Markviss sókn til áhrifaleysis Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 5. október 2017 07:00 Forystumenn Samfylkingar og VG hafa undanfarna daga leikið upphafsleikina í þeirri stórsóknarfórn sem mun, ef allt gengur eftir, tryggja þeim áhrifaleysi í íslenskum stjórnmálum næstu fjögur árin. Þessir leikir eru annars vegar að flokkarnir bjóða fram hvor í sínu lagi og hins vegar yfirlýsingar um að þeir gangi óbundnir til kosninga. Frá 1930 hefur vinstri armur íslenskra stjórnmála ávallt gengið klofinn til kosninga. Hér fyrr á árum voru ákveðin málefnaleg rök fyrir þessum klofningi svo sem mismunandi afstaða manna og flokka í utanríkismálum en einnig greindi flokkana á um stóriðju. Hvorugt af þessu á við nú. Engum flokki myndi detta í hug að setja aðild að Evrópusambandinu í forgrunn á sinni stefnuskrá nema hann væri í alvarlegum sjálfsmorðshugleiðingum og stóriðjustefnan er að mestu dauð. Eini stóriðjukratinn sem eftir er heitir Steingrímur J. Sigfússon og er í VG. Þetta tvennt ætti því ekki að valda klofningi milli flokkanna. Undirritaður gerði því lauslega könnun á afstöðu flokkanna til þeirra mála sem helst brenna á öllum almenningi þessa dagana, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum. Ekki gat ég fundið neitt það sem valdið gæti alvarlegum núningi milli þeirra, reyndar virtist meiri meiningarmunur innan flokkanna en þeirra á milli. Hér er því auglýst eftir þeim málefnum sem réttlæta að flokkarnir bjóði fram hvor í sínu lagi. Ég er handviss um að ritstjórar Fréttablaðsins myndu ljá forystumönnunum pláss undir útskýringar sínar. Ef málefnalegar ástæður fyrir aðskildum framboðum eru engar þá hljóta þær að vera djúpsálarlegar. Undirrituðum dettur helst í hug að forystumenn Samfylkingar og VG séu illa haldnir af arkefóbíu, sem þýða mætti sem valdafælni, að þeir geti ekki með nokkru móti hugsað sér að hafa völd og áhrif. Einnig kemur auðvitað til greina að þeir séu svo kurteisir að þeir geti ekki hugsað sér að trufla Sjálfstæðisflokkinn við að ausa skattpeningum í flokksgæðinga og sölsa undir sig almannaeigur. Ef sú er raunin ætti þetta góða fólk að fá sér aðra vinnu þar sem þessi kurteisi nýttist í starfi svo sem í veitingageiranum eða í vefnaðarvöruverslun. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Forystumenn Samfylkingar og VG hafa undanfarna daga leikið upphafsleikina í þeirri stórsóknarfórn sem mun, ef allt gengur eftir, tryggja þeim áhrifaleysi í íslenskum stjórnmálum næstu fjögur árin. Þessir leikir eru annars vegar að flokkarnir bjóða fram hvor í sínu lagi og hins vegar yfirlýsingar um að þeir gangi óbundnir til kosninga. Frá 1930 hefur vinstri armur íslenskra stjórnmála ávallt gengið klofinn til kosninga. Hér fyrr á árum voru ákveðin málefnaleg rök fyrir þessum klofningi svo sem mismunandi afstaða manna og flokka í utanríkismálum en einnig greindi flokkana á um stóriðju. Hvorugt af þessu á við nú. Engum flokki myndi detta í hug að setja aðild að Evrópusambandinu í forgrunn á sinni stefnuskrá nema hann væri í alvarlegum sjálfsmorðshugleiðingum og stóriðjustefnan er að mestu dauð. Eini stóriðjukratinn sem eftir er heitir Steingrímur J. Sigfússon og er í VG. Þetta tvennt ætti því ekki að valda klofningi milli flokkanna. Undirritaður gerði því lauslega könnun á afstöðu flokkanna til þeirra mála sem helst brenna á öllum almenningi þessa dagana, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum. Ekki gat ég fundið neitt það sem valdið gæti alvarlegum núningi milli þeirra, reyndar virtist meiri meiningarmunur innan flokkanna en þeirra á milli. Hér er því auglýst eftir þeim málefnum sem réttlæta að flokkarnir bjóði fram hvor í sínu lagi. Ég er handviss um að ritstjórar Fréttablaðsins myndu ljá forystumönnunum pláss undir útskýringar sínar. Ef málefnalegar ástæður fyrir aðskildum framboðum eru engar þá hljóta þær að vera djúpsálarlegar. Undirrituðum dettur helst í hug að forystumenn Samfylkingar og VG séu illa haldnir af arkefóbíu, sem þýða mætti sem valdafælni, að þeir geti ekki með nokkru móti hugsað sér að hafa völd og áhrif. Einnig kemur auðvitað til greina að þeir séu svo kurteisir að þeir geti ekki hugsað sér að trufla Sjálfstæðisflokkinn við að ausa skattpeningum í flokksgæðinga og sölsa undir sig almannaeigur. Ef sú er raunin ætti þetta góða fólk að fá sér aðra vinnu þar sem þessi kurteisi nýttist í starfi svo sem í veitingageiranum eða í vefnaðarvöruverslun. Höfundur er kennari.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun