Á flótta undan storminum Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 9. september 2017 19:47 Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. Irma hélt áfram eyðileggingu á leið sinni frá Karíbahafi en í dag fór fellibylurinn yfir Kúbu með tilheyrandi hamförum. Íbúum eyjanna í Karíbahafi hefur verið komið til hjálpar eftir að fellibylurinn fór þar yfir. Um 95% húsa á eyjunni Barbúda eru ónýt eftir veðurhaminn. Ríkisstjóri Flórída ávarpaði almenning í dag þar sem hann sagði að allir íbúar ríkisins, tuttugu milljónir manna, ættu að vera undir það búnir að hafa sig á brott en fellibylurinn er þegar farinn að hafa áhrif á Flórídaskaga. „Fellibylurinn er kominn hingað. Irma herjar nú á ríkið okkar. Vindhraði hitabeltisstorms geisar nú í suðausturhluta Flórída og um 25 þúsund manns eru nú án rafmagns. Þetta er mannskæður stormur og ekkert líkt þessu hefur áður gerst hér um slóðir. Milljónir Flórídabúa verða fyrir stórfelldum áhrifum fellibylsins með mannskæðum áhlaðanda sjávar og vindstyrk,“ sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída á blaðamannafundi í dag. Á sjöttu milljón íbúa hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Bensín og vatn er uppurið á svæðinu og hillur verslana galtómar. Þau sem flýja svæðið hafa lent í vandræðum á leið sinni vegna mikillar umferðar en aðeins þrír þjóðvegir eru úr fylkinu. Líklegt er að sett verði á útgöngubann í ríkinu öllu á morgun. Verslanir og opinberar byggingar lokuðu um miðjan dag og þeir íbúar sem eru enn á svæðinu vinna hörðum höndum að því að koma eigum sínum í skjól. Fréttastofan hefur verið í sambandi við fjölmarga Íslendinga sem búsettir eru eða eru á ferðalagi á svæðinu. Margir þeirra hafa þegar flúið heimili sín og íslenskt par sem er á ferðalagi var gert að yfirgefa hótel sem þau dvöldu á. „Við komum upp á hótel milli þrjú og fjögur (í gær). Það beið öryggisvörður og sagði okkur að við yrðum að vera farin út fyrir klukkan átta á laugardagsmorgun,“ segir Svandís Stefánsdóttir sem er á ferðalagi í Flórída með kærasta sínum. Svandís segir tengslanet Íslendinga ótrúlegt og að fjölskylda í Tampa hafi skotið yfir þau skjólshúsi. Styrkur fellibylsins minnkaði í gær niður í fjórða stig en í nótt sótti hann í sig veðrið aftur og er metinn á fimmta stig á ný og búist við að hann verði hvað öflugastur þegar hann skellur á Flórída. Er kvíði? „Ég var það ekki fyrst, en þegar maður sér hræðsluna hérna úti, ekkert bensín, ekkert vatn, enginn matur. Þá verður maður svona smá smeykur,“ segir Svandís.Þriðji fellibylurinn Jose fetar svipaða slóð og Irma en þó nokkuð austar. Hann er enn að sækja í sig veðrið og var nálægt því að vera flokkaður sem fimmta stigs fellibylur í dag en líklegt er að hann skelli á austurhluta Karíbahafseyja eftir helgi. Fellibylurinn Irma Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. Irma hélt áfram eyðileggingu á leið sinni frá Karíbahafi en í dag fór fellibylurinn yfir Kúbu með tilheyrandi hamförum. Íbúum eyjanna í Karíbahafi hefur verið komið til hjálpar eftir að fellibylurinn fór þar yfir. Um 95% húsa á eyjunni Barbúda eru ónýt eftir veðurhaminn. Ríkisstjóri Flórída ávarpaði almenning í dag þar sem hann sagði að allir íbúar ríkisins, tuttugu milljónir manna, ættu að vera undir það búnir að hafa sig á brott en fellibylurinn er þegar farinn að hafa áhrif á Flórídaskaga. „Fellibylurinn er kominn hingað. Irma herjar nú á ríkið okkar. Vindhraði hitabeltisstorms geisar nú í suðausturhluta Flórída og um 25 þúsund manns eru nú án rafmagns. Þetta er mannskæður stormur og ekkert líkt þessu hefur áður gerst hér um slóðir. Milljónir Flórídabúa verða fyrir stórfelldum áhrifum fellibylsins með mannskæðum áhlaðanda sjávar og vindstyrk,“ sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída á blaðamannafundi í dag. Á sjöttu milljón íbúa hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Bensín og vatn er uppurið á svæðinu og hillur verslana galtómar. Þau sem flýja svæðið hafa lent í vandræðum á leið sinni vegna mikillar umferðar en aðeins þrír þjóðvegir eru úr fylkinu. Líklegt er að sett verði á útgöngubann í ríkinu öllu á morgun. Verslanir og opinberar byggingar lokuðu um miðjan dag og þeir íbúar sem eru enn á svæðinu vinna hörðum höndum að því að koma eigum sínum í skjól. Fréttastofan hefur verið í sambandi við fjölmarga Íslendinga sem búsettir eru eða eru á ferðalagi á svæðinu. Margir þeirra hafa þegar flúið heimili sín og íslenskt par sem er á ferðalagi var gert að yfirgefa hótel sem þau dvöldu á. „Við komum upp á hótel milli þrjú og fjögur (í gær). Það beið öryggisvörður og sagði okkur að við yrðum að vera farin út fyrir klukkan átta á laugardagsmorgun,“ segir Svandís Stefánsdóttir sem er á ferðalagi í Flórída með kærasta sínum. Svandís segir tengslanet Íslendinga ótrúlegt og að fjölskylda í Tampa hafi skotið yfir þau skjólshúsi. Styrkur fellibylsins minnkaði í gær niður í fjórða stig en í nótt sótti hann í sig veðrið aftur og er metinn á fimmta stig á ný og búist við að hann verði hvað öflugastur þegar hann skellur á Flórída. Er kvíði? „Ég var það ekki fyrst, en þegar maður sér hræðsluna hérna úti, ekkert bensín, ekkert vatn, enginn matur. Þá verður maður svona smá smeykur,“ segir Svandís.Þriðji fellibylurinn Jose fetar svipaða slóð og Irma en þó nokkuð austar. Hann er enn að sækja í sig veðrið og var nálægt því að vera flokkaður sem fimmta stigs fellibylur í dag en líklegt er að hann skelli á austurhluta Karíbahafseyja eftir helgi.
Fellibylurinn Irma Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira