Björgólfur hefur ekki trú á spádómi forstjóra Ryan Air Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2017 15:30 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, telur að fyrirtækið muni stækka um helming á næstu tíu árum. Vísir/Valgarður Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segist ekki hafa trú á því að flugvélamarkaðurinn muni breytast á þá leið að lággjaldaflugfélögum muni fækka til muna og öll viðskipti færast á hendur nokkurra risa. Björgólfur var til svars í nýjum viðtalsþætti Íslandsbanka sem var birtur á Facebook-síðu bankans í dag. Michael O’Leary, forstjóri Ryan Air, sagði í viðtali við The Scotsman á dögunum að eftir fimm ár yrðu líklega bara fimm risar sem sinntu flugþjónustu í Evrópu. Nefndi hann Ryanair, British Airways, Lufthansa, Air France - KLM og mögulega EasyJet. Ástæðan væri sú mikla pressa að bjóða upp á lág verð. „Það getur vel verið að þetta þróist út í fimm stóra spilara á markaðnum en ég hef ekki trú á því að það verði raunin,“ sagði Björgólfur.Rétt byrjaður þegar hrunið skall á O’Leary hefur haft orð á því að flugfargjöld verði engin í framtíðinni. Eitthvað sem Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, hefur sömuleiðis minnst á í viðtölum. „Forstjóri Ryan Air hefur sagt að fluggjöldin yrðu frí í framtíðinni. Það hafa reyndar fleiri talað um það. Ég hef svo sem ekki fundið neitt á minni stuttu ævi sem er frítt í þessum heimi. Á einhverju þurfa viðkomandi aðilar að lifa,“ segir Björgólfur sem hefur starfað í tíu ár hjá félaginu. Hann hóf störf á því herrans ári 2008 sem oft hefur verið kennt við hrun. „Þetta byrjaði mjög leiðinlega. Ég byrjaði í janúar 2008 og þá var kominn nasaþefur af hruni sem skall á í október. Félagið var ekki nægilega sterkt til að takast á við það sem gerðist þá. Langsterkasti hlutinn var starfsfólkið og reynslan innan félagsins. Fólk sem hafði kynnst meðbyr og mótbyr reyndist mjög vel á þessum tíma. Þetta var ekki skemmtileg byrjun en mikil áskorun sem fer í reynslubankann.“Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Fréttir af flugi Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segist ekki hafa trú á því að flugvélamarkaðurinn muni breytast á þá leið að lággjaldaflugfélögum muni fækka til muna og öll viðskipti færast á hendur nokkurra risa. Björgólfur var til svars í nýjum viðtalsþætti Íslandsbanka sem var birtur á Facebook-síðu bankans í dag. Michael O’Leary, forstjóri Ryan Air, sagði í viðtali við The Scotsman á dögunum að eftir fimm ár yrðu líklega bara fimm risar sem sinntu flugþjónustu í Evrópu. Nefndi hann Ryanair, British Airways, Lufthansa, Air France - KLM og mögulega EasyJet. Ástæðan væri sú mikla pressa að bjóða upp á lág verð. „Það getur vel verið að þetta þróist út í fimm stóra spilara á markaðnum en ég hef ekki trú á því að það verði raunin,“ sagði Björgólfur.Rétt byrjaður þegar hrunið skall á O’Leary hefur haft orð á því að flugfargjöld verði engin í framtíðinni. Eitthvað sem Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, hefur sömuleiðis minnst á í viðtölum. „Forstjóri Ryan Air hefur sagt að fluggjöldin yrðu frí í framtíðinni. Það hafa reyndar fleiri talað um það. Ég hef svo sem ekki fundið neitt á minni stuttu ævi sem er frítt í þessum heimi. Á einhverju þurfa viðkomandi aðilar að lifa,“ segir Björgólfur sem hefur starfað í tíu ár hjá félaginu. Hann hóf störf á því herrans ári 2008 sem oft hefur verið kennt við hrun. „Þetta byrjaði mjög leiðinlega. Ég byrjaði í janúar 2008 og þá var kominn nasaþefur af hruni sem skall á í október. Félagið var ekki nægilega sterkt til að takast á við það sem gerðist þá. Langsterkasti hlutinn var starfsfólkið og reynslan innan félagsins. Fólk sem hafði kynnst meðbyr og mótbyr reyndist mjög vel á þessum tíma. Þetta var ekki skemmtileg byrjun en mikil áskorun sem fer í reynslubankann.“Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Fréttir af flugi Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira