Er hægt að minnka brotthvarf og bæta námsárangur með námsgagnastyrkjum? Ólafur Hjörtur Sigurjónsson og Steinn Jóhannsson skrifar 7. september 2017 10:46 Undanfarin ár hefur hátt brotthvarf nemenda í íslenskum framhaldsskólum verið áberandi í umræðunni. Ýmsar skýringar hafa verið nefndar, m.a. margir nemendur sem innritast í framhaldsskóla hafa ekki lokið hæfniviðmiðum grunnskólans. Þessi hópur þarf að endurtaka stóran hluta námsefnis grunnskólans sem getur skapað námsleiða og valdið hærra brotthvarfi. Það hefur einnig komið fram að íslenskir framhaldsskólanemendur vinna meira með námi en þekkist í nágrannalöndunum og innan OECD-landanna. Samkvæmt rannsókinni Ungt fólk í framhaldsskólum sem Rannsóknir og greining hafa framkvæmt síðustu ár þá vinna 15-20% framhaldsskólanemenda 15 klukkustundir eða meira á viku með námi. Það er ljóst að svo mikil vinna hefur áhrif á skólasókn og námsárangur. Þá er stóra spurningin hvers vegna þurfa íslenskir framhaldsskólanemendur að vinna svona mikið með námi? Er það bágborinn efnahagur fjölskyldna þeirra eða einfaldlega þörfin að vera þátttakandi í neyslusamfélaginu sem kallar á mikla atvinnuþátttöku. Á Norðurlöndum fá nemendur yngri en 18 ára frí námsgögn sem þýðir að ekki er jafnmikil þörf á að vinna með námi. Brotthvarf á Norðurlöndunum er töluvert minna en á Íslandi og draga má þá ályktun að ein af skýringunum sé að þar vinna nemendur minna með skóla. Við upphaf skólaársins er jafnan dreginn fram sá mikli kostnaður sem námsmenn þurfa að greiða vegna námsgagna. Sem betur fer hafa mörg sveitafélög breytt um stefnu í þessum málum og greiða fyrir nær öll námsgögn grunnskólanemenda en hvað varðar framhaldsskólann og nemendur sem eru yngri en 18 ára þá getur námsgagnakostnaður hlaupið á tugum þúsunda á hverri önn. Fjölmörgum efnalitlum fjölskyldum getur því reynst erfitt að fjármagna námsgagnakaupin. Huga þarf að leiðum hér á landi hvort hægt sé að koma til móts við nemendur yngri en 18. ára sem stunda nám í framhaldsskóla og þurfa að kaupa námsgögn fyrir tugi þúsunda. Í 51. grein laga um framhaldsskóla segir: Námsgögn. „Í fjárlögum ár hvert skal tilgreind sú fjárhæð sem veitt er til að mæta kostnaði nemenda vegna námsgagna. Ráðherra setur reglur um skiptingu fjárins og fyrirkomulag þessa stuðnings.“Enn sem komið er hefur enginn mennta- og menningarmálaráðherra mælt fyrir slíkum stuðningi til námsgagna sem myndi án efa hafa mjög jákvæð áhrif á framhaldsskólann. Í dag stunda um 8.000 nemendur nám í framhaldsskólum sem eru undir 18 ára aldri (16-17 ára). Ef þessi hópur ætti kost á námsgagnastyrk fyrstu fjórar annirnar í framhaldsskóla þá myndi það mögulega skila eftirfarandi ávinningi: Minni vinnu nemenda með skóla Minna brotthvarfi Betri námsárangri Nemendur lykju námi á tilskyldum tíma Námsgagnastyrkur væri þannig fljótur að skila þjóðfélagslegum ávinningi fyrir samfélagið í heild sinni. Styrkurinn gæti verið greiddur eftir hverja önn þegar námsárangur liggur fyrir og gæti farið fram í gegnum t.d. LÍN líkt og með afgreiðslu jöfnunarstyrks sem LÍN sér um til framhaldsskólanemanda. Stóra spurningin er hvaðan á fjármagnið að koma? Fjármagnið gæti komið frá framlagi framhaldsskólans sem gert er ráð fyrir að sparist vegna minni árganga á komandi árum. Einnig mætti gera ráð fyrir að nýta afgangsfjárframlag þar sem nemendum í framhaldsskólum hefur fækkað hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Meta þyrfti vandlega hversu hár styrkurinn ætti að vera þannig að nemendur ættu ekki að þurfa vinna hálfa eða fulla vinnu til að fjármagna námsgögn. Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla Steinn Jóhannsson, konrektor MH Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinn Jóhannsson Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur hátt brotthvarf nemenda í íslenskum framhaldsskólum verið áberandi í umræðunni. Ýmsar skýringar hafa verið nefndar, m.a. margir nemendur sem innritast í framhaldsskóla hafa ekki lokið hæfniviðmiðum grunnskólans. Þessi hópur þarf að endurtaka stóran hluta námsefnis grunnskólans sem getur skapað námsleiða og valdið hærra brotthvarfi. Það hefur einnig komið fram að íslenskir framhaldsskólanemendur vinna meira með námi en þekkist í nágrannalöndunum og innan OECD-landanna. Samkvæmt rannsókinni Ungt fólk í framhaldsskólum sem Rannsóknir og greining hafa framkvæmt síðustu ár þá vinna 15-20% framhaldsskólanemenda 15 klukkustundir eða meira á viku með námi. Það er ljóst að svo mikil vinna hefur áhrif á skólasókn og námsárangur. Þá er stóra spurningin hvers vegna þurfa íslenskir framhaldsskólanemendur að vinna svona mikið með námi? Er það bágborinn efnahagur fjölskyldna þeirra eða einfaldlega þörfin að vera þátttakandi í neyslusamfélaginu sem kallar á mikla atvinnuþátttöku. Á Norðurlöndum fá nemendur yngri en 18 ára frí námsgögn sem þýðir að ekki er jafnmikil þörf á að vinna með námi. Brotthvarf á Norðurlöndunum er töluvert minna en á Íslandi og draga má þá ályktun að ein af skýringunum sé að þar vinna nemendur minna með skóla. Við upphaf skólaársins er jafnan dreginn fram sá mikli kostnaður sem námsmenn þurfa að greiða vegna námsgagna. Sem betur fer hafa mörg sveitafélög breytt um stefnu í þessum málum og greiða fyrir nær öll námsgögn grunnskólanemenda en hvað varðar framhaldsskólann og nemendur sem eru yngri en 18 ára þá getur námsgagnakostnaður hlaupið á tugum þúsunda á hverri önn. Fjölmörgum efnalitlum fjölskyldum getur því reynst erfitt að fjármagna námsgagnakaupin. Huga þarf að leiðum hér á landi hvort hægt sé að koma til móts við nemendur yngri en 18. ára sem stunda nám í framhaldsskóla og þurfa að kaupa námsgögn fyrir tugi þúsunda. Í 51. grein laga um framhaldsskóla segir: Námsgögn. „Í fjárlögum ár hvert skal tilgreind sú fjárhæð sem veitt er til að mæta kostnaði nemenda vegna námsgagna. Ráðherra setur reglur um skiptingu fjárins og fyrirkomulag þessa stuðnings.“Enn sem komið er hefur enginn mennta- og menningarmálaráðherra mælt fyrir slíkum stuðningi til námsgagna sem myndi án efa hafa mjög jákvæð áhrif á framhaldsskólann. Í dag stunda um 8.000 nemendur nám í framhaldsskólum sem eru undir 18 ára aldri (16-17 ára). Ef þessi hópur ætti kost á námsgagnastyrk fyrstu fjórar annirnar í framhaldsskóla þá myndi það mögulega skila eftirfarandi ávinningi: Minni vinnu nemenda með skóla Minna brotthvarfi Betri námsárangri Nemendur lykju námi á tilskyldum tíma Námsgagnastyrkur væri þannig fljótur að skila þjóðfélagslegum ávinningi fyrir samfélagið í heild sinni. Styrkurinn gæti verið greiddur eftir hverja önn þegar námsárangur liggur fyrir og gæti farið fram í gegnum t.d. LÍN líkt og með afgreiðslu jöfnunarstyrks sem LÍN sér um til framhaldsskólanemanda. Stóra spurningin er hvaðan á fjármagnið að koma? Fjármagnið gæti komið frá framlagi framhaldsskólans sem gert er ráð fyrir að sparist vegna minni árganga á komandi árum. Einnig mætti gera ráð fyrir að nýta afgangsfjárframlag þar sem nemendum í framhaldsskólum hefur fækkað hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Meta þyrfti vandlega hversu hár styrkurinn ætti að vera þannig að nemendur ættu ekki að þurfa vinna hálfa eða fulla vinnu til að fjármagna námsgögn. Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla Steinn Jóhannsson, konrektor MH
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun