Irma ógnar allt að 26 milljónum manna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. september 2017 06:00 Eyjarskeggjar á Saint-Martin virtu í gær fyrir sér rústirnar sem Irma skildi eftir. Nordicphotos/AFP Fimmta stigs fellibylurinn Irma gæti haft mikil áhrif á líf allt að 26 milljóna manna. Við þessu varaði Rauði krossinn í gær. Walter Cotte, yfirmaður Rauða krossins í Norður- og Suður-Ameríku, sagði í gær að versta martröð samtakanna hefði nú þegar orðið að veruleika, meðal annars á eyjunni Barbúda sem sögð er vart byggileg eftir hamfarirnar. Irma hefur valdið gríðarlegu tjóni á eyjum Karíbahafsins nú þegar og stóð tala látinna í tíu þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Líklegt er að sú tala muni hækka. Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sagði við BBC í gær að hann hafi tekið eftir því þegar hann flaug yfir Barbúda að um 95 prósent bygginga eyjunnar væru laskaðar. „Að minnsta kosti hafa þök laskast, þök á sumum byggingum eru alveg farin, svo eru mjög margar byggingar gjörónýtar,“ sagði Browne. „Þetta gengur mér hjarta nær. Innviðir eyjunnar sködduðust mikið. Þú getur líka séð að eyjan sjálf er bókstaflega á kafi. Ég er á því að eins og er sé Barbúda óbyggileg,“ sagði Browne enn fremur og bætti því við að helmingur eyjarskeggja væri nú heimilislaus. Hins vegar hafi Antígva komið mun betur út úr óveðrinu. Þá varð einnig gríðarlegur skaði á eyjunni Saint-Martin, sem Frakkar og Hollendingar deila með sér. „Þetta eru gríðarlegar hamfarir. 95 prósent eyjunnar eyðilögðust algjörlega,“ sagði Daniel Gibbs, embættismaður á Saint-Martin, við BBC. Hollendingar hafa sent tvö herskip til eyjunnar til að aðstoða heimamenn en að sögn Mark Rutte forsætisráðherra er ekki hægt að sigla upp að eyjunni. „Það er ekki hægt að komast til eyjunnar eins og er vegna tjóns á höfnum og flugvöllum.“ Fellibylurinn olli skaða á mun fleiri eyjum en Saint-Martin og Barbúda, til dæmis á Anguilla, Bresku jómfrúaeyjum og Saint-Barthélemy. Irma er enn fimmta stigs fellibylur og sló hún met fellibylsins Haiyan í gær sem sá fellibylur sem hefur haldið meðalvindhraða yfir 82 metrum á sekúndu í lengstan tíma. Samkvæmt frétt CNN stefnir í að Irma verði enn fimmta stigs fellibylur á morgun en að hún missi styrk og verði á fjórða stigi á laugardag þegar bylurinn fer meðfram norðurströnd Kúbu. Spár gera ráð fyrir að Irma haldi þaðan áfram til Flórída og gangi á land sem fjórða stigs fellibylur þar á sunnudag áður en hún verður þriðja stigs fellibylur þar sem Georgía mætir Flórída. Bandaríkjamenn eru nú að búa sig undir hamfarirnar en stutt er frá því að fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas og olli miklu tjóni bæði þar og í Louisiana. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær hafa miklar áhyggjur af bylnum. „Við höfum miklar áhyggjur, við erum að vinna af miklu kappi. Við erum eins vel undirbúin og hægt er að vera fyrir eitthvað svona. Nú er þetta bara spurning um hvað gerist,“ sagði forsetinn. Þá fyrirskipaði Nathan Deal, ríkisstjóri Georgíu, rýmingu borgarinnar Savannah á austurströndinni. Rýming á að hefjast á laugardaginn. „Ég hvet alla Georgíumenn sem eru við ströndina og gætu orðið fyrir barðinu á storminum til þess að rýma svæðið eins fljótt og hægt er,“ sagði Deal. En Irma er ekki eini fellibylurinn á svæðinu enda hafa hitabeltisstormarnir Katia og Jose nú breyst í fellibylji. Jose fylgir fast á hæla Irmu en samkvæmt spám mun hann þó sveigja í norðurátt og eins og er hefur ekkert land gefið út fellibylsviðvörun vegna hans. Katia er hins vegar skammt undan Mexíkó og hafa nokkur ríki Mexíkó gefið út fellibylsviðvörun vegna hennar. Antígva og Barbúda Birtist í Fréttablaðinu Fellibylurinn Irma Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira
Fimmta stigs fellibylurinn Irma gæti haft mikil áhrif á líf allt að 26 milljóna manna. Við þessu varaði Rauði krossinn í gær. Walter Cotte, yfirmaður Rauða krossins í Norður- og Suður-Ameríku, sagði í gær að versta martröð samtakanna hefði nú þegar orðið að veruleika, meðal annars á eyjunni Barbúda sem sögð er vart byggileg eftir hamfarirnar. Irma hefur valdið gríðarlegu tjóni á eyjum Karíbahafsins nú þegar og stóð tala látinna í tíu þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Líklegt er að sú tala muni hækka. Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sagði við BBC í gær að hann hafi tekið eftir því þegar hann flaug yfir Barbúda að um 95 prósent bygginga eyjunnar væru laskaðar. „Að minnsta kosti hafa þök laskast, þök á sumum byggingum eru alveg farin, svo eru mjög margar byggingar gjörónýtar,“ sagði Browne. „Þetta gengur mér hjarta nær. Innviðir eyjunnar sködduðust mikið. Þú getur líka séð að eyjan sjálf er bókstaflega á kafi. Ég er á því að eins og er sé Barbúda óbyggileg,“ sagði Browne enn fremur og bætti því við að helmingur eyjarskeggja væri nú heimilislaus. Hins vegar hafi Antígva komið mun betur út úr óveðrinu. Þá varð einnig gríðarlegur skaði á eyjunni Saint-Martin, sem Frakkar og Hollendingar deila með sér. „Þetta eru gríðarlegar hamfarir. 95 prósent eyjunnar eyðilögðust algjörlega,“ sagði Daniel Gibbs, embættismaður á Saint-Martin, við BBC. Hollendingar hafa sent tvö herskip til eyjunnar til að aðstoða heimamenn en að sögn Mark Rutte forsætisráðherra er ekki hægt að sigla upp að eyjunni. „Það er ekki hægt að komast til eyjunnar eins og er vegna tjóns á höfnum og flugvöllum.“ Fellibylurinn olli skaða á mun fleiri eyjum en Saint-Martin og Barbúda, til dæmis á Anguilla, Bresku jómfrúaeyjum og Saint-Barthélemy. Irma er enn fimmta stigs fellibylur og sló hún met fellibylsins Haiyan í gær sem sá fellibylur sem hefur haldið meðalvindhraða yfir 82 metrum á sekúndu í lengstan tíma. Samkvæmt frétt CNN stefnir í að Irma verði enn fimmta stigs fellibylur á morgun en að hún missi styrk og verði á fjórða stigi á laugardag þegar bylurinn fer meðfram norðurströnd Kúbu. Spár gera ráð fyrir að Irma haldi þaðan áfram til Flórída og gangi á land sem fjórða stigs fellibylur þar á sunnudag áður en hún verður þriðja stigs fellibylur þar sem Georgía mætir Flórída. Bandaríkjamenn eru nú að búa sig undir hamfarirnar en stutt er frá því að fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas og olli miklu tjóni bæði þar og í Louisiana. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær hafa miklar áhyggjur af bylnum. „Við höfum miklar áhyggjur, við erum að vinna af miklu kappi. Við erum eins vel undirbúin og hægt er að vera fyrir eitthvað svona. Nú er þetta bara spurning um hvað gerist,“ sagði forsetinn. Þá fyrirskipaði Nathan Deal, ríkisstjóri Georgíu, rýmingu borgarinnar Savannah á austurströndinni. Rýming á að hefjast á laugardaginn. „Ég hvet alla Georgíumenn sem eru við ströndina og gætu orðið fyrir barðinu á storminum til þess að rýma svæðið eins fljótt og hægt er,“ sagði Deal. En Irma er ekki eini fellibylurinn á svæðinu enda hafa hitabeltisstormarnir Katia og Jose nú breyst í fellibylji. Jose fylgir fast á hæla Irmu en samkvæmt spám mun hann þó sveigja í norðurátt og eins og er hefur ekkert land gefið út fellibylsviðvörun vegna hans. Katia er hins vegar skammt undan Mexíkó og hafa nokkur ríki Mexíkó gefið út fellibylsviðvörun vegna hennar.
Antígva og Barbúda Birtist í Fréttablaðinu Fellibylurinn Irma Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira