Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna. BBC greinir frá.
Hafa þeir kallað hvorn annan ýmsum uppnefnum undanfarna daga eftir að Trump hótaði að gereyða Norður-Kóreu.
Sagði Kim Jong-un til að mynda að Trump væri „brjálaður“ og „elliær“. Trump svaraði um hæl með því að kalla leiðtoga Norður-Kóreu „brjálæðing“.
Kallar Lavrov eftir því að báðir aðilar rói sig aðeins niður.
„Já, það er óásættanlegt að horfa á Norður-Kóreu þróa kjarnorkuvopn en það er líka óásættanlegt að hefja stríð á Kóreuskaga,“ segir Lavrov.
Kallar hann eftir því að komið verði á ferli til þess að finna friðsæla lausn á málefnum Norður-Kóreu.
„Saman með Kína munum við freista þess að finna skynsamlega lausn en ekki byggða á tilfinningum þar sem börn á leikskóla byrja að rífast og enginn getur stöðvað þau,“ sagði Lavrov og vísaði þar til Trump og Kim Jong-un.
Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn

Tengdar fréttir

Segir hinn „elliæra“ Trump hafa sannfært sig um að halda áfram
Donald Trump mun gjalda fyrir ræðuna sem hann flutti fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á dögunum ef eitthvað er að marka orð Kim Jong-un í nótt.

Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran
Forseti Bandaríkjanna kallaði eftir því að allar þjóðir heimsins einangruðu einræðisríkið alfarið.

Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu
Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund.

Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu
Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta.

Trump ætlar að herða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu
Bandaríkjaforseti fór ekki nánar út í hverjar aðgerðirnar yrðu.