Kvika kaupir fyrirtækjaráðgjöf Beringer Finance á Íslandi Hörður Ægisson skrifar 14. september 2017 07:00 Samtals munu fjórir nýir stjórnendur taka sæti í framkvæmdastjórn fjárfestingabankans Kviku á þessu ári. Fréttablaðið/GVA Kvika banki hefur keypt fyrirtækjaráðgjöf norræna fjárfestingabankans Beringer Finance á Íslandi. Gengið var endanlega frá samkomulagi vegna kaupanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Baldur Stefánsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Beringer ásamt því að veita starfsemi bankans forstöðu á Íslandi frá því í ársbyrjun, mun í kjölfarið verða nýr framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kviku. Tekur hann við starfinu af Magnúsi Bjarnasyni sem var á meðal þeirra átta starfsmanna sem var sagt upp störfum hjá Kviku banka í ágúst síðastliðnum. Samhliða kaupunum munu Kvika og Beringer Finance einnig hefja samstarf á sviði fyrirtækjaráðgjafar á Íslandi, í Svíþjóð og í Noregi. Þannig mun Kvika taka yfir velflest verkefni fyrirtækjaráðgjafar Beringer og eins ráða til sín hluta af íslenskum starfsmönnum bankans. Á meðal verkefna sem fyrirtækjaráðgjöf Beringer hefur verið að vinna að síðustu mánuði er undirbúningur að söluferli eignaleigufyrirtækisins Lýsingar og íslenska fataframleiðandans Cintamani. Ekki stendur hins vegar til að umsjón og ráðgjöf með væntanlegu söluferli Lýsingar færist yfir til fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það stafar meðal annars af því að mögulegt er að Kvika verði á meðal væntanlegra bjóðenda í fyrirtækið og þá voru fulltrúar bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, langsamlega stærsta hluthafa Klakka, móðurfélags Lýsingar, jafnframt mótfallnir því að Kvika banki tæki yfir verkefnið. Á fundi sem yfirmenn Beringer Finance áttu með Jeremy Lowe, sem hefur stýrt umfangsmikilli starfsemi sjóðsins á Íslandi síðustu ár, í London í gær náðist samkomulag um að söluferli Lýsingar myndi ekki fylgja með í kaupum Kviku heldur yrði það eftir sem áður í höndum Beringer Finance.Auk Baldurs mun meðal annars Sveinn Guðjónsson, sem hefur verið forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Beringer frá því í mars á þessu ári, flytja sig um set yfir í fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka. Áður en Baldur og Sveinn réðu sig til Beringer Finance höfðu þeir báðir starfað um árabil í fyrirtækjaráðgjöf hjá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance þar sem Baldur hafði verið á meðal meðeigenda frá 2008 og Sveinn starfað sem verkefnisstjóri. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að með sameiningunni verði ráðgjöf Kviku í kjörstöðu til að veita viðskiptavinum bankans framúrskarandi þjónustu. „Þá býður samstarfið við Beringer Finance í Skandinavíu upp á áhugaverð tækifæri fyrir bankann,“ að sögn Ármanns. Beringer var stofnað 2014 af Aðalsteini Jóhannssyni, sem er jafnframt forstjóri bankans, en í fyrra var tilkynnt að fyrirtækið hefði sameinast Fondsfinans, elsta fjárfestingabanka Noregs. Í dag starfa samtals um 80 manns hjá Beringer. Aðalsteinn segir í tilefni samkomulagsins við Kviku að kjarnastarfsemi Beringer Finance á helstu mörkuðum hafi færst yfir á verkefni tengd tækni og hugviti og muni bankinn áfram sinna verkefnum á þeim sviðum á Íslandi sem og alþjóðlega. „Við teljum að samstarf okkar við Kviku bjóði upp á möguleika fyrir báða aðila til að einbeita sér enn frekar að styrkleikum hvors um sig auk þess sem Beringer Finance mun opna nýja markaði í Skandinavíu fyrir viðskiptavini Kviku,“ segir Aðalsteinn. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Kvika banki hefur keypt fyrirtækjaráðgjöf norræna fjárfestingabankans Beringer Finance á Íslandi. Gengið var endanlega frá samkomulagi vegna kaupanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Baldur Stefánsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Beringer ásamt því að veita starfsemi bankans forstöðu á Íslandi frá því í ársbyrjun, mun í kjölfarið verða nýr framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kviku. Tekur hann við starfinu af Magnúsi Bjarnasyni sem var á meðal þeirra átta starfsmanna sem var sagt upp störfum hjá Kviku banka í ágúst síðastliðnum. Samhliða kaupunum munu Kvika og Beringer Finance einnig hefja samstarf á sviði fyrirtækjaráðgjafar á Íslandi, í Svíþjóð og í Noregi. Þannig mun Kvika taka yfir velflest verkefni fyrirtækjaráðgjafar Beringer og eins ráða til sín hluta af íslenskum starfsmönnum bankans. Á meðal verkefna sem fyrirtækjaráðgjöf Beringer hefur verið að vinna að síðustu mánuði er undirbúningur að söluferli eignaleigufyrirtækisins Lýsingar og íslenska fataframleiðandans Cintamani. Ekki stendur hins vegar til að umsjón og ráðgjöf með væntanlegu söluferli Lýsingar færist yfir til fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það stafar meðal annars af því að mögulegt er að Kvika verði á meðal væntanlegra bjóðenda í fyrirtækið og þá voru fulltrúar bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, langsamlega stærsta hluthafa Klakka, móðurfélags Lýsingar, jafnframt mótfallnir því að Kvika banki tæki yfir verkefnið. Á fundi sem yfirmenn Beringer Finance áttu með Jeremy Lowe, sem hefur stýrt umfangsmikilli starfsemi sjóðsins á Íslandi síðustu ár, í London í gær náðist samkomulag um að söluferli Lýsingar myndi ekki fylgja með í kaupum Kviku heldur yrði það eftir sem áður í höndum Beringer Finance.Auk Baldurs mun meðal annars Sveinn Guðjónsson, sem hefur verið forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Beringer frá því í mars á þessu ári, flytja sig um set yfir í fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka. Áður en Baldur og Sveinn réðu sig til Beringer Finance höfðu þeir báðir starfað um árabil í fyrirtækjaráðgjöf hjá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance þar sem Baldur hafði verið á meðal meðeigenda frá 2008 og Sveinn starfað sem verkefnisstjóri. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að með sameiningunni verði ráðgjöf Kviku í kjörstöðu til að veita viðskiptavinum bankans framúrskarandi þjónustu. „Þá býður samstarfið við Beringer Finance í Skandinavíu upp á áhugaverð tækifæri fyrir bankann,“ að sögn Ármanns. Beringer var stofnað 2014 af Aðalsteini Jóhannssyni, sem er jafnframt forstjóri bankans, en í fyrra var tilkynnt að fyrirtækið hefði sameinast Fondsfinans, elsta fjárfestingabanka Noregs. Í dag starfa samtals um 80 manns hjá Beringer. Aðalsteinn segir í tilefni samkomulagsins við Kviku að kjarnastarfsemi Beringer Finance á helstu mörkuðum hafi færst yfir á verkefni tengd tækni og hugviti og muni bankinn áfram sinna verkefnum á þeim sviðum á Íslandi sem og alþjóðlega. „Við teljum að samstarf okkar við Kviku bjóði upp á möguleika fyrir báða aðila til að einbeita sér enn frekar að styrkleikum hvors um sig auk þess sem Beringer Finance mun opna nýja markaði í Skandinavíu fyrir viðskiptavini Kviku,“ segir Aðalsteinn.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira