavaxtanna. Richard Rowe, forstjóri fyrirtækisins, sagði að svartur reykur frá sprengingum og eldi í verksmiðjunni yrði ertandi fyrir húð, augu og lungu.Fólk var enn að yfirgefa heimili sín á Houston-svæðinu í gær vegna flóðanna.Vísir/AFPHarvey nú talinn hitabeltislægðNú eru 33 sagðir látnir af völdum Harvey í austurhluta Texas. Hann er nú skilgreindur sem hitabeltislægð en var fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land í Texas á föstudagskvöld. Veður er nú orðið skaplegra í Texas en áfram er spáð úrhellisrigningu næstu þrjá dagana allt frá Lúisíana til Kentucky. Varað er við flóðum í suðausturhluta Texas og suðvesturhluta Lúisíana. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00 Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því sex ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Tvær sprengingar hafa heyrst og svartur reykur sést stíga upp frá efnaverksmiðju í útjaðrir Houston í Texas. Fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna hefur varað við því að hún geti sprungið eða brunnið. Flóðin miklu af völdum fellibyljarins Harvey hafa sökkt verksmiðju fyrirtækisins Arkema og stöðvað kælikerfi þess. Án kælingarinnar ofhitna efnin sem þar er unnið með. Forsvarsmenn Arkema segja óhjákvæmilegt að verksmiðjan springi eða verði eldsvoða að bráð.Breska ríkisútvarpið BBC segir að flytja hafi þurft lögreglumann á sjúkrahús sem vann við að tryggja svæðið í kringum verksmiðjuna eftir að hann andaði að sér eiturgufum skömmu áður en sprengingarnar heyrðust.Ertandi reykur frá eldinumYfirvöld hafa skipað fólki í rúmlega tveggja kílómetra radíus í kringum verksmiðjuna að yfirgefa svæðið vegna hættunnar. Verksmiðjan er 34 kílómetra fyrir utan Houston. Verksmiðjan framleiðir lífrænt peroxíð sem er meðal annars notað í lyfjaiðnaði og byggingarefni. Efnið getur orðið hættulegt við háan hita. Flóðin slógu út rafmagni til verksmiðjunnar og vararafstöðvar urðu einnig fyrir skemmdum af völdum vatnavaxtanna. Richard Rowe, forstjóri fyrirtækisins, sagði að svartur reykur frá sprengingum og eldi í verksmiðjunni yrði ertandi fyrir húð, augu og lungu.Fólk var enn að yfirgefa heimili sín á Houston-svæðinu í gær vegna flóðanna.Vísir/AFPHarvey nú talinn hitabeltislægðNú eru 33 sagðir látnir af völdum Harvey í austurhluta Texas. Hann er nú skilgreindur sem hitabeltislægð en var fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land í Texas á föstudagskvöld. Veður er nú orðið skaplegra í Texas en áfram er spáð úrhellisrigningu næstu þrjá dagana allt frá Lúisíana til Kentucky. Varað er við flóðum í suðausturhluta Texas og suðvesturhluta Lúisíana.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00 Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því sex ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51
Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00
Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30
Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47