Stressaðir framhaldsskólanemar Óskar Steinn Ómarsson skrifar 19. september 2017 17:30 Íslenskir framhaldsskólanemar eru undir miklu álagi. Samhliða ströngum námskröfum eru margir nemar í mikilli vinnu með námi og flest þekkjum við það mikla og fjölbreytta félagslíf sem fylgir framhaldsskólaárunum. Það heyrir til undantekninga að starfandi sálfræðingar séu í skólunum og þar sem þeir eru anna þeir ekki eftirspurn. Það er ekki furða að ungmennum líði sífellt verr og að brottfall úr framhaldsskólum sé hátt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn stytti framhaldsskólann um eitt ár var ekkert tillit tekið til þess aukna álags sem það gæti haft í för með sér fyrir nemendur. Án samráðs við fagfólk og þrátt fyrir hávær mótmæli skólastjórnenda var tekin ákvörðun um að þjappa öllu námsefninu saman í þrjú ár. Fjölbreytni og sveigjanleiki viku fyrir þröngum hagsmunum atvinnulífsins. Skóladagur nemenda lengdist og námsálag jókst. Á sama tíma hafa engin skref verið stigin til að koma til móts við nemendur með nokkrum hætti. Íslenskir unglingar vinna miklu meira en jafnaldrar þeirra á norðurlöndum, m.a. til að standa straum af háum bóka- og námsgagnakostnaði. Andleg veikindi eru enn tabú innan íslenska skólakerfisins og ungmenni mæta ekki nægilegum skilningi vegna álags, kvíða og vanlíðanar. Þetta leiðir til brottfalls úr skóla og allt of mörg ungmenni enda á örorku vegna alvarlegra andlegra veikinda.Námsstyrki og sálfræðinga í framhaldsskólaÍ menntakerfinu eigum við ekki að burðast með annað en bækur. Tökum upp námsstyrki í framhaldsskólunum, svo nemendur geti einbeitt sér að náminu og þurfi ekki að vinna langa vinnudaga samhliða skólanum. Ráðum sálfræðinga inn í alla framhaldsskóla, svo nemendur geti fengið aðstoð þar, og aukum niðurgreiðslur til almennrar sálfræðiþjónustu um allt land. Þannig getum við dregið úr vanlíðan ungmenna og komið í veg fyrir brottfall úr skóla.Höfundur er ritari Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Íslenskir framhaldsskólanemar eru undir miklu álagi. Samhliða ströngum námskröfum eru margir nemar í mikilli vinnu með námi og flest þekkjum við það mikla og fjölbreytta félagslíf sem fylgir framhaldsskólaárunum. Það heyrir til undantekninga að starfandi sálfræðingar séu í skólunum og þar sem þeir eru anna þeir ekki eftirspurn. Það er ekki furða að ungmennum líði sífellt verr og að brottfall úr framhaldsskólum sé hátt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn stytti framhaldsskólann um eitt ár var ekkert tillit tekið til þess aukna álags sem það gæti haft í för með sér fyrir nemendur. Án samráðs við fagfólk og þrátt fyrir hávær mótmæli skólastjórnenda var tekin ákvörðun um að þjappa öllu námsefninu saman í þrjú ár. Fjölbreytni og sveigjanleiki viku fyrir þröngum hagsmunum atvinnulífsins. Skóladagur nemenda lengdist og námsálag jókst. Á sama tíma hafa engin skref verið stigin til að koma til móts við nemendur með nokkrum hætti. Íslenskir unglingar vinna miklu meira en jafnaldrar þeirra á norðurlöndum, m.a. til að standa straum af háum bóka- og námsgagnakostnaði. Andleg veikindi eru enn tabú innan íslenska skólakerfisins og ungmenni mæta ekki nægilegum skilningi vegna álags, kvíða og vanlíðanar. Þetta leiðir til brottfalls úr skóla og allt of mörg ungmenni enda á örorku vegna alvarlegra andlegra veikinda.Námsstyrki og sálfræðinga í framhaldsskólaÍ menntakerfinu eigum við ekki að burðast með annað en bækur. Tökum upp námsstyrki í framhaldsskólunum, svo nemendur geti einbeitt sér að náminu og þurfi ekki að vinna langa vinnudaga samhliða skólanum. Ráðum sálfræðinga inn í alla framhaldsskóla, svo nemendur geti fengið aðstoð þar, og aukum niðurgreiðslur til almennrar sálfræðiþjónustu um allt land. Þannig getum við dregið úr vanlíðan ungmenna og komið í veg fyrir brottfall úr skóla.Höfundur er ritari Samfylkingarinnar.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun