Stafræn straumhvörf á fjármálamarkaði Katrín Júlíusdóttir skrifar 27. september 2017 07:00 Áhrif nýrra tæknilausna á fjármálamarkaði eru mikil og fyrirtæki sem nýta sér svokallaða fjártækni og tryggingatækni (e. Fintech, Insurtech) veita nú hefðbundnum bönkum og fjármálafyrirtækjum samkeppni þegar kemur að lánastarfsemi, verðbréfaviðskiptum og tryggingaþjónustu. Margir spá að straumhvörf séu fram undan vegna þessarar þróunar og fjármálakerfið muni taka stakkaskiptum á næstu árum. Þróunin er knúin áfram af fyrirtækjum sem nýta sér tækni á borð við bálkakeðjur (e. blockchain) og aðra umbreytingatækni til að svara kalli um aðgengilegri og hraðari þjónustu frá hinum stafrænu kynslóðum. Þetta eru sjaldnast fjármálafyrirtæki í lagalegum skilningi og fæst því eftirlitsskyld: samt sem áður bjóða þau oft á tíðum sömu þjónustu og eiginleg fjármálafyrirtæki og eru í beinni samkeppni við þau.Samkeppni og skilvirkni Grundvallarhlutverk fjármálafyrirtækja er að sinna miðlunarhlutverki í hagkerfinu: umbreyta sparnaði í fjárfestingu og dreifa áhættu. Sú staðreynd að fjárfest hefur verið í fjártæknifyrirtækjum fyrir meira en 100 milljarða Bandaríkjadala á undanförnum árum bendir sterklega til að þessu grundvallarhlutverki verði ekki eingöngu sinnt af bönkum, verðbréfafyrirtækjum- og sjóðum og tryggingafélögum í framtíðinni. Þeirri þróun ber að fagna, enda mun hún að öllum líkindum gera fjármálamarkað skilvirkari, lækka viðskiptakostnað og auka hagræði fyrir viðskiptavinina. Hefðbundin fjármálafyrirtæki taka virkan þátt í þessari þróun og eiga annaðhvort í samstarfi við fjártæknifyrirtæki og/eða eru að þróast sem slík sjálf. En það er kostnaðarsamt. Talið er að evrópskir bankar muni verja um 50 milljörðum dala í nýja fjárfestingu í upplýsingatækni til að laga sig að samkeppni úr nýjum áttum.Þjónusta þvert á landamæri Vísbendingar eru um að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins geri sér grein fyrir að fjártækni muni umbreyta hinum sameiginlega markaði og að nauðsynlegt sé að gera bönkum kleift að nýta sér þau tækifæri sem hún kemur til með að skapa, til dæmis þegar kemur að auknu aðgengi fólks að fjármálaþjónustu þvert á landamæri. Það kunni að vera nauðsynleg forsenda þess að markmið ESB um sameiginlegan fjármagnsmarkað náist (e. Capital Markets Union). Þannig hefur framkvæmdastjórnin tekið til skoðunar breytingar á reglum í þá veru að kaup fjármálafyrirtækja á hugbúnaði skilgreinist sem fjárfesting fremur en rekstrarkostnaður. Um helmingur kostnaðar evrópskra banka vegna upplýsingatækni er tilkominn vegna kaupa á hugbúnaði og slík breyting myndi leiða til þess að fjárbinding þeirra myndi minnka um 20 milljarða evra á ári hverju. Slík breyting myndi efla samkeppni á fjármálamarkaði enn frekar og gera fjármálafyrirtæki betur í stakk búin til að nýta möguleika fjármálatækninnar neytendum til hagsbóta. Þá er einnig rætt um að endurskoða þurfi reglur um breytileg starfskjör. Engar takmarkanir eru á slíkum greiðslum hjá starfsmönnum fjártæknifyrirtækja á meðan strangar reglur gilda um slíkt hjá fjármálafyrirtækjum.Framtíðarskipan fjármálakerfisins Miklar breytingar eru að eiga sér stað á fjármálamarkaði og vafalaust verður þróunin það hröð að umhverfi fjármálaþjónustu taki stakkaskiptum næsta áratuginn. Íslensk fjármálafyrirtæki starfa á hinum sameiginlega evrópska markaði og þessar breytingar munu einnig hafa mikil áhrif hér á landi. Framtíðarskipan fjármálakerfisins er reglulega rædd á hinum pólitíska vettvangi. Það er ekki síst tilkomið vegna þeirrar staðreyndar að umsvif ríkisins á fjármálamarkaði hér á landi eru verulega mikil í hinu evrópska samhengi. En það er ekki nóg að ræða einungis um stærð eignarhluta ríkisins til framtíðar litið. Þessi umræða verður að byggja á grunni þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað á fjármálamörkuðum og leitast verður við að svara spurningum um; hvað þurfi að gera til þess að íslensk fjármálafyrirtæki fullnýti þau tækifæri sem eru að skapast með örum tæknibreytingum og íslenskir neytendur fái þannig aðgang að hagkvæmari fjármálaþjónustu sem þessar breytingar geta leitt af sér.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Markaðir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Áhrif nýrra tæknilausna á fjármálamarkaði eru mikil og fyrirtæki sem nýta sér svokallaða fjártækni og tryggingatækni (e. Fintech, Insurtech) veita nú hefðbundnum bönkum og fjármálafyrirtækjum samkeppni þegar kemur að lánastarfsemi, verðbréfaviðskiptum og tryggingaþjónustu. Margir spá að straumhvörf séu fram undan vegna þessarar þróunar og fjármálakerfið muni taka stakkaskiptum á næstu árum. Þróunin er knúin áfram af fyrirtækjum sem nýta sér tækni á borð við bálkakeðjur (e. blockchain) og aðra umbreytingatækni til að svara kalli um aðgengilegri og hraðari þjónustu frá hinum stafrænu kynslóðum. Þetta eru sjaldnast fjármálafyrirtæki í lagalegum skilningi og fæst því eftirlitsskyld: samt sem áður bjóða þau oft á tíðum sömu þjónustu og eiginleg fjármálafyrirtæki og eru í beinni samkeppni við þau.Samkeppni og skilvirkni Grundvallarhlutverk fjármálafyrirtækja er að sinna miðlunarhlutverki í hagkerfinu: umbreyta sparnaði í fjárfestingu og dreifa áhættu. Sú staðreynd að fjárfest hefur verið í fjártæknifyrirtækjum fyrir meira en 100 milljarða Bandaríkjadala á undanförnum árum bendir sterklega til að þessu grundvallarhlutverki verði ekki eingöngu sinnt af bönkum, verðbréfafyrirtækjum- og sjóðum og tryggingafélögum í framtíðinni. Þeirri þróun ber að fagna, enda mun hún að öllum líkindum gera fjármálamarkað skilvirkari, lækka viðskiptakostnað og auka hagræði fyrir viðskiptavinina. Hefðbundin fjármálafyrirtæki taka virkan þátt í þessari þróun og eiga annaðhvort í samstarfi við fjártæknifyrirtæki og/eða eru að þróast sem slík sjálf. En það er kostnaðarsamt. Talið er að evrópskir bankar muni verja um 50 milljörðum dala í nýja fjárfestingu í upplýsingatækni til að laga sig að samkeppni úr nýjum áttum.Þjónusta þvert á landamæri Vísbendingar eru um að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins geri sér grein fyrir að fjártækni muni umbreyta hinum sameiginlega markaði og að nauðsynlegt sé að gera bönkum kleift að nýta sér þau tækifæri sem hún kemur til með að skapa, til dæmis þegar kemur að auknu aðgengi fólks að fjármálaþjónustu þvert á landamæri. Það kunni að vera nauðsynleg forsenda þess að markmið ESB um sameiginlegan fjármagnsmarkað náist (e. Capital Markets Union). Þannig hefur framkvæmdastjórnin tekið til skoðunar breytingar á reglum í þá veru að kaup fjármálafyrirtækja á hugbúnaði skilgreinist sem fjárfesting fremur en rekstrarkostnaður. Um helmingur kostnaðar evrópskra banka vegna upplýsingatækni er tilkominn vegna kaupa á hugbúnaði og slík breyting myndi leiða til þess að fjárbinding þeirra myndi minnka um 20 milljarða evra á ári hverju. Slík breyting myndi efla samkeppni á fjármálamarkaði enn frekar og gera fjármálafyrirtæki betur í stakk búin til að nýta möguleika fjármálatækninnar neytendum til hagsbóta. Þá er einnig rætt um að endurskoða þurfi reglur um breytileg starfskjör. Engar takmarkanir eru á slíkum greiðslum hjá starfsmönnum fjártæknifyrirtækja á meðan strangar reglur gilda um slíkt hjá fjármálafyrirtækjum.Framtíðarskipan fjármálakerfisins Miklar breytingar eru að eiga sér stað á fjármálamarkaði og vafalaust verður þróunin það hröð að umhverfi fjármálaþjónustu taki stakkaskiptum næsta áratuginn. Íslensk fjármálafyrirtæki starfa á hinum sameiginlega evrópska markaði og þessar breytingar munu einnig hafa mikil áhrif hér á landi. Framtíðarskipan fjármálakerfisins er reglulega rædd á hinum pólitíska vettvangi. Það er ekki síst tilkomið vegna þeirrar staðreyndar að umsvif ríkisins á fjármálamarkaði hér á landi eru verulega mikil í hinu evrópska samhengi. En það er ekki nóg að ræða einungis um stærð eignarhluta ríkisins til framtíðar litið. Þessi umræða verður að byggja á grunni þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað á fjármálamörkuðum og leitast verður við að svara spurningum um; hvað þurfi að gera til þess að íslensk fjármálafyrirtæki fullnýti þau tækifæri sem eru að skapast með örum tæknibreytingum og íslenskir neytendur fái þannig aðgang að hagkvæmari fjármálaþjónustu sem þessar breytingar geta leitt af sér.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar