Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2017 10:01 Vatnselgur liggur yfir aðalveginum að Arkema-efnaverksmiðjunni í Crosby, skammt frá Houston. Vísir/AFP Tvær sprengingar hafa heyrst og svartur reykur sést stíga upp frá efnaverksmiðju í útjaðrir Houston í Texas. Fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna hefur varað við því að hún geti sprungið eða brunnið. Flóðin miklu af völdum fellibyljarins Harvey hafa sökkt verksmiðju fyrirtækisins Arkema og stöðvað kælikerfi þess. Án kælingarinnar ofhitna efnin sem þar er unnið með. Forsvarsmenn Arkema segja óhjákvæmilegt að verksmiðjan springi eða verði eldsvoða að bráð.Breska ríkisútvarpið BBC segir að flytja hafi þurft lögreglumann á sjúkrahús sem vann við að tryggja svæðið í kringum verksmiðjuna eftir að hann andaði að sér eiturgufum skömmu áður en sprengingarnar heyrðust.Ertandi reykur frá eldinumYfirvöld hafa skipað fólki í rúmlega tveggja kílómetra radíus í kringum verksmiðjuna að yfirgefa svæðið vegna hættunnar. Verksmiðjan er 34 kílómetra fyrir utan Houston. Verksmiðjan framleiðir lífrænt peroxíð sem er meðal annars notað í lyfjaiðnaði og byggingarefni. Efnið getur orðið hættulegt við háan hita. Flóðin slógu út rafmagni til verksmiðjunnar og vararafstöðvar urðu einnig fyrir skemmdum af völdum vatnavaxtanna. Richard Rowe, forstjóri fyrirtækisins, sagði að svartur reykur frá sprengingum og eldi í verksmiðjunni yrði ertandi fyrir húð, augu og lungu.Fólk var enn að yfirgefa heimili sín á Houston-svæðinu í gær vegna flóðanna.Vísir/AFPHarvey nú talinn hitabeltislægðNú eru 33 sagðir látnir af völdum Harvey í austurhluta Texas. Hann er nú skilgreindur sem hitabeltislægð en var fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land í Texas á föstudagskvöld. Veður er nú orðið skaplegra í Texas en áfram er spáð úrhellisrigningu næstu þrjá dagana allt frá Lúisíana til Kentucky. Varað er við flóðum í suðausturhluta Texas og suðvesturhluta Lúisíana. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00 Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira
Tvær sprengingar hafa heyrst og svartur reykur sést stíga upp frá efnaverksmiðju í útjaðrir Houston í Texas. Fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna hefur varað við því að hún geti sprungið eða brunnið. Flóðin miklu af völdum fellibyljarins Harvey hafa sökkt verksmiðju fyrirtækisins Arkema og stöðvað kælikerfi þess. Án kælingarinnar ofhitna efnin sem þar er unnið með. Forsvarsmenn Arkema segja óhjákvæmilegt að verksmiðjan springi eða verði eldsvoða að bráð.Breska ríkisútvarpið BBC segir að flytja hafi þurft lögreglumann á sjúkrahús sem vann við að tryggja svæðið í kringum verksmiðjuna eftir að hann andaði að sér eiturgufum skömmu áður en sprengingarnar heyrðust.Ertandi reykur frá eldinumYfirvöld hafa skipað fólki í rúmlega tveggja kílómetra radíus í kringum verksmiðjuna að yfirgefa svæðið vegna hættunnar. Verksmiðjan er 34 kílómetra fyrir utan Houston. Verksmiðjan framleiðir lífrænt peroxíð sem er meðal annars notað í lyfjaiðnaði og byggingarefni. Efnið getur orðið hættulegt við háan hita. Flóðin slógu út rafmagni til verksmiðjunnar og vararafstöðvar urðu einnig fyrir skemmdum af völdum vatnavaxtanna. Richard Rowe, forstjóri fyrirtækisins, sagði að svartur reykur frá sprengingum og eldi í verksmiðjunni yrði ertandi fyrir húð, augu og lungu.Fólk var enn að yfirgefa heimili sín á Houston-svæðinu í gær vegna flóðanna.Vísir/AFPHarvey nú talinn hitabeltislægðNú eru 33 sagðir látnir af völdum Harvey í austurhluta Texas. Hann er nú skilgreindur sem hitabeltislægð en var fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land í Texas á föstudagskvöld. Veður er nú orðið skaplegra í Texas en áfram er spáð úrhellisrigningu næstu þrjá dagana allt frá Lúisíana til Kentucky. Varað er við flóðum í suðausturhluta Texas og suðvesturhluta Lúisíana.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00 Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira
Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51
Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00
Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30
Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47