Varaforsetinn gekk út af fótboltaleik vegna mótmæla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. október 2017 22:38 Pence sagðist ekki getað verið viðstaddur viðburð þar sem hermenn landsins og fáni væru virtir að vettugi. Vísir/Getty Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, gekk út af leik í NFL deildinni í dag eftir að nokkrir leikmenn neituðu að standa upp þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður. Pence sagðist ekki getað verið viðstaddur viðburð þar sem hermenn landsins og fáni væru virtir að vettugi. Frá þessu greindi Pence á Twitter síðu sinni í dag. Um var að ræða leik í heimaríki hans, Indiana og léku Indianapolis Colts á móti San Francisco 49ers. Donald Trump bandaríkjaforseti sagði sjálfur á Twitter að hann hefði beðið varaforsetann að fara ef leikmenn neituðu að standa upp í þjóðsöngnum og sagðist vera stoltur af Pence. „Allir eiga rétt á sinni skoðun en mér finnst ekki til of mikils ætlast að NFL leikmenn beri virðingu fyrir fánanum,“ skrifaði Pence.I stand with @POTUS Trump, I stand with our soldiers, and I will always stand for our Flag and our National Anthem. pic.twitter.com/B0zP5M41MQ— Vice President Pence (@VP) October 8, 2017 I asked @VP Pence to leave stadium if any players kneeled, disrespecting our country. I am proud of him and @SecondLady Karen.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 8, 2017 Leikmenn deildarinnar hafa undanfarnar vikur margir hverjir neitað að standa þegar þjóðsöngurinn er spilaður. Aðdragandinn að þessu öllu saman er nokkuð langur en á síðasta leiktímabili neitaði Colin Kaepernick, fyrrum leikmaður San francisco 49ers í NFL-deildinni, að rísa á fætur þegar þjóðsöngurinn var spilaður í mótmælaskyni gegn kynþáttafordómum og harkalegum lögregluaðgerðum. Eftir mótmæli Kaepernick fóru fleiri leikmenn að leika þetta eftir og krjúpa á kné undir þjóðsöngnum, eða lyfta hnefa á loft. Þess má geta að Kaepernick er ekki á samningi hjá neinu liði í NFL-deildinni sem stendur og vilja margir meina að það megi rekja til mótmæla hans. Tengdar fréttir Steph Curry um forsíðu Sports Illustrated: Þetta er skelfilegt Stephen Curry er í aðalhlutverki á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins þar sem voru tekin fyrir mótmæli bandarískra íþróttamanna gegn því óréttlæti sem blökkumenn verða fyrir í Bandaríkjunum. 28. september 2017 19:45 Bandarískar íþróttastjörnur fordæma forsetann: „Heiður að heimsækja Hvíta húsið þangað til þú birtist“ Þekktustu íþróttastjörnur Bandaríkjanna hafa undanfarna daga fordæmt Donald Trump bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 24. september 2017 08:21 Trump vill reka leikmenn sem mótmæla undir þjóðsöngnum Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill að eigendur liða í bandarísku NFL deildinni reki leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 23. september 2017 12:30 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, gekk út af leik í NFL deildinni í dag eftir að nokkrir leikmenn neituðu að standa upp þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður. Pence sagðist ekki getað verið viðstaddur viðburð þar sem hermenn landsins og fáni væru virtir að vettugi. Frá þessu greindi Pence á Twitter síðu sinni í dag. Um var að ræða leik í heimaríki hans, Indiana og léku Indianapolis Colts á móti San Francisco 49ers. Donald Trump bandaríkjaforseti sagði sjálfur á Twitter að hann hefði beðið varaforsetann að fara ef leikmenn neituðu að standa upp í þjóðsöngnum og sagðist vera stoltur af Pence. „Allir eiga rétt á sinni skoðun en mér finnst ekki til of mikils ætlast að NFL leikmenn beri virðingu fyrir fánanum,“ skrifaði Pence.I stand with @POTUS Trump, I stand with our soldiers, and I will always stand for our Flag and our National Anthem. pic.twitter.com/B0zP5M41MQ— Vice President Pence (@VP) October 8, 2017 I asked @VP Pence to leave stadium if any players kneeled, disrespecting our country. I am proud of him and @SecondLady Karen.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 8, 2017 Leikmenn deildarinnar hafa undanfarnar vikur margir hverjir neitað að standa þegar þjóðsöngurinn er spilaður. Aðdragandinn að þessu öllu saman er nokkuð langur en á síðasta leiktímabili neitaði Colin Kaepernick, fyrrum leikmaður San francisco 49ers í NFL-deildinni, að rísa á fætur þegar þjóðsöngurinn var spilaður í mótmælaskyni gegn kynþáttafordómum og harkalegum lögregluaðgerðum. Eftir mótmæli Kaepernick fóru fleiri leikmenn að leika þetta eftir og krjúpa á kné undir þjóðsöngnum, eða lyfta hnefa á loft. Þess má geta að Kaepernick er ekki á samningi hjá neinu liði í NFL-deildinni sem stendur og vilja margir meina að það megi rekja til mótmæla hans.
Tengdar fréttir Steph Curry um forsíðu Sports Illustrated: Þetta er skelfilegt Stephen Curry er í aðalhlutverki á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins þar sem voru tekin fyrir mótmæli bandarískra íþróttamanna gegn því óréttlæti sem blökkumenn verða fyrir í Bandaríkjunum. 28. september 2017 19:45 Bandarískar íþróttastjörnur fordæma forsetann: „Heiður að heimsækja Hvíta húsið þangað til þú birtist“ Þekktustu íþróttastjörnur Bandaríkjanna hafa undanfarna daga fordæmt Donald Trump bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 24. september 2017 08:21 Trump vill reka leikmenn sem mótmæla undir þjóðsöngnum Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill að eigendur liða í bandarísku NFL deildinni reki leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 23. september 2017 12:30 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Steph Curry um forsíðu Sports Illustrated: Þetta er skelfilegt Stephen Curry er í aðalhlutverki á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins þar sem voru tekin fyrir mótmæli bandarískra íþróttamanna gegn því óréttlæti sem blökkumenn verða fyrir í Bandaríkjunum. 28. september 2017 19:45
Bandarískar íþróttastjörnur fordæma forsetann: „Heiður að heimsækja Hvíta húsið þangað til þú birtist“ Þekktustu íþróttastjörnur Bandaríkjanna hafa undanfarna daga fordæmt Donald Trump bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 24. september 2017 08:21
Trump vill reka leikmenn sem mótmæla undir þjóðsöngnum Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill að eigendur liða í bandarísku NFL deildinni reki leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 23. september 2017 12:30