Baráttan gegn kynferðisofbeldi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 29. september 2017 12:15 Ötul barátta þolenda, aðstandenda og hugsjónafólks gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi hefur ekki farið framhjá neinum landsmanni. Loksins má segja að þessi barátta sé komin rækilega á dagskrá og óbreytt ástand verður ekki liðið lengur. Á þriðja hundrað barna leitar í Barnahús á hverju ári sem fyrst og fremst aðstoðar og rannsakar börn þegar grunur er um kynferðisafbrot. 22% kvenna á aldrinum 18-80 ára hafa verið beittar líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi. Þetta eru geigvænlega tölur í litlu samfélagi. Það getur því komið sérkennilega fyrir sjónir að það þurfi linnulausa árverkni við að koma þessum málum á dagskrá stjórnmálanna og til að ná eðlilegum réttarbótum í þessum málum. Eitt af því sem hefur verið rifjað upp í umræðu undanfarinna daga er afnám fyrningarfrests í kynferðisbrotum gegn börnum. Það mál var fyrsta þingmálið mitt á Alþingi fyrir hartnær 15 árum. Mér fannst fullkomlega óeðlilegt að gerendur slíkra brota skyldu hagnast á löggjöfinni með þeim hætti sem þeir gerðu. Þetta var mál sem ég hélt að myndi komast auðveldlega í gegnum þingið. Annað kom á daginn og það var ekki fyrr en eftir 4 ára baráttu á þingi, í fjölmiðlum og í blaðaskrifum, og eftir 25 þúsund manna undirskriftarsöfnun sem breytingin náði loksins í gegn. Þar með varð Ísland fyrsta landið í heiminum til að afnema fyrningarfresti í alvarlegum kynferðisafbrotum gegn börnum. Annað stórmál sem tók talsverðan tíma til að komast í gegnum Alþingi var lögfesting Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þingsályktun þess efnis var einmitt síðasta þingmálið sem ég lagði fram á Alþingi og fékk samþykkt. Með lögfestingu Barnasáttmálans, sem sárafá ríki heims hafa gert, jókst réttarvernd barna til muna hér á landi. Það er mikilvægt að Alþingi taki sér ekki viðlíka tíma í að stíga næstu skref á þessari braut. Nú er kominn tími til að baráttan gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi verði sett í algjöran forgang hjá stjórnvöldum.Ágúst Ólafur Ágústsson, háskólakennari og fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Kosningar 2017 Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ötul barátta þolenda, aðstandenda og hugsjónafólks gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi hefur ekki farið framhjá neinum landsmanni. Loksins má segja að þessi barátta sé komin rækilega á dagskrá og óbreytt ástand verður ekki liðið lengur. Á þriðja hundrað barna leitar í Barnahús á hverju ári sem fyrst og fremst aðstoðar og rannsakar börn þegar grunur er um kynferðisafbrot. 22% kvenna á aldrinum 18-80 ára hafa verið beittar líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi. Þetta eru geigvænlega tölur í litlu samfélagi. Það getur því komið sérkennilega fyrir sjónir að það þurfi linnulausa árverkni við að koma þessum málum á dagskrá stjórnmálanna og til að ná eðlilegum réttarbótum í þessum málum. Eitt af því sem hefur verið rifjað upp í umræðu undanfarinna daga er afnám fyrningarfrests í kynferðisbrotum gegn börnum. Það mál var fyrsta þingmálið mitt á Alþingi fyrir hartnær 15 árum. Mér fannst fullkomlega óeðlilegt að gerendur slíkra brota skyldu hagnast á löggjöfinni með þeim hætti sem þeir gerðu. Þetta var mál sem ég hélt að myndi komast auðveldlega í gegnum þingið. Annað kom á daginn og það var ekki fyrr en eftir 4 ára baráttu á þingi, í fjölmiðlum og í blaðaskrifum, og eftir 25 þúsund manna undirskriftarsöfnun sem breytingin náði loksins í gegn. Þar með varð Ísland fyrsta landið í heiminum til að afnema fyrningarfresti í alvarlegum kynferðisafbrotum gegn börnum. Annað stórmál sem tók talsverðan tíma til að komast í gegnum Alþingi var lögfesting Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þingsályktun þess efnis var einmitt síðasta þingmálið sem ég lagði fram á Alþingi og fékk samþykkt. Með lögfestingu Barnasáttmálans, sem sárafá ríki heims hafa gert, jókst réttarvernd barna til muna hér á landi. Það er mikilvægt að Alþingi taki sér ekki viðlíka tíma í að stíga næstu skref á þessari braut. Nú er kominn tími til að baráttan gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi verði sett í algjöran forgang hjá stjórnvöldum.Ágúst Ólafur Ágústsson, háskólakennari og fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun