Kvika kaupir fyrirtækjaráðgjöf Beringer Finance á Íslandi Hörður Ægisson skrifar 14. september 2017 07:00 Samtals munu fjórir nýir stjórnendur taka sæti í framkvæmdastjórn fjárfestingabankans Kviku á þessu ári. Fréttablaðið/GVA Kvika banki hefur keypt fyrirtækjaráðgjöf norræna fjárfestingabankans Beringer Finance á Íslandi. Gengið var endanlega frá samkomulagi vegna kaupanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Baldur Stefánsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Beringer ásamt því að veita starfsemi bankans forstöðu á Íslandi frá því í ársbyrjun, mun í kjölfarið verða nýr framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kviku. Tekur hann við starfinu af Magnúsi Bjarnasyni sem var á meðal þeirra átta starfsmanna sem var sagt upp störfum hjá Kviku banka í ágúst síðastliðnum. Samhliða kaupunum munu Kvika og Beringer Finance einnig hefja samstarf á sviði fyrirtækjaráðgjafar á Íslandi, í Svíþjóð og í Noregi. Þannig mun Kvika taka yfir velflest verkefni fyrirtækjaráðgjafar Beringer og eins ráða til sín hluta af íslenskum starfsmönnum bankans. Á meðal verkefna sem fyrirtækjaráðgjöf Beringer hefur verið að vinna að síðustu mánuði er undirbúningur að söluferli eignaleigufyrirtækisins Lýsingar og íslenska fataframleiðandans Cintamani. Ekki stendur hins vegar til að umsjón og ráðgjöf með væntanlegu söluferli Lýsingar færist yfir til fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það stafar meðal annars af því að mögulegt er að Kvika verði á meðal væntanlegra bjóðenda í fyrirtækið og þá voru fulltrúar bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, langsamlega stærsta hluthafa Klakka, móðurfélags Lýsingar, jafnframt mótfallnir því að Kvika banki tæki yfir verkefnið. Á fundi sem yfirmenn Beringer Finance áttu með Jeremy Lowe, sem hefur stýrt umfangsmikilli starfsemi sjóðsins á Íslandi síðustu ár, í London í gær náðist samkomulag um að söluferli Lýsingar myndi ekki fylgja með í kaupum Kviku heldur yrði það eftir sem áður í höndum Beringer Finance.Auk Baldurs mun meðal annars Sveinn Guðjónsson, sem hefur verið forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Beringer frá því í mars á þessu ári, flytja sig um set yfir í fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka. Áður en Baldur og Sveinn réðu sig til Beringer Finance höfðu þeir báðir starfað um árabil í fyrirtækjaráðgjöf hjá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance þar sem Baldur hafði verið á meðal meðeigenda frá 2008 og Sveinn starfað sem verkefnisstjóri. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að með sameiningunni verði ráðgjöf Kviku í kjörstöðu til að veita viðskiptavinum bankans framúrskarandi þjónustu. „Þá býður samstarfið við Beringer Finance í Skandinavíu upp á áhugaverð tækifæri fyrir bankann,“ að sögn Ármanns. Beringer var stofnað 2014 af Aðalsteini Jóhannssyni, sem er jafnframt forstjóri bankans, en í fyrra var tilkynnt að fyrirtækið hefði sameinast Fondsfinans, elsta fjárfestingabanka Noregs. Í dag starfa samtals um 80 manns hjá Beringer. Aðalsteinn segir í tilefni samkomulagsins við Kviku að kjarnastarfsemi Beringer Finance á helstu mörkuðum hafi færst yfir á verkefni tengd tækni og hugviti og muni bankinn áfram sinna verkefnum á þeim sviðum á Íslandi sem og alþjóðlega. „Við teljum að samstarf okkar við Kviku bjóði upp á möguleika fyrir báða aðila til að einbeita sér enn frekar að styrkleikum hvors um sig auk þess sem Beringer Finance mun opna nýja markaði í Skandinavíu fyrir viðskiptavini Kviku,“ segir Aðalsteinn. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Kvika banki hefur keypt fyrirtækjaráðgjöf norræna fjárfestingabankans Beringer Finance á Íslandi. Gengið var endanlega frá samkomulagi vegna kaupanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Baldur Stefánsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Beringer ásamt því að veita starfsemi bankans forstöðu á Íslandi frá því í ársbyrjun, mun í kjölfarið verða nýr framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kviku. Tekur hann við starfinu af Magnúsi Bjarnasyni sem var á meðal þeirra átta starfsmanna sem var sagt upp störfum hjá Kviku banka í ágúst síðastliðnum. Samhliða kaupunum munu Kvika og Beringer Finance einnig hefja samstarf á sviði fyrirtækjaráðgjafar á Íslandi, í Svíþjóð og í Noregi. Þannig mun Kvika taka yfir velflest verkefni fyrirtækjaráðgjafar Beringer og eins ráða til sín hluta af íslenskum starfsmönnum bankans. Á meðal verkefna sem fyrirtækjaráðgjöf Beringer hefur verið að vinna að síðustu mánuði er undirbúningur að söluferli eignaleigufyrirtækisins Lýsingar og íslenska fataframleiðandans Cintamani. Ekki stendur hins vegar til að umsjón og ráðgjöf með væntanlegu söluferli Lýsingar færist yfir til fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það stafar meðal annars af því að mögulegt er að Kvika verði á meðal væntanlegra bjóðenda í fyrirtækið og þá voru fulltrúar bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, langsamlega stærsta hluthafa Klakka, móðurfélags Lýsingar, jafnframt mótfallnir því að Kvika banki tæki yfir verkefnið. Á fundi sem yfirmenn Beringer Finance áttu með Jeremy Lowe, sem hefur stýrt umfangsmikilli starfsemi sjóðsins á Íslandi síðustu ár, í London í gær náðist samkomulag um að söluferli Lýsingar myndi ekki fylgja með í kaupum Kviku heldur yrði það eftir sem áður í höndum Beringer Finance.Auk Baldurs mun meðal annars Sveinn Guðjónsson, sem hefur verið forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Beringer frá því í mars á þessu ári, flytja sig um set yfir í fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka. Áður en Baldur og Sveinn réðu sig til Beringer Finance höfðu þeir báðir starfað um árabil í fyrirtækjaráðgjöf hjá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance þar sem Baldur hafði verið á meðal meðeigenda frá 2008 og Sveinn starfað sem verkefnisstjóri. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að með sameiningunni verði ráðgjöf Kviku í kjörstöðu til að veita viðskiptavinum bankans framúrskarandi þjónustu. „Þá býður samstarfið við Beringer Finance í Skandinavíu upp á áhugaverð tækifæri fyrir bankann,“ að sögn Ármanns. Beringer var stofnað 2014 af Aðalsteini Jóhannssyni, sem er jafnframt forstjóri bankans, en í fyrra var tilkynnt að fyrirtækið hefði sameinast Fondsfinans, elsta fjárfestingabanka Noregs. Í dag starfa samtals um 80 manns hjá Beringer. Aðalsteinn segir í tilefni samkomulagsins við Kviku að kjarnastarfsemi Beringer Finance á helstu mörkuðum hafi færst yfir á verkefni tengd tækni og hugviti og muni bankinn áfram sinna verkefnum á þeim sviðum á Íslandi sem og alþjóðlega. „Við teljum að samstarf okkar við Kviku bjóði upp á möguleika fyrir báða aðila til að einbeita sér enn frekar að styrkleikum hvors um sig auk þess sem Beringer Finance mun opna nýja markaði í Skandinavíu fyrir viðskiptavini Kviku,“ segir Aðalsteinn.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira