Gönuhlaup Bjartrar framtíðar Ole Anton Bieltvedt skrifar 20. september 2017 07:00 Ríkisstjórnin er búin að sitja í 8 mánuði, og má draga frá þessum tíma þinghlé og sumarleyfi. Var ríkisstjórnin því enn með stefnu sína og framkvæmdaáætlun á undirbúningsstigi. Með riftun Bjartrar framtíðar á stjórnarsamkomulaginu var þessi undirbúningur að litlu gerður; tapaður tími og vinna: Það eru 188 mál á þingmálalista ríkisstjórnarinnar , sem væntanlega munu nú lenda í biðstöðu eða detta upp fyrir. Starfsstjórn tekur við. Þó að kosið verði 28. október, veit enginn, hvenær ný starfhæf ríkisstjórn verður mynduð. Verkefni starfsstjórnar er rétt, að halda málum gangandi. Nánast láta reka á reiðanum. Í raun er því verið að spilla heilu ári í jákvæðri viðleitni og uppbyggilegu starfi ríkisstjórnar og alþingismanna. Má reikna það til gífurlegra fjármuna, tuga milljarða króna, eða meira, sem þá tapast. Svipaðar fjárhæðir gufuðu upp á eignamörkuðum sl. föstudag. Töluðu sérfræðingar um, að langt væri síðan að annar eins titringur hefði farið um skuldabréfa- og hlutabréfamarkaðinn. „Þetta var eins og blóðbað,“ varð verðbréfamiðlara að orði. Kann þetta þó bara að vera byrjunin. Þessi stjórnarslit kunna líka að veikja krónuna, umfram þá nauðsynlegu leiðréttingu, sem komin var af stað, sem aftur kynni að setja af stað nýja verðbólguskriðu – hærra verðlag og svo hærri vexti – gamlan og velþekktan vítahring krónunnar, en hluti af núverandi festu krónunnar felst í aðhaldssamri fjármálastefnu ásamt hófsamlegri útgáfu ríkisskuldabréfa og – að mestu – jákvæðri stefnu þessarar ríkisstjórnar gagnvart mörkuðum og atvinnulífi. Stjórnarslit Bjartrar framtíðar eru því stórmál og kunna að leiða til alvarlegs bakslags í efnahagsmálum landsmanna. Tilefni Bjartrar framtíðar til stjórnarslitanna var, að forsætisráðherra og/eða dómsmálaráðherra hefðu leynt því, að faðir forsætisráðherra hafði skrifað meðmælabréf fyrir brotamann, sem þó hafði afplánað refsingu sína, til að gera þessum manni kleift, að öðlast „uppreist æru“ og komast aftur inn í íslenskt samfélag. Lítum fyrst á þessa hlið málsins. Það má lengi deila um, hvað sé hæfileg refsing við hinum ýmsu brotum, og virðast refsingar hér vægar, miðað við það sem gerist annars staðar, en refsilöggjöfin byggir á mati Alþingis, sem leitast við að finna „rétta refsingu“ fyrir brotamenn, þeim sjálfum til vítis og varnaðar og öðrum til viðvörunar. Í þessu tiltekna máli var brotið barnaníð, með verstu brotum, og sársauki fórnarlambs og aðstandenda gífurlegur, en, að íslenskum lögum, var refsing líka þung. Skv. grundvallarskilgreiningu laga og siðfræði er brotamaður búinn að gjalda fyrir brot sitt með afplánun dóms. Gerir löggjafinn ráð fyrir, að sá, sem hefur tekið út refsingu sína og hagað lífi sínu rétt og vel eftir það, geti fengið uppreist æru til að komast aftur inn í samfélagið og hefja nýtt líf. Mitt mat er því, að faðir forsætisráðherra hafi ekki gert mistök með meðmælabréfi sínu, hafi hann þekkt brotamann að góðu einu í öðrum efnum, heldur hafi hann sýnt mannlegan skilning og mannúð með umsögn sinni. Annað mál er auðvitað, að forsætisráðherra ber enga ábyrgð á gjörðum föður síns, og þarf hann hvorki að standa Guði né mönnum reikningsskil á þeim. Varðandi yfirhylmingu eða meint trúnaðarbrot, sem virðist vera aðalástæða stjórnarslitanna, verður ekki séð, að slíku sé fyrir að fara. Auk ofangreinds, eru þessi dóms- og refsimál einka- og trúnaðarmál. Ber stjórnvöldum að fara með þau skv. því. Ekki verður heldur séð, að forsætisráðherra beri sérstaklega að tíunda gjörðir ættmenna sinna gagnvart samráðherrum, frekar en að þeir upplýsi um sín fjölskyldumál innan ríkisstjórnar. Formaður Bjartrar framtíðar virðist vænn maður, velviljaður og yfirvegaður. Verður gönuhlaup hans og meðreiðarsveina og -meyja hans í þessu stjórnarslitamáli því ekki skýrt nema með augnabliks hugaræsingi og skammhlaupi í dómgreind. Það virðist sem sagt vera, að engin þúfa geti líka velt stóru hlassi. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er búin að sitja í 8 mánuði, og má draga frá þessum tíma þinghlé og sumarleyfi. Var ríkisstjórnin því enn með stefnu sína og framkvæmdaáætlun á undirbúningsstigi. Með riftun Bjartrar framtíðar á stjórnarsamkomulaginu var þessi undirbúningur að litlu gerður; tapaður tími og vinna: Það eru 188 mál á þingmálalista ríkisstjórnarinnar , sem væntanlega munu nú lenda í biðstöðu eða detta upp fyrir. Starfsstjórn tekur við. Þó að kosið verði 28. október, veit enginn, hvenær ný starfhæf ríkisstjórn verður mynduð. Verkefni starfsstjórnar er rétt, að halda málum gangandi. Nánast láta reka á reiðanum. Í raun er því verið að spilla heilu ári í jákvæðri viðleitni og uppbyggilegu starfi ríkisstjórnar og alþingismanna. Má reikna það til gífurlegra fjármuna, tuga milljarða króna, eða meira, sem þá tapast. Svipaðar fjárhæðir gufuðu upp á eignamörkuðum sl. föstudag. Töluðu sérfræðingar um, að langt væri síðan að annar eins titringur hefði farið um skuldabréfa- og hlutabréfamarkaðinn. „Þetta var eins og blóðbað,“ varð verðbréfamiðlara að orði. Kann þetta þó bara að vera byrjunin. Þessi stjórnarslit kunna líka að veikja krónuna, umfram þá nauðsynlegu leiðréttingu, sem komin var af stað, sem aftur kynni að setja af stað nýja verðbólguskriðu – hærra verðlag og svo hærri vexti – gamlan og velþekktan vítahring krónunnar, en hluti af núverandi festu krónunnar felst í aðhaldssamri fjármálastefnu ásamt hófsamlegri útgáfu ríkisskuldabréfa og – að mestu – jákvæðri stefnu þessarar ríkisstjórnar gagnvart mörkuðum og atvinnulífi. Stjórnarslit Bjartrar framtíðar eru því stórmál og kunna að leiða til alvarlegs bakslags í efnahagsmálum landsmanna. Tilefni Bjartrar framtíðar til stjórnarslitanna var, að forsætisráðherra og/eða dómsmálaráðherra hefðu leynt því, að faðir forsætisráðherra hafði skrifað meðmælabréf fyrir brotamann, sem þó hafði afplánað refsingu sína, til að gera þessum manni kleift, að öðlast „uppreist æru“ og komast aftur inn í íslenskt samfélag. Lítum fyrst á þessa hlið málsins. Það má lengi deila um, hvað sé hæfileg refsing við hinum ýmsu brotum, og virðast refsingar hér vægar, miðað við það sem gerist annars staðar, en refsilöggjöfin byggir á mati Alþingis, sem leitast við að finna „rétta refsingu“ fyrir brotamenn, þeim sjálfum til vítis og varnaðar og öðrum til viðvörunar. Í þessu tiltekna máli var brotið barnaníð, með verstu brotum, og sársauki fórnarlambs og aðstandenda gífurlegur, en, að íslenskum lögum, var refsing líka þung. Skv. grundvallarskilgreiningu laga og siðfræði er brotamaður búinn að gjalda fyrir brot sitt með afplánun dóms. Gerir löggjafinn ráð fyrir, að sá, sem hefur tekið út refsingu sína og hagað lífi sínu rétt og vel eftir það, geti fengið uppreist æru til að komast aftur inn í samfélagið og hefja nýtt líf. Mitt mat er því, að faðir forsætisráðherra hafi ekki gert mistök með meðmælabréfi sínu, hafi hann þekkt brotamann að góðu einu í öðrum efnum, heldur hafi hann sýnt mannlegan skilning og mannúð með umsögn sinni. Annað mál er auðvitað, að forsætisráðherra ber enga ábyrgð á gjörðum föður síns, og þarf hann hvorki að standa Guði né mönnum reikningsskil á þeim. Varðandi yfirhylmingu eða meint trúnaðarbrot, sem virðist vera aðalástæða stjórnarslitanna, verður ekki séð, að slíku sé fyrir að fara. Auk ofangreinds, eru þessi dóms- og refsimál einka- og trúnaðarmál. Ber stjórnvöldum að fara með þau skv. því. Ekki verður heldur séð, að forsætisráðherra beri sérstaklega að tíunda gjörðir ættmenna sinna gagnvart samráðherrum, frekar en að þeir upplýsi um sín fjölskyldumál innan ríkisstjórnar. Formaður Bjartrar framtíðar virðist vænn maður, velviljaður og yfirvegaður. Verður gönuhlaup hans og meðreiðarsveina og -meyja hans í þessu stjórnarslitamáli því ekki skýrt nema með augnabliks hugaræsingi og skammhlaupi í dómgreind. Það virðist sem sagt vera, að engin þúfa geti líka velt stóru hlassi. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun