Slóvenar burstuðu Spánverja og eru komnir í úrslitaleikinn í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2017 20:16 Goran Dragić og Luka Doncic fagna í kvöld. Vísir/EPA Óvænt úrslit urðu í Evrópukeppni karla í körfubolta í kvöld þegar spútniklið Slóvena hélt áfram sigurgöngu sinni og kom í veg fyrir að Evrópumeistarar Spánverja spili til úrslita í ár. Slóvenarnir unnu ekki aðeins ríkjandi meistara heldur burstuðu þá. Slóvenar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með tuttugu stiga stórsigri á Spáni, 92-72, en bæði liðin voru búin að vinna fyrstu sjö leiki sína á mótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Slóvenía kemst í úrslitaleik Evrópukeppninnar en liðið hafði einu sinni áður komist í undanúrslit og endaði þá í fjórða sæti (2009). Spánverjar eru hinsvegar ríkjandi Evrópumeistarar og höfðu unnið Evrópumeistaratitilinn þrisvar sinnum í síðustu fjórum mótum. Það bjuggust flestir við að þær færu alla leið í ár en þeir komust ekki framhjá hinu frábæra liði Slóvena. NBA-leikmaðurinn Goran Dragić skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar fyrir Slóveníu í kvöld en hann fékk líka mikla hjálp frá liðsfélögum sínum. Anthony Randolph var með 15 stig og hinn átján ára gamli Luka Doncic skoraði 11 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í kvöld. Þá skoraði Klemen Prepelic 13 stig og Gasper Vidmar var með 12 stig. NBA-leikmennirnir hjá spænska landsliðinu, Pau Gasol (16 stig), Marc Gasol (12 stig) og Ricky Rubio (13 stig) voru atkvæðamestir Slóvenar mæta annaðhvort Rússlandi eða Serbíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram annað kvöld. Slóvenar voru komnir sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-19, og voru síðan fjórum stigum yfir í hálfleik, 49-45. Frábær þriðji leikhluti, sem slóvenska liðið vann 24-12, kom liðinu í sextán stiga forystu fyrri lokaleikhlutann, 73-57. Slóvenar komust nítján stigum yfir, 76-57, í upphafi fjórða leikhlutans og voru síðan 21 stigi yfir, 83-62, þegar sex mínútur voru eftir. Spánverjar náðu aðeins að laga stöðuna en það stóð ekki lengi yfir því Slóvenarnir gáfu aftur í og kláruðu leikinn sannfærandi. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Óvænt úrslit urðu í Evrópukeppni karla í körfubolta í kvöld þegar spútniklið Slóvena hélt áfram sigurgöngu sinni og kom í veg fyrir að Evrópumeistarar Spánverja spili til úrslita í ár. Slóvenarnir unnu ekki aðeins ríkjandi meistara heldur burstuðu þá. Slóvenar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með tuttugu stiga stórsigri á Spáni, 92-72, en bæði liðin voru búin að vinna fyrstu sjö leiki sína á mótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Slóvenía kemst í úrslitaleik Evrópukeppninnar en liðið hafði einu sinni áður komist í undanúrslit og endaði þá í fjórða sæti (2009). Spánverjar eru hinsvegar ríkjandi Evrópumeistarar og höfðu unnið Evrópumeistaratitilinn þrisvar sinnum í síðustu fjórum mótum. Það bjuggust flestir við að þær færu alla leið í ár en þeir komust ekki framhjá hinu frábæra liði Slóvena. NBA-leikmaðurinn Goran Dragić skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar fyrir Slóveníu í kvöld en hann fékk líka mikla hjálp frá liðsfélögum sínum. Anthony Randolph var með 15 stig og hinn átján ára gamli Luka Doncic skoraði 11 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í kvöld. Þá skoraði Klemen Prepelic 13 stig og Gasper Vidmar var með 12 stig. NBA-leikmennirnir hjá spænska landsliðinu, Pau Gasol (16 stig), Marc Gasol (12 stig) og Ricky Rubio (13 stig) voru atkvæðamestir Slóvenar mæta annaðhvort Rússlandi eða Serbíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram annað kvöld. Slóvenar voru komnir sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-19, og voru síðan fjórum stigum yfir í hálfleik, 49-45. Frábær þriðji leikhluti, sem slóvenska liðið vann 24-12, kom liðinu í sextán stiga forystu fyrri lokaleikhlutann, 73-57. Slóvenar komust nítján stigum yfir, 76-57, í upphafi fjórða leikhlutans og voru síðan 21 stigi yfir, 83-62, þegar sex mínútur voru eftir. Spánverjar náðu aðeins að laga stöðuna en það stóð ekki lengi yfir því Slóvenarnir gáfu aftur í og kláruðu leikinn sannfærandi.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira