Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2017 11:30 Björk og Lars von Trier á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Vísir/Getty Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur lýst því frekar hvernig hún upplifði kynferðislega áreitni frá leikstjóranum Lars von Trier við tökur á dönsku kvikmyndinni Dancer in the Dark. Björk birti stöðuuppfærslu á Facebook á sunnudag þar sem hún lýsti áreitninni frá Lars á tökustað. Samdægurs birti Jótlandspósturinn viðtal við Peter Aalbæk Jensen, framleiðanda Dancer in the Dark, þar sem hann hafnaði þessum ásökunum og sagði Björk hafa stjórnað öllu á tökustað og gert öllum erfitt fyrir við tökur myndarinnar. Lars von Trier hefur sjálfur einnig hafnað þessum ásökunum Bjarkar og er málflutningar hans svipaður og sá frá Jensen. Segir hann hafa strokið hana mínútum saman Í Facebook-færslu sem Björk birtir í dag segir hún Lars hafa hlaupið til hennar eftir hverja töku, tekið utan um hana fyrir framan allt tökuteymið og stundum strokið hana mínútum saman gegn hennar vilja. Hún sagðist hafa hafa beðið hann um að hætta þessum snertingum og hann hafa brjálast við það og brotið stól fyrir framan alla á tökustað. „Eins og einhver sem alltaf hefur mátt láta vel að leikkonum sínum. Við vorum síðan öll send heim.“ Á meðan tökum stóð hafi Lars stöðugt hvíslað að henni kynferðisleg boð gegn hennar vilja. Þeim fylgdu grafískar lýsingar sem Björk segir hafa verið lamandi fyrir hana. „Stundum á meðan eiginkonan hans stóð hjá okkur.“ Klifraði á milli svala Þegar tökur fóru fram í Svíþjóð hafi hann hótað að klifra á milli svala á hóteli til að komast inn á hótelherbergi hennar með augljósan ásetning um kynferðislega tilburði. „Á meðan eiginkonan hans var í næsta herbergi. Ég náði að flýja í herbergi til vinar míns. Þetta er það sem gerði það að verkum að ég áttaði mig á alvarleika málsins og fékk mig til að standa á mínu.“ Hún segir Lars hafa skáldað sögur í fjölmiðlum um það að hún hefði verið erfið á tökustað. „Þetta passar fullkomlega við aðferðir Weinstein. Ég hef aldrei borðað blússu. Ekki viss um að það sé jafnvel hægt,“ skrifar Björk og vitnar þar í bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein sem hefur verið sakaður af fjölda kvenna um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Hafa margar þeirra sagst hafa verið hræddar við að segja frá framferði Weinsteins því þær óttuðust að hann myndi gera út af við feril þeirra, enda einn af valdamestu mönnum Hollywood. Peter Aalbæk Jensen minntist á þetta blússuatvik í viðtalinu við Jótlandspóstinn. Áður höfðu verið sagðar fréttir af því að Björk hefði neitað að klæðast blússu við tökur á myndinni sem von Trier hafði óskað eftir. Í mómælaskyni átti hún að hafa rifið blússuna og lagt tætlur hennar sér til munns. Hún segist ekki hafa samþykkt að vera beit kynferðislegri áreitni. Það hafi verið túlkað eins og hún hafi reynst erfið á tökustað. „Ef það að standa á sínu er að vera erfið, þá skal ég vera það,“ skrifar Björk. Björk MeToo Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40 Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur lýst því frekar hvernig hún upplifði kynferðislega áreitni frá leikstjóranum Lars von Trier við tökur á dönsku kvikmyndinni Dancer in the Dark. Björk birti stöðuuppfærslu á Facebook á sunnudag þar sem hún lýsti áreitninni frá Lars á tökustað. Samdægurs birti Jótlandspósturinn viðtal við Peter Aalbæk Jensen, framleiðanda Dancer in the Dark, þar sem hann hafnaði þessum ásökunum og sagði Björk hafa stjórnað öllu á tökustað og gert öllum erfitt fyrir við tökur myndarinnar. Lars von Trier hefur sjálfur einnig hafnað þessum ásökunum Bjarkar og er málflutningar hans svipaður og sá frá Jensen. Segir hann hafa strokið hana mínútum saman Í Facebook-færslu sem Björk birtir í dag segir hún Lars hafa hlaupið til hennar eftir hverja töku, tekið utan um hana fyrir framan allt tökuteymið og stundum strokið hana mínútum saman gegn hennar vilja. Hún sagðist hafa hafa beðið hann um að hætta þessum snertingum og hann hafa brjálast við það og brotið stól fyrir framan alla á tökustað. „Eins og einhver sem alltaf hefur mátt láta vel að leikkonum sínum. Við vorum síðan öll send heim.“ Á meðan tökum stóð hafi Lars stöðugt hvíslað að henni kynferðisleg boð gegn hennar vilja. Þeim fylgdu grafískar lýsingar sem Björk segir hafa verið lamandi fyrir hana. „Stundum á meðan eiginkonan hans stóð hjá okkur.“ Klifraði á milli svala Þegar tökur fóru fram í Svíþjóð hafi hann hótað að klifra á milli svala á hóteli til að komast inn á hótelherbergi hennar með augljósan ásetning um kynferðislega tilburði. „Á meðan eiginkonan hans var í næsta herbergi. Ég náði að flýja í herbergi til vinar míns. Þetta er það sem gerði það að verkum að ég áttaði mig á alvarleika málsins og fékk mig til að standa á mínu.“ Hún segir Lars hafa skáldað sögur í fjölmiðlum um það að hún hefði verið erfið á tökustað. „Þetta passar fullkomlega við aðferðir Weinstein. Ég hef aldrei borðað blússu. Ekki viss um að það sé jafnvel hægt,“ skrifar Björk og vitnar þar í bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein sem hefur verið sakaður af fjölda kvenna um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Hafa margar þeirra sagst hafa verið hræddar við að segja frá framferði Weinsteins því þær óttuðust að hann myndi gera út af við feril þeirra, enda einn af valdamestu mönnum Hollywood. Peter Aalbæk Jensen minntist á þetta blússuatvik í viðtalinu við Jótlandspóstinn. Áður höfðu verið sagðar fréttir af því að Björk hefði neitað að klæðast blússu við tökur á myndinni sem von Trier hafði óskað eftir. Í mómælaskyni átti hún að hafa rifið blússuna og lagt tætlur hennar sér til munns. Hún segist ekki hafa samþykkt að vera beit kynferðislegri áreitni. Það hafi verið túlkað eins og hún hafi reynst erfið á tökustað. „Ef það að standa á sínu er að vera erfið, þá skal ég vera það,“ skrifar Björk.
Björk MeToo Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40 Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40
Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12
Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19