Styttri vinnuvika – eitt mikilvægasta efnahagsmál næstu missera Guðríður Arnardóttir skrifar 27. september 2017 17:17 Tilraunaverkefni BSRB og Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku hefur staðið yfir frá árinu 2015. Vorið 2017 var sambærilegu verkefni ýtt úr vör í samstarfi við ríkið. Rannsakað er m.a. hver áhrif styttingar vinnutímans eru á gæði og hagkvæmni þjónustu sem vinnustaðirnir veita, auk áhrifa á vellíðan starfsmanna og starfsanda. Sambærilegar mælingar voru gerðar á vinnustöðum þar sem vinnuvikan var höfð óbreytt til að fá samanburð. Niðurstöður tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar hafa að öllu leyti verið jákvæðar. Styttri vinnuvika bætir andlega og líkamlega líðan starfsmanna, skammtímaveikindi lækka og starfsánægja eykst. Vinnuvika Íslendinga er umtalsvert lengri en þekkist hjá frændþjóðum okkar og eru Íslendingar nærri toppnum með lengsta vinnuviku í Evrópu. Íslendingar þurfa að vinna meira en aðrir Norðurlandabúar til að afla álíkra efnahagslegra lífskjara, minni ávinningur er af hverri vinnustund sem leiðir til lakari lífskjara þar sem frítími er styttri. Venjulegur og hefðbundinn vinnudagur í Svíþjóð, og annars staðar á Norðurlöndunum, er sjö tímar. Þetta er eitt af megineinkennum hinna norrænu velferðaríkja, að hafa stutta vinnuviku. Höfuðtilgangurinn er velferð hinna vinnandi stétta, svo að fólk geti betur sinnt fjölskyldum sínum og þurfi ekki að slíta sér út í vinnu. En þetta fyrirkomulag hefur ekki síður komið sér vel fyrir atvinnurekendur; vinnuframleiðni og hagkvæmni hefur nefnilega aukist. Fólk gerir jafnmikið og stundum meira í vinnunni á sjö tímum en tíu. Minna er um skrepp, veikindi, frí, hangs og langa matartíma. Hver einstaklingur sem er frá vinnu kostar samfélagið og einstaklingur sem fer á örorku í kjölfar kulnunar í starfi eða langvarandi streitu verður ekki bara af ævitekjum það sem eftir er, heldur er það kostnaður fyrir samfélagið að framfleyta viðkomandi. Og á meðan ekkert hefur þokast áleiðis til styttri vinnuviku frá árinu 1971 eru nágrannaþjóðir okkar að stíga enn frekari skref í þá átt. Nú eru fjölmörg fyrirtæki í Svíþjóð að færa sig yfir í 6 klukkustunda vinnudag og freista þess þannig að auka framlegð starfsfólks á vinnutíma samhliða aukinni starfsánægju. Það er ekki verjandi annað en Samtök atvinnulífsins og launþegar í landinu taki höndum saman og stytti vinnuvikuna og auki þannig framlegð, þjóðartekjur og lífsgæði þjóðarinnar. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Tilraunaverkefni BSRB og Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku hefur staðið yfir frá árinu 2015. Vorið 2017 var sambærilegu verkefni ýtt úr vör í samstarfi við ríkið. Rannsakað er m.a. hver áhrif styttingar vinnutímans eru á gæði og hagkvæmni þjónustu sem vinnustaðirnir veita, auk áhrifa á vellíðan starfsmanna og starfsanda. Sambærilegar mælingar voru gerðar á vinnustöðum þar sem vinnuvikan var höfð óbreytt til að fá samanburð. Niðurstöður tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar hafa að öllu leyti verið jákvæðar. Styttri vinnuvika bætir andlega og líkamlega líðan starfsmanna, skammtímaveikindi lækka og starfsánægja eykst. Vinnuvika Íslendinga er umtalsvert lengri en þekkist hjá frændþjóðum okkar og eru Íslendingar nærri toppnum með lengsta vinnuviku í Evrópu. Íslendingar þurfa að vinna meira en aðrir Norðurlandabúar til að afla álíkra efnahagslegra lífskjara, minni ávinningur er af hverri vinnustund sem leiðir til lakari lífskjara þar sem frítími er styttri. Venjulegur og hefðbundinn vinnudagur í Svíþjóð, og annars staðar á Norðurlöndunum, er sjö tímar. Þetta er eitt af megineinkennum hinna norrænu velferðaríkja, að hafa stutta vinnuviku. Höfuðtilgangurinn er velferð hinna vinnandi stétta, svo að fólk geti betur sinnt fjölskyldum sínum og þurfi ekki að slíta sér út í vinnu. En þetta fyrirkomulag hefur ekki síður komið sér vel fyrir atvinnurekendur; vinnuframleiðni og hagkvæmni hefur nefnilega aukist. Fólk gerir jafnmikið og stundum meira í vinnunni á sjö tímum en tíu. Minna er um skrepp, veikindi, frí, hangs og langa matartíma. Hver einstaklingur sem er frá vinnu kostar samfélagið og einstaklingur sem fer á örorku í kjölfar kulnunar í starfi eða langvarandi streitu verður ekki bara af ævitekjum það sem eftir er, heldur er það kostnaður fyrir samfélagið að framfleyta viðkomandi. Og á meðan ekkert hefur þokast áleiðis til styttri vinnuviku frá árinu 1971 eru nágrannaþjóðir okkar að stíga enn frekari skref í þá átt. Nú eru fjölmörg fyrirtæki í Svíþjóð að færa sig yfir í 6 klukkustunda vinnudag og freista þess þannig að auka framlegð starfsfólks á vinnutíma samhliða aukinni starfsánægju. Það er ekki verjandi annað en Samtök atvinnulífsins og launþegar í landinu taki höndum saman og stytti vinnuvikuna og auki þannig framlegð, þjóðartekjur og lífsgæði þjóðarinnar. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar