Uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 20. september 2017 07:00 Enn á ný göngum við að kjörborðinu til að velja þá stefnu sem við teljum að best henti samfélaginu okkar og það fólk sem við viljum að fari fyrir henni. Við Vinstri græn teljum að stjórnmálaflokkar eigi að hafa sömu stefnu eftir kosningar og fyrir. Þannig lögðum við fram tillögur til breytinga á fjárlögum í desember sem miðuðu að því að bæta hag venjulegs fólks með aukinni samneyslu í samræmi við þau loforð sem stjórnmálaflokkar gáfu kjósendum fyrir síðustu kosningar. Þær voru því miður felldar. Okkur gefst nú einstakt tækifæri til að sýna í verki hver skoðun okkar er á stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur meira eða minna haldið um valdataumana síðustu áratugi og skapað þá menningu samtryggingar og leyndarhyggju sem við getum nú gengið á hólm við. Og þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer nú að tala um stöðugleika og nauðsyn þess að hafa styrka forystu, vil ég biðja ykkur að hafa í huga að síðustu þrjár ríkisstjórnir sem hann hefur átt aðild að hafa hrökklast frá völdum. Komandi kosningar gefa okkur tækifæri til að sýna í verki að við viljum að samfélaginu sé stýrt á samfélagslegum forsendum. Við viljum útrýma fátækt, bæta hag þeirra sem verst standa, auka samneysluna og opna stjórnsýsluna. Við viljum samfélag jöfnuðar, þar sem hagur fólks er hærra metinn en tölur í excel-skjali. Það þarf enginn að velkjast í vafa um hver er stefna fráfarandi stjórnarflokka, hún birtist í nýframlögðum fjárlögum og áður samþykktum fjármálaáætlun og fjármálastefnu. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð vilja minnka hlutfall samneyslunnar af vergri landsframleiðslu sem mun bitna á þeirri grunnþjónustu sem venjulegt fólk reiðir sig á. Sem betur fer sprakk stjórnin áður en hún náði fjárlagafrumvarpinu í gegn. Besta leiðin til að tryggja nýja stjórnarhætti þar sem hagsmunir venjulegs fólks eru í fyrirrúmi er að kjósa flokk sem berst fyrir félagshyggju. Við í Vinstri grænum höfum sýnt það í verki að það gerum við. Tryggjum flokknum góða kosningu og undirbúum jarðveginn fyrir félagshyggjustjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný göngum við að kjörborðinu til að velja þá stefnu sem við teljum að best henti samfélaginu okkar og það fólk sem við viljum að fari fyrir henni. Við Vinstri græn teljum að stjórnmálaflokkar eigi að hafa sömu stefnu eftir kosningar og fyrir. Þannig lögðum við fram tillögur til breytinga á fjárlögum í desember sem miðuðu að því að bæta hag venjulegs fólks með aukinni samneyslu í samræmi við þau loforð sem stjórnmálaflokkar gáfu kjósendum fyrir síðustu kosningar. Þær voru því miður felldar. Okkur gefst nú einstakt tækifæri til að sýna í verki hver skoðun okkar er á stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur meira eða minna haldið um valdataumana síðustu áratugi og skapað þá menningu samtryggingar og leyndarhyggju sem við getum nú gengið á hólm við. Og þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer nú að tala um stöðugleika og nauðsyn þess að hafa styrka forystu, vil ég biðja ykkur að hafa í huga að síðustu þrjár ríkisstjórnir sem hann hefur átt aðild að hafa hrökklast frá völdum. Komandi kosningar gefa okkur tækifæri til að sýna í verki að við viljum að samfélaginu sé stýrt á samfélagslegum forsendum. Við viljum útrýma fátækt, bæta hag þeirra sem verst standa, auka samneysluna og opna stjórnsýsluna. Við viljum samfélag jöfnuðar, þar sem hagur fólks er hærra metinn en tölur í excel-skjali. Það þarf enginn að velkjast í vafa um hver er stefna fráfarandi stjórnarflokka, hún birtist í nýframlögðum fjárlögum og áður samþykktum fjármálaáætlun og fjármálastefnu. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð vilja minnka hlutfall samneyslunnar af vergri landsframleiðslu sem mun bitna á þeirri grunnþjónustu sem venjulegt fólk reiðir sig á. Sem betur fer sprakk stjórnin áður en hún náði fjárlagafrumvarpinu í gegn. Besta leiðin til að tryggja nýja stjórnarhætti þar sem hagsmunir venjulegs fólks eru í fyrirrúmi er að kjósa flokk sem berst fyrir félagshyggju. Við í Vinstri grænum höfum sýnt það í verki að það gerum við. Tryggjum flokknum góða kosningu og undirbúum jarðveginn fyrir félagshyggjustjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar