Mörgum mannslífum bjargað Steindór J. Erlingsson og Pétur Hauksson skrifar 7. september 2017 07:00 Undirritaðir eiga það sameiginlegt að hafa bent á ýmislegt sem betur mætti fara á geðdeild Landspítala. Okkur blöskrar hins vegar sú neikvæða umræða um deildina sem nú á sér stað. Okkar vel meintu athugasemdir á árum áður eru léttvægar í samanburði við núverandi holskeflu óvæginnar gagnrýni. Auðvitað ber að draga lærdóm af hörmulegum atburðum undanfarið, og það verður örugglega gert. Á sama tíma má það alveg koma fram að starfsfólki geðdeildar tekst með starfi sínu að koma í veg fyrir mörg sjálfsvíg og annan skaða. Mörgum mannslífum hefur verið bjargað, en það fer ekki hátt. Ekki er litið á starfið sem hetjulækningar og þessi mannbjörg ratar ekki í fjölmiðla. Hvernig fer starfsfólk geðdeildar að? Árangurinn næst með umfangsmiklu, faglegu og óeigingjörnu starfi. Þetta er erfiðisvinna. Starfsfólk er jafnvel í hættu þegar sjúklingar koma undir áhrifum og í ójafnvægi. Starfsfólk geðdeildar kveinkar sér hins vegar ekki og heldur áfram að gera sitt besta. Komið er fram við sjúka af nærgætni og virðingu. Það skiptir mestu máli og gerir meira gagn en nauðung og hroki. Lausnin er ekki að breyta reglum þannig að strangara eftirlit verði með inniliggjandi sjúklingum, né að nauðung verði aukin. Það myndi breyta sjúkrahúsinu í fangelsi. Aðgengi að sérhæfðri bráðaþjónustu á geðsviði er betri hér en í nágrannalöndum. Hér getur hver sem er gengið inn og fengið faglega aðstoð sérhæfðs starfsmanns geðdeildar, á hvaða tíma dags sem er, án milligöngu eða síunar. Geri aðrir betur. Ekki eru allir sem mæta á geðdeild lagðir inn. Hægt væri að fylla Landspítala allan á svipstundu ef allir sem þess óska yrðu lagðir inn. Hins vegar virðist starfsfólk geðdeildar leggja metnað sinn í að finna viðeigandi úrræði fyrir alla sem þangað leita. Ráðgjöf er veitt og öllum er komið í farveg, eins og það er kallað. Úrræðin geta verið innan deildarinnar eða utan. Heilsugæslan getur í mörgum tilvikum veitt viðeigandi hjálp, þrátt fyrir neikvæða umræðu um þá mikilvægu þjónustu. Hlutverkasetur, Hugarafl, Geðhjálp, Klúbburinn Geysir og Rauðakrossathvörfin Vin, Laut og Lækur hjálpa einnig mörgum. Reynsla greinarhöfunda er að þeir sem þurfa innlögn eru lagðir inn, m.a. þeir sem eru í sjálfsvígshættu og eru með geðsjúkdóm. Starfsfólkið er lífsbjörg þeirra. Vanlíðan er að vonum mikil og fáir tjá sig um hana og hjálpina sem þeim er veitt. Og ekki fer starfsfólk geðdeildar að hrósa sjálfu sér. Hjálpin fer ekki hátt og því er þetta ritað. Auk umræðu um framangreinda mannbjörg, mæla greinarhöfundar með umræðu og aðgerðum til að koma í veg fyrir þann mikla fjölda sjálfsvíga sem eiga sér stað hér á landi á ári hverju. Steindór J. Erlingsson er vísindasagnfræðingur og hefur oft þurft að leita hjálpar á geðdeild Landspítala.Pétur Hauksson er geðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Undirritaðir eiga það sameiginlegt að hafa bent á ýmislegt sem betur mætti fara á geðdeild Landspítala. Okkur blöskrar hins vegar sú neikvæða umræða um deildina sem nú á sér stað. Okkar vel meintu athugasemdir á árum áður eru léttvægar í samanburði við núverandi holskeflu óvæginnar gagnrýni. Auðvitað ber að draga lærdóm af hörmulegum atburðum undanfarið, og það verður örugglega gert. Á sama tíma má það alveg koma fram að starfsfólki geðdeildar tekst með starfi sínu að koma í veg fyrir mörg sjálfsvíg og annan skaða. Mörgum mannslífum hefur verið bjargað, en það fer ekki hátt. Ekki er litið á starfið sem hetjulækningar og þessi mannbjörg ratar ekki í fjölmiðla. Hvernig fer starfsfólk geðdeildar að? Árangurinn næst með umfangsmiklu, faglegu og óeigingjörnu starfi. Þetta er erfiðisvinna. Starfsfólk er jafnvel í hættu þegar sjúklingar koma undir áhrifum og í ójafnvægi. Starfsfólk geðdeildar kveinkar sér hins vegar ekki og heldur áfram að gera sitt besta. Komið er fram við sjúka af nærgætni og virðingu. Það skiptir mestu máli og gerir meira gagn en nauðung og hroki. Lausnin er ekki að breyta reglum þannig að strangara eftirlit verði með inniliggjandi sjúklingum, né að nauðung verði aukin. Það myndi breyta sjúkrahúsinu í fangelsi. Aðgengi að sérhæfðri bráðaþjónustu á geðsviði er betri hér en í nágrannalöndum. Hér getur hver sem er gengið inn og fengið faglega aðstoð sérhæfðs starfsmanns geðdeildar, á hvaða tíma dags sem er, án milligöngu eða síunar. Geri aðrir betur. Ekki eru allir sem mæta á geðdeild lagðir inn. Hægt væri að fylla Landspítala allan á svipstundu ef allir sem þess óska yrðu lagðir inn. Hins vegar virðist starfsfólk geðdeildar leggja metnað sinn í að finna viðeigandi úrræði fyrir alla sem þangað leita. Ráðgjöf er veitt og öllum er komið í farveg, eins og það er kallað. Úrræðin geta verið innan deildarinnar eða utan. Heilsugæslan getur í mörgum tilvikum veitt viðeigandi hjálp, þrátt fyrir neikvæða umræðu um þá mikilvægu þjónustu. Hlutverkasetur, Hugarafl, Geðhjálp, Klúbburinn Geysir og Rauðakrossathvörfin Vin, Laut og Lækur hjálpa einnig mörgum. Reynsla greinarhöfunda er að þeir sem þurfa innlögn eru lagðir inn, m.a. þeir sem eru í sjálfsvígshættu og eru með geðsjúkdóm. Starfsfólkið er lífsbjörg þeirra. Vanlíðan er að vonum mikil og fáir tjá sig um hana og hjálpina sem þeim er veitt. Og ekki fer starfsfólk geðdeildar að hrósa sjálfu sér. Hjálpin fer ekki hátt og því er þetta ritað. Auk umræðu um framangreinda mannbjörg, mæla greinarhöfundar með umræðu og aðgerðum til að koma í veg fyrir þann mikla fjölda sjálfsvíga sem eiga sér stað hér á landi á ári hverju. Steindór J. Erlingsson er vísindasagnfræðingur og hefur oft þurft að leita hjálpar á geðdeild Landspítala.Pétur Hauksson er geðlæknir.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun