Bein útsending: Íbúum í Jacksonville sagt að flýja söguleg flóð Kjartan Kjartansson, Stefán Ó. Jónsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 11. september 2017 05:52 Skútum og bátum hefur skolað upp á land í veðurofsanum á Flórída. Vísir/AFP Hitabeltisstormurinn Irma hefur færst yfir norðurhluta Flórída í dag og stefnir inn á land. Þó að dregið hafi úr vindstyrknum heldur úrhellisrigning áfram og varað er við lífshættulegum sjávarflóðum. Sýslumaðurinn í Jacksonville skipaði fólki í nágrenni St. Johns og fleiri áa sem renna í gegnum borgina að rýma svæðin. Flóð í ánum hafa þegar slegið met en því er spáð að þau verði enn verri á háflóði um kl. 18 að íslenskum tíma. Tjón af völdum Irmu er enn að koma í ljós. Florida Keys, eyjarnar sem Irma skall fyrst og af mestum krafti á í gærmorgun, eru enn einangraðar frá meginlandinu en fregnir hafa borist af gríðarlegu tjóni þar. Rafmagnslínur hafa farið í sundur um allt Flórída og er áætlað að rúm 60% íbúa ríkisins séu án rafmagns. Yfirvöld hafa víða varað fólk við að vera á ferðinni vegna hættu af völdum braks og rafmagnslína sem geta legið á vegum sem vatn hefur flætt yfir. Af þeim fréttum sem borist hafa fram að þessu bendir margt til þess að Flórída hafi sloppið betur en á horfðist að mörgu leyti. „Við áttum von á Bic Mac en við fengum ostborgara fyrir börn,“ lýsti Richard Rand frá lögreglunni á Norður-Miami-strönd Irmu. Borgarstjóri Miami sagði á blaðamannafundi í dag að rúm 70% borgarinnar væru án rafmagns eftir storminn. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá beina útsendingu NBC2 í Flórída.
Hitabeltisstormurinn Irma hefur færst yfir norðurhluta Flórída í dag og stefnir inn á land. Þó að dregið hafi úr vindstyrknum heldur úrhellisrigning áfram og varað er við lífshættulegum sjávarflóðum. Sýslumaðurinn í Jacksonville skipaði fólki í nágrenni St. Johns og fleiri áa sem renna í gegnum borgina að rýma svæðin. Flóð í ánum hafa þegar slegið met en því er spáð að þau verði enn verri á háflóði um kl. 18 að íslenskum tíma. Tjón af völdum Irmu er enn að koma í ljós. Florida Keys, eyjarnar sem Irma skall fyrst og af mestum krafti á í gærmorgun, eru enn einangraðar frá meginlandinu en fregnir hafa borist af gríðarlegu tjóni þar. Rafmagnslínur hafa farið í sundur um allt Flórída og er áætlað að rúm 60% íbúa ríkisins séu án rafmagns. Yfirvöld hafa víða varað fólk við að vera á ferðinni vegna hættu af völdum braks og rafmagnslína sem geta legið á vegum sem vatn hefur flætt yfir. Af þeim fréttum sem borist hafa fram að þessu bendir margt til þess að Flórída hafi sloppið betur en á horfðist að mörgu leyti. „Við áttum von á Bic Mac en við fengum ostborgara fyrir börn,“ lýsti Richard Rand frá lögreglunni á Norður-Miami-strönd Irmu. Borgarstjóri Miami sagði á blaðamannafundi í dag að rúm 70% borgarinnar væru án rafmagns eftir storminn. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá beina útsendingu NBC2 í Flórída.
Fellibylurinn Irma Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira